Göturóstur í Nuuk eftir að opnað var á sölu áfengis Kristján Már Unnarsson skrifar 16. apríl 2020 21:37 Frá Nuuk, höfuðstað Grænlands. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Grænlensk stjórnvöld afnámu í gær áfengissölubannið sem sett var á í Nuuk og nágrannabyggðum í lok marsmánaðar en bannið stóð í átján daga. Góður árangur Grænlendinga í baráttunni gegn kórónufaraldrinum er þannig að skila sér í enn frekari tilslökunum. Mikla athygli vakti þegar landlæknir Grænlands skýrði frá því þann 8. apríl síðastliðinn að öllum þeim ellefu einstaklingum, sem greinst höfðu með covid 19, væri batnað og að engin ný smit hefðu greinst í landinu. Í dag gat svo landlæknir greint frá tólfta smitlausa deginum í röð. Síðasta smitið á Grænlandi greindist þann 4. apríl en alls hafa 1.019 manns verið skimaðir þar fyrir veirunni. Við verslunarmiðstöð í Nuuk. Fólkið á myndinni var að bjóða margskyns varning til sölu þegar myndin var tekin í janúar 2017.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Lögreglan í Nuuk ákvað í varúðarskyni að vera með aukamannskap á vakt þegar opnað var á sölu áfengis á ný klukkan 10 í gærmorgun. Vandræðin byrjuðu raunar strax um morguninn við matvöruverslanir sem selja áfengi því fólk stóð allt of þétt í biðröðunum og virti ekki reglur um lágmarks aðskilnað, að því er fréttamiðillinn Sermitsiaq hefur eftir lögregluvarðstjóra. „Ofbeldi, skemmdarverk og göturóstur,“ segir í fréttinni en alls skráði lögreglan sextíu atvik í gær, þar af 47 tengd áfengisneyslu, sem þykir ansi mikið í miðri viku í 18 þúsund manna bæ. Þess utan þurfti lögreglan að sinna nokkrum útköllum á heimili. Sem dæmi nefnir lögregluvarðstjórinn að kona hafi verið handtekin fyrir skemmdarverk eftir að hún braut nokkrar rúður. Síðan hafi hún bitið lögreglumann í handlegginn, sem þýðir að hún verði einnig kærð fyrir brot gegn valdsstjórninni fyrir að ráðast á lögreglumann að störfum. Á Grænlandi er áfengi selt í matvöruverslunum, eins og sjá mátti í þætti Stöðvar 2 frá Nuuk í janúar 2017: Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öllum batnað og engin ný smit greind á Grænlandi Landlæknir Grænlands skýrði frá því á upplýsingafundi í Nuuk í gær að allir þeir ellefu einstaklingar, sem greinst höfðu með kórónuveiruna þar í landi, teldust núna hafa náð bata. Þá hefðu engin ný smit greinst í landinu. 9. apríl 2020 08:04 Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, sem tók gildi kl. 20 á laugardagskvöldi. 29. mars 2020 07:44 Stækka neyðarathvarf í Nuuk vegna aukins heimilisofbeldis Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi. 30. mars 2020 10:05 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Grænlensk stjórnvöld afnámu í gær áfengissölubannið sem sett var á í Nuuk og nágrannabyggðum í lok marsmánaðar en bannið stóð í átján daga. Góður árangur Grænlendinga í baráttunni gegn kórónufaraldrinum er þannig að skila sér í enn frekari tilslökunum. Mikla athygli vakti þegar landlæknir Grænlands skýrði frá því þann 8. apríl síðastliðinn að öllum þeim ellefu einstaklingum, sem greinst höfðu með covid 19, væri batnað og að engin ný smit hefðu greinst í landinu. Í dag gat svo landlæknir greint frá tólfta smitlausa deginum í röð. Síðasta smitið á Grænlandi greindist þann 4. apríl en alls hafa 1.019 manns verið skimaðir þar fyrir veirunni. Við verslunarmiðstöð í Nuuk. Fólkið á myndinni var að bjóða margskyns varning til sölu þegar myndin var tekin í janúar 2017.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Lögreglan í Nuuk ákvað í varúðarskyni að vera með aukamannskap á vakt þegar opnað var á sölu áfengis á ný klukkan 10 í gærmorgun. Vandræðin byrjuðu raunar strax um morguninn við matvöruverslanir sem selja áfengi því fólk stóð allt of þétt í biðröðunum og virti ekki reglur um lágmarks aðskilnað, að því er fréttamiðillinn Sermitsiaq hefur eftir lögregluvarðstjóra. „Ofbeldi, skemmdarverk og göturóstur,“ segir í fréttinni en alls skráði lögreglan sextíu atvik í gær, þar af 47 tengd áfengisneyslu, sem þykir ansi mikið í miðri viku í 18 þúsund manna bæ. Þess utan þurfti lögreglan að sinna nokkrum útköllum á heimili. Sem dæmi nefnir lögregluvarðstjórinn að kona hafi verið handtekin fyrir skemmdarverk eftir að hún braut nokkrar rúður. Síðan hafi hún bitið lögreglumann í handlegginn, sem þýðir að hún verði einnig kærð fyrir brot gegn valdsstjórninni fyrir að ráðast á lögreglumann að störfum. Á Grænlandi er áfengi selt í matvöruverslunum, eins og sjá mátti í þætti Stöðvar 2 frá Nuuk í janúar 2017:
Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öllum batnað og engin ný smit greind á Grænlandi Landlæknir Grænlands skýrði frá því á upplýsingafundi í Nuuk í gær að allir þeir ellefu einstaklingar, sem greinst höfðu með kórónuveiruna þar í landi, teldust núna hafa náð bata. Þá hefðu engin ný smit greinst í landinu. 9. apríl 2020 08:04 Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, sem tók gildi kl. 20 á laugardagskvöldi. 29. mars 2020 07:44 Stækka neyðarathvarf í Nuuk vegna aukins heimilisofbeldis Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi. 30. mars 2020 10:05 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Öllum batnað og engin ný smit greind á Grænlandi Landlæknir Grænlands skýrði frá því á upplýsingafundi í Nuuk í gær að allir þeir ellefu einstaklingar, sem greinst höfðu með kórónuveiruna þar í landi, teldust núna hafa náð bata. Þá hefðu engin ný smit greinst í landinu. 9. apríl 2020 08:04
Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, sem tók gildi kl. 20 á laugardagskvöldi. 29. mars 2020 07:44
Stækka neyðarathvarf í Nuuk vegna aukins heimilisofbeldis Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi. 30. mars 2020 10:05