Erlent

Boris Johnson laus af gjörgæslu

Sylvía Hall skrifar
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AP/Matt Dunham

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er laus af gjörgæsludeild en mun áfram liggja inni á sjúkrahúsi þar sem hann verður undir eftirliti lækna. Johnson var fluttur á gjörgæslu eftir að heilsu hans hrakaði fyrir þremur dögum síðan. 

Þetta kemur fram á vef BBC.

Johnson greindist með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum í lok marsmánaðar og var lagður inn á sjúkrahús síðustu helgi, tíu dögum eftir að hann fékk greiningu.

Eftir að hann fór að finna fyrir öndunarerfiðleikum var ákveðið að flytja hann á gjörgæslu þar sem hann fékk súrefni. Hann þurfti þó ekki á öndunarvél að halda og var með meðvitund.

Útgöngubann er í gildi á Bretlandi og á það að gilda þar til í næstu viku. Samkvæmt frétt Reuters er þó umræða í ríkisstjórninni um að framlengja bannið enn frekar og tryggja félagsforðun lengur.

Alls hafa 61.519 greinst með kórónuveiruna í Bretlandi og hafa rúmlega sjö þúsund látið lífið.


Tengdar fréttir

Boris brattur á gjörgæslunni

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er ennþá á gjörgæslu eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Hann er þó allur að koma til að sögn ráðherra í ríkisstjórn hans.

Leið­togar senda Boris John­son góða strauma

Stjórnmálaleiðtogar víðs vegar um heim hafa brugðist við fréttunum af því að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi verið fluttur á gjörgæsludeild St Thomas sjúkrahússins þar sem hann nýtur aðhlynningar vegna Covid-19.

Boris Johnson fluttur á gjörgæslu

Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hefur verið fluttur á gjörgæslu. Boris greindist á dögunum með kórónuveiruna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.