Segja launalækkun leikmanna skaða heilbrigðiskerfið Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2020 09:45 Aaron Wan-Bissaka og Gylfi Þór Sigurðsson í baráttu í leik í ensku úrvalsdeildinni. Keppni hefur legið niðri frá því um miðjan mars vegna kórónuveirufaraldursins. VÍSIR/GETTY Leikmannasamtökin á Englandi segja að það myndi bitna á heilbrigðiskerfinu í landinu ef að knattspyrnumenn tækju á sig 30% launalækkun. Ekki náðust samningar um slíka lækkun á fundi samtakanna með ensku úrvalsdeildinni í gær. Enska úrvalsdeildin vill að allir leikmenn lækki um 30% í launum til þess að vernda störf og styðja við rekstur knattspyrnufélaganna á tímum kórónuveirufaraldursins. Leikmannasamtökin segja hins vegar að slík lækkun myndi fela í sér samtals yfir 500 milljóna punda lækkun launa og þar með 200 milljóna punda lækkun skatta til breska ríkisins. „Hvaða áhrif hefði þessi lækkun á tekjum til ríkisins á heilbrigðiskerfið? Var þetta haft í huga þegar enska úrvalsdeildin lagði fram sína tillögu og hugsaði heilbrigðisráðherra út í þetta þegar hann bað leikmenn um að taka á sig launalækkun?“ sagði í yfirlýsingu leikmannasamtakanna eftir fundinn í gær. Leikmannasamtökin sögðu jafnframt að allir leikmenn deildarinnar myndu leggja sitt að mörkum fjárhagslega á þessum fordæmalausu tímum. Samtökin myndu einnig glöð halda áfram viðræðum við forsvarsmenn deildarinnar. Þau telja að tillaga deildarinnar um að styðja við heilbrigðiskerfið um 20 milljónir punda sé ágæt en að upphæðin ætti að vera mun hærri. Samningaviðræður munu halda áfram á næstu dögum. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telur að það sé verið að stilla knattspyrnumönnum upp við vegg Danny Rose, vinstri bakvörður Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni, segir að það sé verið að stilla knattspyrnumönnum upp við vegg þegar kemur að því hvað þeir eigi að gera við launin sín. 4. apríl 2020 21:45 Liverpool nýtir neyðarúrræði stjórnvalda Enska knattspyrnufélagið Liverpool, efsta lið úrvalsdeildarinnar, hefur ákveðið að senda hluta starfsmannahóps síns í leyfi nú þegar algjört fótboltahlé er í Englandi vegna kórónuveirufaraldursins. 4. apríl 2020 15:00 Hvetur samherja sína til að gefa 30% launa sinna til sjúkrahúsa í Manchester Fyrirliði Manchester United vill að leikmenn liðsins láti gott af sér leiða í baráttunni við kórónuveiruna. 3. apríl 2020 15:30 Keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst ekki í byrjun maí og ekki fyrr en það er öruggt og við hæfi Vilji er fyrir því að klára tímabilið í ensku úrvalsdeildinni. Það verður þó ekki gert fyrr en hættan af völdum kórónuveirufaraldursins er liðin hjá. 3. apríl 2020 14:25 Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Leikmannasamtökin á Englandi segja að það myndi bitna á heilbrigðiskerfinu í landinu ef að knattspyrnumenn tækju á sig 30% launalækkun. Ekki náðust samningar um slíka lækkun á fundi samtakanna með ensku úrvalsdeildinni í gær. Enska úrvalsdeildin vill að allir leikmenn lækki um 30% í launum til þess að vernda störf og styðja við rekstur knattspyrnufélaganna á tímum kórónuveirufaraldursins. Leikmannasamtökin segja hins vegar að slík lækkun myndi fela í sér samtals yfir 500 milljóna punda lækkun launa og þar með 200 milljóna punda lækkun skatta til breska ríkisins. „Hvaða áhrif hefði þessi lækkun á tekjum til ríkisins á heilbrigðiskerfið? Var þetta haft í huga þegar enska úrvalsdeildin lagði fram sína tillögu og hugsaði heilbrigðisráðherra út í þetta þegar hann bað leikmenn um að taka á sig launalækkun?“ sagði í yfirlýsingu leikmannasamtakanna eftir fundinn í gær. Leikmannasamtökin sögðu jafnframt að allir leikmenn deildarinnar myndu leggja sitt að mörkum fjárhagslega á þessum fordæmalausu tímum. Samtökin myndu einnig glöð halda áfram viðræðum við forsvarsmenn deildarinnar. Þau telja að tillaga deildarinnar um að styðja við heilbrigðiskerfið um 20 milljónir punda sé ágæt en að upphæðin ætti að vera mun hærri. Samningaviðræður munu halda áfram á næstu dögum.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telur að það sé verið að stilla knattspyrnumönnum upp við vegg Danny Rose, vinstri bakvörður Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni, segir að það sé verið að stilla knattspyrnumönnum upp við vegg þegar kemur að því hvað þeir eigi að gera við launin sín. 4. apríl 2020 21:45 Liverpool nýtir neyðarúrræði stjórnvalda Enska knattspyrnufélagið Liverpool, efsta lið úrvalsdeildarinnar, hefur ákveðið að senda hluta starfsmannahóps síns í leyfi nú þegar algjört fótboltahlé er í Englandi vegna kórónuveirufaraldursins. 4. apríl 2020 15:00 Hvetur samherja sína til að gefa 30% launa sinna til sjúkrahúsa í Manchester Fyrirliði Manchester United vill að leikmenn liðsins láti gott af sér leiða í baráttunni við kórónuveiruna. 3. apríl 2020 15:30 Keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst ekki í byrjun maí og ekki fyrr en það er öruggt og við hæfi Vilji er fyrir því að klára tímabilið í ensku úrvalsdeildinni. Það verður þó ekki gert fyrr en hættan af völdum kórónuveirufaraldursins er liðin hjá. 3. apríl 2020 14:25 Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Telur að það sé verið að stilla knattspyrnumönnum upp við vegg Danny Rose, vinstri bakvörður Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni, segir að það sé verið að stilla knattspyrnumönnum upp við vegg þegar kemur að því hvað þeir eigi að gera við launin sín. 4. apríl 2020 21:45
Liverpool nýtir neyðarúrræði stjórnvalda Enska knattspyrnufélagið Liverpool, efsta lið úrvalsdeildarinnar, hefur ákveðið að senda hluta starfsmannahóps síns í leyfi nú þegar algjört fótboltahlé er í Englandi vegna kórónuveirufaraldursins. 4. apríl 2020 15:00
Hvetur samherja sína til að gefa 30% launa sinna til sjúkrahúsa í Manchester Fyrirliði Manchester United vill að leikmenn liðsins láti gott af sér leiða í baráttunni við kórónuveiruna. 3. apríl 2020 15:30
Keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst ekki í byrjun maí og ekki fyrr en það er öruggt og við hæfi Vilji er fyrir því að klára tímabilið í ensku úrvalsdeildinni. Það verður þó ekki gert fyrr en hættan af völdum kórónuveirufaraldursins er liðin hjá. 3. apríl 2020 14:25