Erlent

Vél­hundurinn Depill heldur uppi röð og reglu í Singa­púr á veiru­tímum

Atli Ísleifsson skrifar
Vélhundurinn Depill að störfum í Singapúr.
Vélhundurinn Depill að störfum í Singapúr. EPA

Yfirvöld í Singapúr hafa gert út ferfætlinga til að tryggja það að fólk haldi fjarlægð sín á milli í almenningsgarði þar í landi.

Erlendir fjölmiðlar hafa síðustu daga sagt frá „vélhundinum“ Spot, sem þýða mætti sem Depill á íslensku, sem fer nú um í Bishan-Ang Mo Kio, einum af stærstu almenningsgörðum ríkisins, þar sem hann sendir út skilaboð til gesta og gangandi.

Depill fer um garðinn og endurtekur í sífellu skilaboð þar sem hann minnir fólk á að fara eftir tilmælum sem ætluð eru til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.

Depill er sömuleiðis búinn myndavélum sem nýtist við að áætla fjölda gesta í garðinum. Hann verður til reynslu í tvær vikur þar sem hann mun fara um þriggja kílómetra leið í garðinum og þá í fylgd starfsmann garðsins. Verði reynslan góð er ekki útilokað fleiri vélhundar verði gerðir út af örkinni og þá í öðrum almenningsgörðum í landinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.