Enski boltinn

Vill að tímabilið verði blásið af ef ekki næst að klára það fljótlega

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Luke Shaw hefur leikið 26 leiki í öllum keppnum á þessu tímabili.
Luke Shaw hefur leikið 26 leiki í öllum keppnum á þessu tímabili. vísir/epa

Luke Shaw, varnarmaður Manchester United, segir að blása eigi tímabilið af ef ekki næst að klára það fljótlega vegna kórónuveirufaraldursins.

Liverpool er með örugga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og vantar aðeins tvo sigra til að tryggja sér fyrsta Englandsmeistaratitilinn síðan 1990. 

„Aflýsið tímablinu og byrjið aftur. Ef við getum ekki haldið áfram á að blása tímabilið af,“ sagði Shaw.

Ef tímabilinu verður aflýst verður Liverpool ekki bara af Englandsmeistaratitlinum heldur er ljóst að United leikur ekki í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Liðið endaði í 6. sæti ensku deildarinnar á síðasta tímabili og er núna í 5. sæti hennar.

Shaw er ekki hrifinn af því að spila leiki fyrir luktum dyrum og segir mikið vanti þegar áhorfendur eru ekki á pöllunum.

„Stuðningsmenn eru svo mikilvægir og þú áttar þig betur á því núna. Íþróttin er fyrir áhorfandann. Það er ekki rétt að spila án áhorfenda,“ sagði Shaw sem lék með United í 0-5 sigrinum á LASK Linz í Evrópudeildinni í síðasta mánuði. Engir áhorfendur voru á vellinum í þeim leik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.