Væri hálfviti ef að ég efaðist núna Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2020 07:00 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. vísir/getty Jürgen Klopp segir ljóst að leikmenn Liverpool verði að sýna mun betri frammistöðu gegn Chelsea í kvöld en í 3-0 tapinu gegn Watford um helgina en að hann hafi ekki verið með neinn reiðilestur á fundi eftir tapið. Liverpool hefur átt sögulega gott tímabil í ensku úrvalsdeildinni en tapaði sínum fyrsta leik þar þegar liðið mætti Watford. Liðið tapaði einnig fyrri leik sínum við Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu, og á erfiðan leik fyrir höndum gegn Chelsea í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í kvöld. Hann segist ekki hafa neina ástæðu til að tapa einhverri trú á sínu liði eftir tapið á laugardag: „Ég efast ekki hið minnsta um karakter strákanna og þá væri ég líka algjör hálfviti því þeir hafa unnið sér inn fyrir mínu trausti, minni trú, og missa hana ekki með einum slæmum leik,“ sagði Klopp í gær. „Það getur alveg gerst að ég reiðist en ég var ekki reiður við leikmennina á þessum fundi [á æfingasvæði Liverpool á sunnudag]. Ef ég hefði farið á þennan fund og öskrað á þá eins og þeir hefðu tapað síðsutu tíu leikjum vegna slæms hugarfars þá væri það mjög furðulegt. Ég er ekki að reyna að láta mér líða betur eftir þessa fundi. Ég vil bara að strákarnir fái réttar upplýsingar,“ sagði Klopp, og benti á hve óvenjulegri stöðu Liverpool væri í í ensku úrvalsdeildinni. „Aðstæðurnar sem við erum í eru mjög sérstakar. Hver getur ráðlagt okkur? Get ég sagt að svona verðum við að gera hlutina vegna þess að ég hafi verið í þessari stöðu 20 sinnum áður og þá hafi þessi aðferð alltaf virkað? Nei. Ég hef aldrei verið í svona stöðu. Við fórum í gegnum ótrúlega langa hrinu leikja með mögnuðum frammistöðum, stórkostlegum fótbolta, glæsilegum mörkum og frábærum árangri fram að þessum tímapunkti,“ sagði Klopp. Leikur Chelsea og Liverpool hefst kl. 19.45 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Tengdar fréttir Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45 Ótrúlegt gengi Liverpool á enda Liverpool tapaði einkar óvænt 3-0 gegn Watford á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Var það fyrsta tap liðsins í úrvalsdeildinni á tímabilinu en alls hafði liðið farið 44 leiki án þess að tapa leik. Það er áður en það mætti á Vicarage Road, heimavöll Watford í gærkvöld. 1. mars 2020 10:45 „Þeir gerðu það sem þeir vildu“ Það var ekki bjart yfir Jürgen Norbert Klopp, þjálfara Liverpool, eða Virgil van Dijk, helsta varnarmanni þeirra, eftir 3-0 afhroð liðsins gegn Watford í gærkvöld. Var það fyrsta tap Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en hins vegar annað tap þeirra á aðeins 11 dögum. 1. mars 2020 09:00 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira
Jürgen Klopp segir ljóst að leikmenn Liverpool verði að sýna mun betri frammistöðu gegn Chelsea í kvöld en í 3-0 tapinu gegn Watford um helgina en að hann hafi ekki verið með neinn reiðilestur á fundi eftir tapið. Liverpool hefur átt sögulega gott tímabil í ensku úrvalsdeildinni en tapaði sínum fyrsta leik þar þegar liðið mætti Watford. Liðið tapaði einnig fyrri leik sínum við Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu, og á erfiðan leik fyrir höndum gegn Chelsea í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í kvöld. Hann segist ekki hafa neina ástæðu til að tapa einhverri trú á sínu liði eftir tapið á laugardag: „Ég efast ekki hið minnsta um karakter strákanna og þá væri ég líka algjör hálfviti því þeir hafa unnið sér inn fyrir mínu trausti, minni trú, og missa hana ekki með einum slæmum leik,“ sagði Klopp í gær. „Það getur alveg gerst að ég reiðist en ég var ekki reiður við leikmennina á þessum fundi [á æfingasvæði Liverpool á sunnudag]. Ef ég hefði farið á þennan fund og öskrað á þá eins og þeir hefðu tapað síðsutu tíu leikjum vegna slæms hugarfars þá væri það mjög furðulegt. Ég er ekki að reyna að láta mér líða betur eftir þessa fundi. Ég vil bara að strákarnir fái réttar upplýsingar,“ sagði Klopp, og benti á hve óvenjulegri stöðu Liverpool væri í í ensku úrvalsdeildinni. „Aðstæðurnar sem við erum í eru mjög sérstakar. Hver getur ráðlagt okkur? Get ég sagt að svona verðum við að gera hlutina vegna þess að ég hafi verið í þessari stöðu 20 sinnum áður og þá hafi þessi aðferð alltaf virkað? Nei. Ég hef aldrei verið í svona stöðu. Við fórum í gegnum ótrúlega langa hrinu leikja með mögnuðum frammistöðum, stórkostlegum fótbolta, glæsilegum mörkum og frábærum árangri fram að þessum tímapunkti,“ sagði Klopp. Leikur Chelsea og Liverpool hefst kl. 19.45 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Tengdar fréttir Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45 Ótrúlegt gengi Liverpool á enda Liverpool tapaði einkar óvænt 3-0 gegn Watford á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Var það fyrsta tap liðsins í úrvalsdeildinni á tímabilinu en alls hafði liðið farið 44 leiki án þess að tapa leik. Það er áður en það mætti á Vicarage Road, heimavöll Watford í gærkvöld. 1. mars 2020 10:45 „Þeir gerðu það sem þeir vildu“ Það var ekki bjart yfir Jürgen Norbert Klopp, þjálfara Liverpool, eða Virgil van Dijk, helsta varnarmanni þeirra, eftir 3-0 afhroð liðsins gegn Watford í gærkvöld. Var það fyrsta tap Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en hins vegar annað tap þeirra á aðeins 11 dögum. 1. mars 2020 09:00 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira
Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45
Ótrúlegt gengi Liverpool á enda Liverpool tapaði einkar óvænt 3-0 gegn Watford á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Var það fyrsta tap liðsins í úrvalsdeildinni á tímabilinu en alls hafði liðið farið 44 leiki án þess að tapa leik. Það er áður en það mætti á Vicarage Road, heimavöll Watford í gærkvöld. 1. mars 2020 10:45
„Þeir gerðu það sem þeir vildu“ Það var ekki bjart yfir Jürgen Norbert Klopp, þjálfara Liverpool, eða Virgil van Dijk, helsta varnarmanni þeirra, eftir 3-0 afhroð liðsins gegn Watford í gærkvöld. Var það fyrsta tap Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en hins vegar annað tap þeirra á aðeins 11 dögum. 1. mars 2020 09:00