Ungt lið Liverpool vann í kvöld 1-0 sigur á Shrewsbury og tryggði liðinu þar af leiðandi sæti í 16-liða úrslitum enska bikarsins.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gaf eins og kunnugt er öllum aðalliðsleikmönnum Liverpool frí í kvöld sem og sjálfum sér þannig að það var ungt lið Liverpool sem mætti til leiks í kvöld.
Fyrsta og eina mark leiksins var sjálfsmark Ro-Shaun Williams, varnarmanns Shrewsbury, er stundarfjórðungur var eftir og lokatölur 1-0 sigur Liverpool.
Það var ljóst að þetta var risa stór stund fyrir ungu drengina sem og þjálfarateymið. Þeir fögnuðu vel og innilega eftir leikinn með stuðningsmönnunum sem fylltu völlinn í kvöld.
Great scenes in front of the Kop #LFCpic.twitter.com/Llz0xY1xfo
— James Pearce (@JamesPearceLFC) February 4, 2020
Liverpool players celebrate the win in front of the Kop #LIVSHR#FACuppic.twitter.com/jPtDqpGLJt
— James Nalton (@JDNalton) February 4, 2020