Erlent

Leið­togar senda Boris John­son góða strauma

Atli Ísleifsson skrifar
Boris Johnson dvelur nú á gjörgæsludeild St Thomas sjúkahússins í London.
Boris Johnson dvelur nú á gjörgæsludeild St Thomas sjúkahússins í London. EPA/AP

Stjórnmálaleiðtogar víðs vegar um heim hafa brugðist við fréttunum af því að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi verið fluttur á gjörgæsludeild St Thomas sjúkrahússins þar sem hann nýtur nú aðhlynningar vegna Covid-19.

Hinn 55 ára Johnson varði nóttinni á gjörgæslu, en samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu forsætisráðherrans var hann fluttur þangað eftir ráðgjöf frá sjúkrateymi hans eftir að einkenni versnuðu. Hann nyti frábærrar þjónustu á sjúkrahúsinu og væri ekki í öndunarvél.

Utanríkisráðherrann Dominic Raab hefur verið beðinn um að sinna ákveðnum skyldum forsætisráðherra á meðan Johnson dvelur á gjörgæslu.

„Við urðum mjög leið að fá þær fréttir að hann hafi verið fluttur á gjörgæslu. Hann hefur verið mjög góður vinur,“ skrifar Donald Trump Bandaríkjaforseti á Twitter.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra óskar Johnson þess að hann verði fljótur að jafna sig.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, tekur í sama streng og birtir jafnframt mynd af sér með Johnson.

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að hugur sinn sé hjá Johnson og fjölskyldu hans. Óskar hann breska forsætisráðherranum skjóts bata.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti tekur í svipaðan streng og sendir Johnson, fjölskyldu hans og bresku þjóðinni stuðning á „þessari erfiðu stund“.

Keir Starmer, nýr leiðtogi breska Verkamannaflokksins, segir hug þjóðarinnar vera hjá forsætisráðherranum og fjölskyldu hans á þessum erfiða tíma.

Theresa May, forveri Johnson í stóli forsætisráðherra og formanns Íhaldsflokksins sendir forsætisráðherranum skilaboð og bendir á að veiran fari ekki í manngreiningarálit. „Verið heima og bjargið mannslífum.“


Tengdar fréttir

Boris Johnson fluttur á gjörgæslu

Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hefur verið fluttur á gjörgæslu. Boris greindist á dögunum með kórónuveiruna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×