Rúnar Páll: Maður er gráti næst af gleði Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. ágúst 2014 19:35 Rúnar Páll fagnar í Poznan í kvöld með Garðari Jóhannssyni. vísir/Adam Jastrzebowski „Við erum alveg hriklega ánægðir og stoltir og maður er bara gráti næst af gleði yfir þessu,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunar, við Vísi í kvöld, en hans menn gerðu sér lítið fyrir og komust áfram í umspil Evrópudeildarinnar í kvöld með markalausu jafntefli í Poznan. „Þeir skora ekki á okkur mark í tveimur leikjum. Þetta er alveg ótrúlegt. Við munum aldrei upplifa stemningu eins og var á vellinum í dag aftur. Það var magnað að standast þessa raun,“ sagði Rúnar Páll. Stjarnan lagði eðlilega upp með sterkan varnarleik í kvöld sem virkaði heldur betur og þá var Ingvar Jónsson magnaður í markinu. „Það gekk allt upp í leiknum. Við þurftum líka þannig leik til að komast áfram. Framherjinn okkar var bara fyrir aftan miðlínu og við ýttum þeim út á kantana. Þaðan komu fyrirgjafir sem strákarnir skölluðu frá eða Ingvar greip,“ sagði Rúnar Páll sem hrósaði markverðinum sérstaklega. „Ingvar hélt okkur inn í leiknum fyrstu fimm til tíu mínúturnar. Hann varði alveg ótrúlega. Það var alveg ótrúlega mikilvægt að fá ekki á sig mark í byrjun og hann kom í veg fyrir það. En síðan voru þetta einu alvöru færin þeirra. Við fengum eiginlega besta færið þegar Heiðar Ægisson komst einn í gegn.“ Rúnar Páll var í sjöunda himni þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. Hann átti varla til orð til að lýsa hversu glaður hann var. „Við erum bara í skýjunum. Við ætlum að njóta þessarar stundar, sem er svo stór fyrir Stjörnuna og fótboltann, í botn. Við erum núna búnir að fara í gegnum þrjár hindranir, hver erfiðari en sú næsta, og vinnum Lech Poznan sem er stórlið. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Stjarnan komst áfram í Poznan | Myndir Stjarnan er komin áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 12:59 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira
„Við erum alveg hriklega ánægðir og stoltir og maður er bara gráti næst af gleði yfir þessu,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunar, við Vísi í kvöld, en hans menn gerðu sér lítið fyrir og komust áfram í umspil Evrópudeildarinnar í kvöld með markalausu jafntefli í Poznan. „Þeir skora ekki á okkur mark í tveimur leikjum. Þetta er alveg ótrúlegt. Við munum aldrei upplifa stemningu eins og var á vellinum í dag aftur. Það var magnað að standast þessa raun,“ sagði Rúnar Páll. Stjarnan lagði eðlilega upp með sterkan varnarleik í kvöld sem virkaði heldur betur og þá var Ingvar Jónsson magnaður í markinu. „Það gekk allt upp í leiknum. Við þurftum líka þannig leik til að komast áfram. Framherjinn okkar var bara fyrir aftan miðlínu og við ýttum þeim út á kantana. Þaðan komu fyrirgjafir sem strákarnir skölluðu frá eða Ingvar greip,“ sagði Rúnar Páll sem hrósaði markverðinum sérstaklega. „Ingvar hélt okkur inn í leiknum fyrstu fimm til tíu mínúturnar. Hann varði alveg ótrúlega. Það var alveg ótrúlega mikilvægt að fá ekki á sig mark í byrjun og hann kom í veg fyrir það. En síðan voru þetta einu alvöru færin þeirra. Við fengum eiginlega besta færið þegar Heiðar Ægisson komst einn í gegn.“ Rúnar Páll var í sjöunda himni þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. Hann átti varla til orð til að lýsa hversu glaður hann var. „Við erum bara í skýjunum. Við ætlum að njóta þessarar stundar, sem er svo stór fyrir Stjörnuna og fótboltann, í botn. Við erum núna búnir að fara í gegnum þrjár hindranir, hver erfiðari en sú næsta, og vinnum Lech Poznan sem er stórlið. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Stjarnan komst áfram í Poznan | Myndir Stjarnan er komin áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 12:59 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira
Stjarnan komst áfram í Poznan | Myndir Stjarnan er komin áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 12:59