Enski boltinn

United-menn æfir eftir að hraunað var yfir Lingard | Lögregla skoðar málið

Sindri Sverrisson skrifar
Jesse Lingard lék í 3-0 sigrinum á Derby á fimmtudagskvöld.
Jesse Lingard lék í 3-0 sigrinum á Derby á fimmtudagskvöld. vísir/getty

Lítill hópur fólks gerði hróp að Jesse Lingard, leikmanni United, þegar hann var á leið upp í rútu liðsins eftir 3-0 sigurinn gegn Derby í ensku bikarkeppninni í vikunni.

Samkvæmt frétt BBC hafa lögreglan og Manchester United hafið rannsókn vegna málsins en í myndskeiðum sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum má heyra menn úthúða Lingard, meðal annars með kynþáttaníði. Einn heyrðist kalla „núll mörk og núll stoðsendingar“ á hinn 27 ára gamla Lingard sem hefur átt afar erfitt uppdráttar á leiktíðinni.

Í yfirlýsingu frá lögreglu segir: „Við erum meðvituð um vídjó sem tekið var upp fyrir utan Pride Park eftir leik Derby og Manchester United og erum að afla okkur upplýsinga.“





United-menn eru í frétt BBC sagðir æfir vegna málsins og hafa hafið eigin rannsókn í samvinnu við Derby í von um að finna sökudólgana.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×