Fengu sundið aftur hálfum mánuði fyrr en Íslendingar Kristján Már Unnarsson skrifar 7. maí 2020 22:00 Fjöldi sundlaugargesta í Nuuk takmarkast nú við 100 manns. Allt að 50 konur og 50 karlar mega vera samtímis í sundhöllinni, samkvæmt ákvörðun sóttvarnaryfirvalda. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Grænlendingum hefur á ný verið leyft að komast í sund, en grænlensk sóttvarnaryfirvöld eru hálfum mánuði á undan þeim íslensku að opna sundlaugar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Grænlendingum hefur gengið betur en flestum öðrum þjóðum að útrýma kórónuveirunni úr samfélaginu en mánuður er nú liðinn frá því upplýst var að öllum þeim ellefu einstaklingum, sem greinst höfðu með veiruna þar í landi, væri batnað. Síðan hefur ekkert nýtt smit greinst og er þetta næsta nágrannaland Íslands núna búið að vera smitlaust í sex vikur. Sundhöllin í Nuuk var tekin í notkun árið 2003 og þykir hið veglegasta mannvirki. Um fimmtíu þúsund gestir sækja laugina árlega.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Samskiptatakmörkunum hefur síðan verið aflétt í áföngum. Þannig hófst kennsla í skólum og leikskólum á ný þann 20. apríl, rakarastofur, veitingahús og barir fóru í gang 25. apríl, en með hömlum á gestafjölda. Síðastliðinn mánudag var svo leyft að opna íþróttamiðstöðvar og líkamsræktarstöðvar og þar með sundhöllina glæsilegu í Nuuk. Þó mega ekki vera fleiri en hundrað manns samtímis í sundi, 50 konur og 50 karlar, samkvæmt tilkynningu bæjaryfirvalda. Heitu pottarnir eru vinsælir í Nuuk, rétt eins og í sundlaugum á Íslandi. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Grænlensk sóttvarnaryfirvöld eru þannig hálfum mánuði á undan þeim íslensku að leyfa íbúum að fara í sund, það er að segja ef þau áform standast að íslensku laugarnar fáist opnaðar 18. maí. Grænlendingar viðhalda þó áfram takmörkunum á komum útlendinga til landsins að minnsta kosti út maímánuð. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þætti Stöðvar 2 um mannlíf í Nuuk fyrir þremur árum var einnig fjallað um sundhöllina. Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Tengdar fréttir Öllum batnað og engin ný smit greind á Grænlandi Landlæknir Grænlands skýrði frá því á upplýsingafundi í Nuuk í gær að allir þeir ellefu einstaklingar, sem greinst höfðu með kórónuveiruna þar í landi, teldust núna hafa náð bata. Þá hefðu engin ný smit greinst í landinu. 9. apríl 2020 08:04 Göturóstur í Nuuk eftir að opnað var á sölu áfengis Grænlensk stjórnvöld afnámu í gær áfengissölubannið sem sett var á í Nuuk og nágrannabyggðum í lok marsmánaðar en það hafði þá staðið í átján daga. 16. apríl 2020 21:37 Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Grænlendingum hefur á ný verið leyft að komast í sund, en grænlensk sóttvarnaryfirvöld eru hálfum mánuði á undan þeim íslensku að opna sundlaugar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Grænlendingum hefur gengið betur en flestum öðrum þjóðum að útrýma kórónuveirunni úr samfélaginu en mánuður er nú liðinn frá því upplýst var að öllum þeim ellefu einstaklingum, sem greinst höfðu með veiruna þar í landi, væri batnað. Síðan hefur ekkert nýtt smit greinst og er þetta næsta nágrannaland Íslands núna búið að vera smitlaust í sex vikur. Sundhöllin í Nuuk var tekin í notkun árið 2003 og þykir hið veglegasta mannvirki. Um fimmtíu þúsund gestir sækja laugina árlega.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Samskiptatakmörkunum hefur síðan verið aflétt í áföngum. Þannig hófst kennsla í skólum og leikskólum á ný þann 20. apríl, rakarastofur, veitingahús og barir fóru í gang 25. apríl, en með hömlum á gestafjölda. Síðastliðinn mánudag var svo leyft að opna íþróttamiðstöðvar og líkamsræktarstöðvar og þar með sundhöllina glæsilegu í Nuuk. Þó mega ekki vera fleiri en hundrað manns samtímis í sundi, 50 konur og 50 karlar, samkvæmt tilkynningu bæjaryfirvalda. Heitu pottarnir eru vinsælir í Nuuk, rétt eins og í sundlaugum á Íslandi. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Grænlensk sóttvarnaryfirvöld eru þannig hálfum mánuði á undan þeim íslensku að leyfa íbúum að fara í sund, það er að segja ef þau áform standast að íslensku laugarnar fáist opnaðar 18. maí. Grænlendingar viðhalda þó áfram takmörkunum á komum útlendinga til landsins að minnsta kosti út maímánuð. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þætti Stöðvar 2 um mannlíf í Nuuk fyrir þremur árum var einnig fjallað um sundhöllina.
Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Tengdar fréttir Öllum batnað og engin ný smit greind á Grænlandi Landlæknir Grænlands skýrði frá því á upplýsingafundi í Nuuk í gær að allir þeir ellefu einstaklingar, sem greinst höfðu með kórónuveiruna þar í landi, teldust núna hafa náð bata. Þá hefðu engin ný smit greinst í landinu. 9. apríl 2020 08:04 Göturóstur í Nuuk eftir að opnað var á sölu áfengis Grænlensk stjórnvöld afnámu í gær áfengissölubannið sem sett var á í Nuuk og nágrannabyggðum í lok marsmánaðar en það hafði þá staðið í átján daga. 16. apríl 2020 21:37 Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Öllum batnað og engin ný smit greind á Grænlandi Landlæknir Grænlands skýrði frá því á upplýsingafundi í Nuuk í gær að allir þeir ellefu einstaklingar, sem greinst höfðu með kórónuveiruna þar í landi, teldust núna hafa náð bata. Þá hefðu engin ný smit greinst í landinu. 9. apríl 2020 08:04
Göturóstur í Nuuk eftir að opnað var á sölu áfengis Grænlensk stjórnvöld afnámu í gær áfengissölubannið sem sett var á í Nuuk og nágrannabyggðum í lok marsmánaðar en það hafði þá staðið í átján daga. 16. apríl 2020 21:37
Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05