83 milljónir í kassann hjá Stjörnunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2014 19:46 Ingvar Jónsson fór á kostum í marki Stjörnunnar í kvöld. Vísir/AFP Karlalið Stjörnunnar í Garðabæ náði sögulegum árangri í kvöld er liðið sló út pólska félagið Lech Poznan í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Liðið gerði markalaust jafntefli í Póllandi eftir 1-0 sigur í fyrri leiknum á heimavelli. Um stórbrotinn árangur er að ræða enda misstu íslenskir sparkspekingar sig á Twitter í leikslok. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari liðsins, var gráti næst er Vísir heyrði í honum hljóðið að leik loknum. Með sigrinum vann Stjarnan sér inn 150 þúsund evrur til viðbótar við þær 390 þúsund evrur sem liðið hafði þegar unnið sér inn. Fyrst fékk liðið 120 þúsund evrur fyrir að tryggja sér sæti í forkeppni Evrópudeildar. Þá fékk liðið 130 þúsund evrur fyrir að leggja Bangor frá Wales og tryggja sér sæti í 2. umferð. Við bættust 140 þúsund evrur með dramatískum sigri á skoska liðinu Motherwell í þriðju umferð. Alls hefur Stjarnan því unnið sér inn 540 þúsund evrur eða jafnvirði 83 milljóna íslenskra króna.Ingvar varði allt sem á mark Stjörnunar kom í 180 mínútur gegn pólska stórliðinu.Vísir/AFPÁrangur Stjörnunnar er svo sannarlega sögulegur. Félagið spilar í Evrópukeppni í karlaflokki í fyrsta skipti í ár. Liðið hefur ekki enn tapað í sex leikjum sínum. Liðið vann 4-0 sigur í báðum leikjunum gegn Bangor, samanlagt 5-4 gegn Motherwell og nú 1-0 gegn Lech Poznan. Samanlögð markatala er 14-4. Ljóst er að andstæðingur Stjörnunnar í fjórðu og lokaumferð forkeppni Evrópudeildarinnar, umspilinu, verður erfiður. Sigur þar myndi tryggja liðinu sæti í riðlakeppni Evrópudeildar og um leið 1,3 milljónir evra eða um 200 milljónir íslenskra króna. Fjölmargir spennandi andstæðingar verða í pottinum þegar dregið verður í næstu umferð. Má þar nefna Inter frá Ítalíu, Tottenham frá England, PSV Eindhoven frá Hollandi og Villarreal frá Spáni. Stjarnan er lægst skrifaða liðið samkvæmt styrkleikaútreikningum UEFA enda að spila í fyrsta skipti í Evrópu. Óvíst er hvort Stjarnan fær að spila heimaleik sinn í umspilinu í Garðabænum. Samsung-völlurinn er gervigrasvöllur auk þess sem mögulegt er að andstæðingur Stjörnunnar gæti gert athugasemd við stærð stúku eða aðrar vallaraðstæður. Í riðlakeppni Evrópudeildar spila fjögur lið í riðli, tvo leiki, heima og að heiman. Því myndu bíða Stjörnunnar sex leikir til viðbótar og mögulegar auknar tekjur af sjónvarpsrétti. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Ótrúlegur árangur Stjörnunnar | Hvað sagði Twitter-samfélagið? Stjörnumenn komust fyrr í kvöld áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 19:02 Stjarnan komst áfram í Poznan | Myndir Stjarnan er komin áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 12:59 Rúnar Páll: Maður er gráti næst af gleði Þjálfari Stjörnunnar vægast sagt ánægður eftir ótrúlegan sigur. 7. ágúst 2014 19:35 Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Karlalið Stjörnunnar í Garðabæ náði sögulegum árangri í kvöld er liðið sló út pólska félagið Lech Poznan í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Liðið gerði markalaust jafntefli í Póllandi eftir 1-0 sigur í fyrri leiknum á heimavelli. Um stórbrotinn árangur er að ræða enda misstu íslenskir sparkspekingar sig á Twitter í leikslok. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari liðsins, var gráti næst er Vísir heyrði í honum hljóðið að leik loknum. Með sigrinum vann Stjarnan sér inn 150 þúsund evrur til viðbótar við þær 390 þúsund evrur sem liðið hafði þegar unnið sér inn. Fyrst fékk liðið 120 þúsund evrur fyrir að tryggja sér sæti í forkeppni Evrópudeildar. Þá fékk liðið 130 þúsund evrur fyrir að leggja Bangor frá Wales og tryggja sér sæti í 2. umferð. Við bættust 140 þúsund evrur með dramatískum sigri á skoska liðinu Motherwell í þriðju umferð. Alls hefur Stjarnan því unnið sér inn 540 þúsund evrur eða jafnvirði 83 milljóna íslenskra króna.Ingvar varði allt sem á mark Stjörnunar kom í 180 mínútur gegn pólska stórliðinu.Vísir/AFPÁrangur Stjörnunnar er svo sannarlega sögulegur. Félagið spilar í Evrópukeppni í karlaflokki í fyrsta skipti í ár. Liðið hefur ekki enn tapað í sex leikjum sínum. Liðið vann 4-0 sigur í báðum leikjunum gegn Bangor, samanlagt 5-4 gegn Motherwell og nú 1-0 gegn Lech Poznan. Samanlögð markatala er 14-4. Ljóst er að andstæðingur Stjörnunnar í fjórðu og lokaumferð forkeppni Evrópudeildarinnar, umspilinu, verður erfiður. Sigur þar myndi tryggja liðinu sæti í riðlakeppni Evrópudeildar og um leið 1,3 milljónir evra eða um 200 milljónir íslenskra króna. Fjölmargir spennandi andstæðingar verða í pottinum þegar dregið verður í næstu umferð. Má þar nefna Inter frá Ítalíu, Tottenham frá England, PSV Eindhoven frá Hollandi og Villarreal frá Spáni. Stjarnan er lægst skrifaða liðið samkvæmt styrkleikaútreikningum UEFA enda að spila í fyrsta skipti í Evrópu. Óvíst er hvort Stjarnan fær að spila heimaleik sinn í umspilinu í Garðabænum. Samsung-völlurinn er gervigrasvöllur auk þess sem mögulegt er að andstæðingur Stjörnunnar gæti gert athugasemd við stærð stúku eða aðrar vallaraðstæður. Í riðlakeppni Evrópudeildar spila fjögur lið í riðli, tvo leiki, heima og að heiman. Því myndu bíða Stjörnunnar sex leikir til viðbótar og mögulegar auknar tekjur af sjónvarpsrétti.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Ótrúlegur árangur Stjörnunnar | Hvað sagði Twitter-samfélagið? Stjörnumenn komust fyrr í kvöld áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 19:02 Stjarnan komst áfram í Poznan | Myndir Stjarnan er komin áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 12:59 Rúnar Páll: Maður er gráti næst af gleði Þjálfari Stjörnunnar vægast sagt ánægður eftir ótrúlegan sigur. 7. ágúst 2014 19:35 Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Ótrúlegur árangur Stjörnunnar | Hvað sagði Twitter-samfélagið? Stjörnumenn komust fyrr í kvöld áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 19:02
Stjarnan komst áfram í Poznan | Myndir Stjarnan er komin áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 12:59
Rúnar Páll: Maður er gráti næst af gleði Þjálfari Stjörnunnar vægast sagt ánægður eftir ótrúlegan sigur. 7. ágúst 2014 19:35