Boris brattur á gjörgæslunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. apríl 2020 20:51 Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, ræddi um heilsu forsætisráðherrans og stöðu þjóðarbúsins á fundi dagsins. Getty/Pippa Fowles Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er ennþá á gjörgæslu eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Hann er þó allur að koma til að sögn ráðherra í ríkisstjórn hans. Johnson hefur þegar varið tveimur sólarhringum á gjörgæslu og er gert ráð fyrir að hann verði þar jafnframt í nótt. Þangað var hann fluttur eftir að heilsu hans hrakaði í fyrradag. Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, tjáði blaðamönnum á daglegum upplýsingafundi að forsætisráðherrann væri að braggast. Þannig hafi hann sest upp í rúmi sínu og átt í innihaldsríkum samskiptum við „frábæra heilbrigðisstarfsfólkið“ sem annast hann á St. Thomas sjúkrahúsinu í Lundúnum. Áður en Johnson var fluttur á gjörgæslu sinnti hann störfum sínum eftir fremsta megni úr sjúkrarúmi sínu. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, hefur tekið við hluta af skyldum forsætisráðherra í fjarveru Johnson. Fyrrnefndur Sunak sagði á fundi dagsins að störf ríkisstjórnarinnar gangi sinn vanagang þrátt fyrir fjarveru Johnson. „Forsætisráðherrann er ekki aðeins samstarfsmaður minn og yfirmaður heldur jafnframt vinur minn. Hugur minn er hjá honum og fjölskyldu hans,“ sagði Sunak á fundinum í dag. Alls hafa rúmlega 55 þúsund smit verið staðfest á Bretlandeyjum sem dregið hafa næstum 6200 til dauða. Breska ritið Guardian tók saman meðfylgjandi myndband úr ræðu Sunak í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Johnson varði annarri nótt á gjörgæslu Haft var eftir talsmanni Boris Johnson í gærkvöldi að ástand forsætisráðherrans væri stöðugt og lundin létt. 8. apríl 2020 07:04 Leiðtogar senda Boris Johnson góða strauma Stjórnmálaleiðtogar víðs vegar um heim hafa brugðist við fréttunum af því að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi verið fluttur á gjörgæsludeild St Thomas sjúkrahússins þar sem hann nýtur aðhlynningar vegna Covid-19. 7. apríl 2020 07:32 Boris Johnson fluttur á gjörgæslu Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hefur verið fluttur á gjörgæslu. Boris greindist á dögunum með kórónuveiruna. 6. apríl 2020 19:20 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er ennþá á gjörgæslu eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Hann er þó allur að koma til að sögn ráðherra í ríkisstjórn hans. Johnson hefur þegar varið tveimur sólarhringum á gjörgæslu og er gert ráð fyrir að hann verði þar jafnframt í nótt. Þangað var hann fluttur eftir að heilsu hans hrakaði í fyrradag. Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, tjáði blaðamönnum á daglegum upplýsingafundi að forsætisráðherrann væri að braggast. Þannig hafi hann sest upp í rúmi sínu og átt í innihaldsríkum samskiptum við „frábæra heilbrigðisstarfsfólkið“ sem annast hann á St. Thomas sjúkrahúsinu í Lundúnum. Áður en Johnson var fluttur á gjörgæslu sinnti hann störfum sínum eftir fremsta megni úr sjúkrarúmi sínu. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, hefur tekið við hluta af skyldum forsætisráðherra í fjarveru Johnson. Fyrrnefndur Sunak sagði á fundi dagsins að störf ríkisstjórnarinnar gangi sinn vanagang þrátt fyrir fjarveru Johnson. „Forsætisráðherrann er ekki aðeins samstarfsmaður minn og yfirmaður heldur jafnframt vinur minn. Hugur minn er hjá honum og fjölskyldu hans,“ sagði Sunak á fundinum í dag. Alls hafa rúmlega 55 þúsund smit verið staðfest á Bretlandeyjum sem dregið hafa næstum 6200 til dauða. Breska ritið Guardian tók saman meðfylgjandi myndband úr ræðu Sunak í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Johnson varði annarri nótt á gjörgæslu Haft var eftir talsmanni Boris Johnson í gærkvöldi að ástand forsætisráðherrans væri stöðugt og lundin létt. 8. apríl 2020 07:04 Leiðtogar senda Boris Johnson góða strauma Stjórnmálaleiðtogar víðs vegar um heim hafa brugðist við fréttunum af því að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi verið fluttur á gjörgæsludeild St Thomas sjúkrahússins þar sem hann nýtur aðhlynningar vegna Covid-19. 7. apríl 2020 07:32 Boris Johnson fluttur á gjörgæslu Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hefur verið fluttur á gjörgæslu. Boris greindist á dögunum með kórónuveiruna. 6. apríl 2020 19:20 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Johnson varði annarri nótt á gjörgæslu Haft var eftir talsmanni Boris Johnson í gærkvöldi að ástand forsætisráðherrans væri stöðugt og lundin létt. 8. apríl 2020 07:04
Leiðtogar senda Boris Johnson góða strauma Stjórnmálaleiðtogar víðs vegar um heim hafa brugðist við fréttunum af því að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi verið fluttur á gjörgæsludeild St Thomas sjúkrahússins þar sem hann nýtur aðhlynningar vegna Covid-19. 7. apríl 2020 07:32
Boris Johnson fluttur á gjörgæslu Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hefur verið fluttur á gjörgæslu. Boris greindist á dögunum með kórónuveiruna. 6. apríl 2020 19:20