Loksins sigur hjá Swansea en staðan er sú sama Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. apríl 2017 16:00 Allen reynir að loka á Gylfa í leiknum í dag vísir/getty Þrátt fyrir góðan 2-0 sigur er Swansea enn í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir af ensku úrvalsdeildinni eftir að tíu leikmenn Hull náðu að kreista fram 2-0 sigur gegn Watford á heimavelli. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea voru án sigurs frá því í byrjun mars fyrir leik dagsins og voru fyrir vikið búnir að sogast niður í fallsæti þegar stutt er eftir af mótinu. Gylfi lagði upp fyrsta mark Swansea fyrir Fernando Llorente eftir hornspyrnu og var staðan 1-0 í hálfleik, heimamönnum í vil. Marko Arnautovic fékk gullið tækifæri til að jafna metin af vítapunktinum en setti boltann hátt yfir um miðbik seinni hálfleiks. Það virtist vekja leikmenn Swansea aftur til lífsins því aðeins tveimur mínútum síðar var annað mark komið en þar var að verki Tom Carroll með stórkostlegu skoti sem fór af Joe Allen og í netið. Lauk leiknum með 2-0 sigri Swansea sem kemst upp í 31 stig eftir 34 umferðir með sigrinum og er að skilja Middlesbrough og Sunderland eftir en það breytti hinsvegar engu um stöðu liðsins í deildinni. Hull City vann á sama tíma 2-0 sigur á Watford á heimavelli þrátt fyrir að leika manni færri frá 25. mínútu leiksins þegar Omar Niasse var vikið af velli með beint rautt spjald. Lánsmaðurinn Lazar Markovic kom Hull yfir og í seinni hálfleik bætti Sam Clucas við öðru marki heimamanna en Hull hefur nú fengið 20 af 24 stigum í síðustu átta leikjum á heimavelli. Þá heldur ótrúlegur árangur Marcos Silva, knattspyrnustjóra Hull á heimavelli, áfram en Silva sem hefur ekki tapað heimaleik í rúmlega þrjú ár með Estoril, Sporting Lisbon, Olympiacos og nú Hull. Þá vann Bournemouth öruggan 4-0 sigur á heimavelli gegn Middlesbrough en heimamenn náðu snemma tveggja marka forskoti og stuttu síðar var Gaston Ramirez vikið af velli með rautt spjald. Að lokum gerðu West Ham og Everton markalaust jafntefli á heimavelli West Ham í Lundúnum.Staðan í leikjunum: Bournemouth 4-0 Middlesbrough Hull City 2-0 Watford Swansea 2-0 Stoke City West Ham 0-0 Everton15:50 Verið að flauta til leiksloka út um allt. Frábær sigur Swansea þýðir lítið sem ekkert þar sem næstu lið, Hull og Bournemouth, unnu bæði leiki sína.15:29 Tíu leikmenn Hull að bæta við! Clucas kemur Hull 2-0 yfir á heimavelli og það stefnir í enn einn heimasigurinn undir stjórn Marcos Silva sem tapar aldrei á heimavelli.15:27 Á sama tíma kemst Bournemouth 3-0 yfir og endanlega lokar leiknum gegn Middlesbrough.15:27 Þvílíkar mínútur fyrir Swansea! Tom Carroll kemur þeim 2-0 yfir með skoti sem fer af Joe Allen og yfir markmann Stoke. Heppnisfnykur yfir þessu en Paul Clement gæti varla verið meira sama.15:25 Víti dæmt á Swansea! Fernandez fellir Arnautovic inn í teignum og sá austurríski fer sjálfur á punktinn. Hann setur boltann hálfa leiðina yfir til Englands á nýjan leik svo langt yfir fer boltinn!15:20 Tíu leikmenn Hull komast yfir! Þrátt fyrir að vera manni færri frá 25. mínútu kemur lánsmaðurinn Lazar Markovic heimamönnum yfir.14:45 Búið að flauta til hálfleiks á Englandi, staðan enn markalaus á KC Stadium og Ólympíuvellinum en Bournemouth siglir hraðferð að öruggum sigri. Svanirnir leiða með einu marki í hálfleik en Stoke var farið að banka á dyrnar undir lok fyrri hálfleiks.14:25 Greinilegur taugatitringur hjá liðunum sem eru að berjast við fallið. Núna er það Hull sem missir mann af velli með rautt spjald, Omar Niasse fær beint rautt spjald á 25. mínútu.14:20 Allt á afturfótunum hjá Middlesbrough. Afobe bætir við marki fyrir Bournemouth og stuttu síðar fær Gaston Ramirez rautt spjald á 20. mínútu leiksins. Gestirnir því manni færri og tveimur mörkum undir þegar sjötíu mínútur eru eftir.14:09 Swansea kemst yfir! Fernando Llorente skallar boltann í fjærhornið eftir hornspyrnu frá Gylfa sem er búinn að vera ógnandi á fyrstu mínútunum. Sannfærandi byrjun hjá heimamönnum.14:03 Gylfi fær sendingu inn á teiginn en nær ekki almennilegri móttöku og fer skot/sending hans yfir.14.00 Jæja þá er búið að flauta leikina á og fyrsta markið kemur á aðeins annarri mínútu! Norðmaðurinn Joshua King búiinn að koma Bournemouth yfir á heimavelli gegn Middlesbrough. Nýliðarnir á hraðferð niður í Championship á ný.Fyrir leik: Okkar fókus verður á leik Swansea og Stoke þar sem okkar maður Gylfi Þór er að sjálfsögðu í byrjunarliðinu, Swansea hefur ekki unnið leik síðan í byrjun mars í ensku úrvalsdeildinni.Fyrir leiki: Jæja góðan daginn og velkomin með okkur í beina lýsingu frá leikjunum fjórum í ensku úrvalsdeildinni, það er fallfnykur yfir þessu enda margir leikir á milli liðanna í neðri hluta töflunnar. Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira
Þrátt fyrir góðan 2-0 sigur er Swansea enn í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir af ensku úrvalsdeildinni eftir að tíu leikmenn Hull náðu að kreista fram 2-0 sigur gegn Watford á heimavelli. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea voru án sigurs frá því í byrjun mars fyrir leik dagsins og voru fyrir vikið búnir að sogast niður í fallsæti þegar stutt er eftir af mótinu. Gylfi lagði upp fyrsta mark Swansea fyrir Fernando Llorente eftir hornspyrnu og var staðan 1-0 í hálfleik, heimamönnum í vil. Marko Arnautovic fékk gullið tækifæri til að jafna metin af vítapunktinum en setti boltann hátt yfir um miðbik seinni hálfleiks. Það virtist vekja leikmenn Swansea aftur til lífsins því aðeins tveimur mínútum síðar var annað mark komið en þar var að verki Tom Carroll með stórkostlegu skoti sem fór af Joe Allen og í netið. Lauk leiknum með 2-0 sigri Swansea sem kemst upp í 31 stig eftir 34 umferðir með sigrinum og er að skilja Middlesbrough og Sunderland eftir en það breytti hinsvegar engu um stöðu liðsins í deildinni. Hull City vann á sama tíma 2-0 sigur á Watford á heimavelli þrátt fyrir að leika manni færri frá 25. mínútu leiksins þegar Omar Niasse var vikið af velli með beint rautt spjald. Lánsmaðurinn Lazar Markovic kom Hull yfir og í seinni hálfleik bætti Sam Clucas við öðru marki heimamanna en Hull hefur nú fengið 20 af 24 stigum í síðustu átta leikjum á heimavelli. Þá heldur ótrúlegur árangur Marcos Silva, knattspyrnustjóra Hull á heimavelli, áfram en Silva sem hefur ekki tapað heimaleik í rúmlega þrjú ár með Estoril, Sporting Lisbon, Olympiacos og nú Hull. Þá vann Bournemouth öruggan 4-0 sigur á heimavelli gegn Middlesbrough en heimamenn náðu snemma tveggja marka forskoti og stuttu síðar var Gaston Ramirez vikið af velli með rautt spjald. Að lokum gerðu West Ham og Everton markalaust jafntefli á heimavelli West Ham í Lundúnum.Staðan í leikjunum: Bournemouth 4-0 Middlesbrough Hull City 2-0 Watford Swansea 2-0 Stoke City West Ham 0-0 Everton15:50 Verið að flauta til leiksloka út um allt. Frábær sigur Swansea þýðir lítið sem ekkert þar sem næstu lið, Hull og Bournemouth, unnu bæði leiki sína.15:29 Tíu leikmenn Hull að bæta við! Clucas kemur Hull 2-0 yfir á heimavelli og það stefnir í enn einn heimasigurinn undir stjórn Marcos Silva sem tapar aldrei á heimavelli.15:27 Á sama tíma kemst Bournemouth 3-0 yfir og endanlega lokar leiknum gegn Middlesbrough.15:27 Þvílíkar mínútur fyrir Swansea! Tom Carroll kemur þeim 2-0 yfir með skoti sem fer af Joe Allen og yfir markmann Stoke. Heppnisfnykur yfir þessu en Paul Clement gæti varla verið meira sama.15:25 Víti dæmt á Swansea! Fernandez fellir Arnautovic inn í teignum og sá austurríski fer sjálfur á punktinn. Hann setur boltann hálfa leiðina yfir til Englands á nýjan leik svo langt yfir fer boltinn!15:20 Tíu leikmenn Hull komast yfir! Þrátt fyrir að vera manni færri frá 25. mínútu kemur lánsmaðurinn Lazar Markovic heimamönnum yfir.14:45 Búið að flauta til hálfleiks á Englandi, staðan enn markalaus á KC Stadium og Ólympíuvellinum en Bournemouth siglir hraðferð að öruggum sigri. Svanirnir leiða með einu marki í hálfleik en Stoke var farið að banka á dyrnar undir lok fyrri hálfleiks.14:25 Greinilegur taugatitringur hjá liðunum sem eru að berjast við fallið. Núna er það Hull sem missir mann af velli með rautt spjald, Omar Niasse fær beint rautt spjald á 25. mínútu.14:20 Allt á afturfótunum hjá Middlesbrough. Afobe bætir við marki fyrir Bournemouth og stuttu síðar fær Gaston Ramirez rautt spjald á 20. mínútu leiksins. Gestirnir því manni færri og tveimur mörkum undir þegar sjötíu mínútur eru eftir.14:09 Swansea kemst yfir! Fernando Llorente skallar boltann í fjærhornið eftir hornspyrnu frá Gylfa sem er búinn að vera ógnandi á fyrstu mínútunum. Sannfærandi byrjun hjá heimamönnum.14:03 Gylfi fær sendingu inn á teiginn en nær ekki almennilegri móttöku og fer skot/sending hans yfir.14.00 Jæja þá er búið að flauta leikina á og fyrsta markið kemur á aðeins annarri mínútu! Norðmaðurinn Joshua King búiinn að koma Bournemouth yfir á heimavelli gegn Middlesbrough. Nýliðarnir á hraðferð niður í Championship á ný.Fyrir leik: Okkar fókus verður á leik Swansea og Stoke þar sem okkar maður Gylfi Þór er að sjálfsögðu í byrjunarliðinu, Swansea hefur ekki unnið leik síðan í byrjun mars í ensku úrvalsdeildinni.Fyrir leiki: Jæja góðan daginn og velkomin með okkur í beina lýsingu frá leikjunum fjórum í ensku úrvalsdeildinni, það er fallfnykur yfir þessu enda margir leikir á milli liðanna í neðri hluta töflunnar.
Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira