Enski boltinn

Lingard orðaður við Arsenal

Sindri Sverrisson skrifar
Jesse Lingard hefur ekki náð sér á strik á leiktíðinni.
Jesse Lingard hefur ekki náð sér á strik á leiktíðinni. VÍSIR/GETTY

Hinn 27 ára gamli Jesse Lingard hefur átt slæmt tímabil með Manchester United og hvorki skorað mark né átt stoðsendingu í 20 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Hann gæti verið á förum til Arsenal.

Samningur Lingards við United gildir til sumarsins 2021 og hann hefur áður verið sagður líklegur til að yfirgefa United í sumar. Wolves, Sheffield United og Watford hafa verið sögð hafa áhuga en nú mun Arsenal hafa leikmanninn í sigtinu, samkvæmt The Athletic.

Eftir því sem fram kemur í grein The Athletic verður áhugi Arsenal enn meiri ef að félagið heldur ekki Dani Ceballos, en hann er að láni hjá félaginu frá Real Madrid og rennur lánssamningurinn út í sumar. Manchester United mun ekki vera mótfallið því að selja Lingard til Arsenal.

Lingard, sem leikið hefur 24 A-landsleiki fyrir England, er uppalinn hjá Manchester United og hefur leikið 131 deildarleik með liðinu, skorað í þeim 17 mörk og átt 10 stoðsendingar.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.