Enski boltinn

Vill að tímabilið verði blásið af ef ekki næst að klára það fljótlega

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Luke Shaw hefur leikið 26 leiki í öllum keppnum á þessu tímabili.
Luke Shaw hefur leikið 26 leiki í öllum keppnum á þessu tímabili. vísir/epa

Luke Shaw, varnarmaður Manchester United, segir að blása eigi tímabilið af ef ekki næst að klára það fljótlega vegna kórónuveirufaraldursins.

Liverpool er með örugga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og vantar aðeins tvo sigra til að tryggja sér fyrsta Englandsmeistaratitilinn síðan 1990. 

„Aflýsið tímablinu og byrjið aftur. Ef við getum ekki haldið áfram á að blása tímabilið af,“ sagði Shaw.

Ef tímabilinu verður aflýst verður Liverpool ekki bara af Englandsmeistaratitlinum heldur er ljóst að United leikur ekki í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Liðið endaði í 6. sæti ensku deildarinnar á síðasta tímabili og er núna í 5. sæti hennar.

Shaw er ekki hrifinn af því að spila leiki fyrir luktum dyrum og segir mikið vanti þegar áhorfendur eru ekki á pöllunum.

„Stuðningsmenn eru svo mikilvægir og þú áttar þig betur á því núna. Íþróttin er fyrir áhorfandann. Það er ekki rétt að spila án áhorfenda,“ sagði Shaw sem lék með United í 0-5 sigrinum á LASK Linz í Evrópudeildinni í síðasta mánuði. Engir áhorfendur voru á vellinum í þeim leik.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.