Enski boltinn

Eitt lið sagt hafa lagt það til að klára ensku úrvalsdeildina í Kína

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp og aðrir stjórar ensku úrvalsdeildarinnar gera eflaust lítið annað en að brosa af þessum fréttum.
Jürgen Klopp og aðrir stjórar ensku úrvalsdeildarinnar gera eflaust lítið annað en að brosa af þessum fréttum. Getty/Etsuo Hara

Enska úrvalsdeildin ætlar að gera allt til þess að klára 2019-20 tímabilið og sumar hugmyndir eru vissulega mun öfgakenndari en aðrar.

Það hafa komið fram hugmyndir um að spila alla leikina á fáum völlum á miðju Englandi og halda liðunum í eins konar sóttkví á meðan síðustu níu umferðirnar eru kláraðar.

Sú hugmynd er vissulega út fyrir kassann en kemst þó hvergi nálægt þeirri sem eitt liða ensku úrvalsdeildarinnar er sagt hafa lagt fram á fundi félaganna.

Samkvæmt heimildum the Athletic vildu átján af tuttugu félögum klára ensku úrvalsdeildina þegar liðin funduð saman á dögunum.

Belgar ákváðu að flauta sína deild af í gær og ensku úrvalsdeildarliðin hittast á fjarfundi í dag þar sem farið verður yfir stöðuna. Búist er við því að leikjum verði frestað lengra inn á sumarið en ekki taldar miklar líkur á að deildin verði flautuð af.

Enska úrvalsdeildin tapar 762 milljónum punda í glötuðum sjónvarpstekjum fari ekki síðustu 92 leikirnir fram.

Þetta eru miklir peningar fyrir félögin og þau munu því gera allt til þess að klára þetta. Eitt félag sá fyrir sér eina lausnina vera að fara með öll liðin tuttugu til Kína og klára alla leikina þar.

Það er eitt að spila ensku úrvalsdeildina í öðru landi hvað þá að fara með alla leikmenn, þjálfara, starfsmenn og fjölmiðlafólk hinum megin á hnöttinn.

Kínverjar virðast aftur á móti vera búnir að ná tökum á útbreiðslu kórónuveirunnar á meðan hún fer stigvaxandi í Englandi. Þess vegna væri kannski auðveldara að koma leikjunum á þar en þá á eftir að ræða það að flytja allan mannskapinn alla þessa leið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.