Erlent

Tals­­maður Pútíns á sjúkra­hús vegna kórónu­veiru­smits

Atli Ísleifsson skrifar
Dmitri Peskov og Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Dmitri Peskov og Vladimír Pútín Rússlandsforseti. Getty

Dmitry Peskov, fjölmiðlafulltrúi Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, hefur greinst með kórónuveiruna.

Interfax segir frá því að Peskov njóti nú aðhlynningar á sjúkrahúsi vegna veikindanna.

Hinn 52 ára Peskov hefur verið fjölmiðlafulltrúi Pútíns frá árinu 2012.

Skráð kórónuveirusmit í Rússlandi eru nú um 232 þúsund og hafa rúmlega 2.100 dauðsföll verið rakin til Covid-19.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×