Rúnar Páll: Maður er gráti næst af gleði Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. ágúst 2014 19:35 Rúnar Páll fagnar í Poznan í kvöld með Garðari Jóhannssyni. vísir/Adam Jastrzebowski „Við erum alveg hriklega ánægðir og stoltir og maður er bara gráti næst af gleði yfir þessu,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunar, við Vísi í kvöld, en hans menn gerðu sér lítið fyrir og komust áfram í umspil Evrópudeildarinnar í kvöld með markalausu jafntefli í Poznan. „Þeir skora ekki á okkur mark í tveimur leikjum. Þetta er alveg ótrúlegt. Við munum aldrei upplifa stemningu eins og var á vellinum í dag aftur. Það var magnað að standast þessa raun,“ sagði Rúnar Páll. Stjarnan lagði eðlilega upp með sterkan varnarleik í kvöld sem virkaði heldur betur og þá var Ingvar Jónsson magnaður í markinu. „Það gekk allt upp í leiknum. Við þurftum líka þannig leik til að komast áfram. Framherjinn okkar var bara fyrir aftan miðlínu og við ýttum þeim út á kantana. Þaðan komu fyrirgjafir sem strákarnir skölluðu frá eða Ingvar greip,“ sagði Rúnar Páll sem hrósaði markverðinum sérstaklega. „Ingvar hélt okkur inn í leiknum fyrstu fimm til tíu mínúturnar. Hann varði alveg ótrúlega. Það var alveg ótrúlega mikilvægt að fá ekki á sig mark í byrjun og hann kom í veg fyrir það. En síðan voru þetta einu alvöru færin þeirra. Við fengum eiginlega besta færið þegar Heiðar Ægisson komst einn í gegn.“ Rúnar Páll var í sjöunda himni þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. Hann átti varla til orð til að lýsa hversu glaður hann var. „Við erum bara í skýjunum. Við ætlum að njóta þessarar stundar, sem er svo stór fyrir Stjörnuna og fótboltann, í botn. Við erum núna búnir að fara í gegnum þrjár hindranir, hver erfiðari en sú næsta, og vinnum Lech Poznan sem er stórlið. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Stjarnan komst áfram í Poznan | Myndir Stjarnan er komin áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 12:59 Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
„Við erum alveg hriklega ánægðir og stoltir og maður er bara gráti næst af gleði yfir þessu,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunar, við Vísi í kvöld, en hans menn gerðu sér lítið fyrir og komust áfram í umspil Evrópudeildarinnar í kvöld með markalausu jafntefli í Poznan. „Þeir skora ekki á okkur mark í tveimur leikjum. Þetta er alveg ótrúlegt. Við munum aldrei upplifa stemningu eins og var á vellinum í dag aftur. Það var magnað að standast þessa raun,“ sagði Rúnar Páll. Stjarnan lagði eðlilega upp með sterkan varnarleik í kvöld sem virkaði heldur betur og þá var Ingvar Jónsson magnaður í markinu. „Það gekk allt upp í leiknum. Við þurftum líka þannig leik til að komast áfram. Framherjinn okkar var bara fyrir aftan miðlínu og við ýttum þeim út á kantana. Þaðan komu fyrirgjafir sem strákarnir skölluðu frá eða Ingvar greip,“ sagði Rúnar Páll sem hrósaði markverðinum sérstaklega. „Ingvar hélt okkur inn í leiknum fyrstu fimm til tíu mínúturnar. Hann varði alveg ótrúlega. Það var alveg ótrúlega mikilvægt að fá ekki á sig mark í byrjun og hann kom í veg fyrir það. En síðan voru þetta einu alvöru færin þeirra. Við fengum eiginlega besta færið þegar Heiðar Ægisson komst einn í gegn.“ Rúnar Páll var í sjöunda himni þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. Hann átti varla til orð til að lýsa hversu glaður hann var. „Við erum bara í skýjunum. Við ætlum að njóta þessarar stundar, sem er svo stór fyrir Stjörnuna og fótboltann, í botn. Við erum núna búnir að fara í gegnum þrjár hindranir, hver erfiðari en sú næsta, og vinnum Lech Poznan sem er stórlið. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Stjarnan komst áfram í Poznan | Myndir Stjarnan er komin áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 12:59 Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Stjarnan komst áfram í Poznan | Myndir Stjarnan er komin áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 12:59