„Þeir gerðu það sem þeir vildu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2020 09:00 Klopp var ekki sá hressasti í leikslok. Vísir/Getty Það var ekki bjart yfir Jürgen Norbert Klopp, þjálfara Liverpool, eða Virgil van Dijk, helsta varnarmanni þeirra, eftir 3-0 afhroð liðsins gegn Watford í gærkvöld. Var það fyrsta tap Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en hins vegar annað tap þeirra á aðeins 11 dögum. DO NOT SCRATCH YOUR EYES! #WATLIVpic.twitter.com/1yWpGDEejM— Watford Football Club (@WatfordFC) February 29, 2020 „Þeir gerðu það sem þeir vildu, við gerðum það ekki. Þannig virkar fótbolti,“ sagði Klopp í viðtali við BBC eftir leikinn. „Maður verður að sætta sig við það, það er ekki auðvelt en við vorum ekki nægilega góðir í kvöld,“ sagði Klopp jafnframt um tapið. „Ef þú vinnur, gott. Ef þú tapar, reyndu að gera það eins og maður,“ sagði Þjóðverjinn síkáti að lokum.Van Dijk dró fram klisjubókina Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool vildi reyna horfa á einn leik í einu. „Ég verð að hrósa Watford, þeir spiluðu mjög vel og skoruðu þrjú mörk, það er raunveruleikinn. Við gátum ekki brotið þá á bak aftur. Þetta var erfitt og við verðum að gera betur.“ „Við leyfum fjölmiðlum að tala um einhver met, við viljum bara vinna hvern einasta leik,“ sagði Van Dijk og átti þar við met Arsenal liðsins frá tímabilinu 2003/2004 þegar liðið tapaði ekki einum einasta leik. Alls fór liðið 49 leiki án þess að tapa í ensku úrvalsdeildinni, Liverpool var komið upp í 44. „Við þurfum að einbeita okkur að næsta leik og reyna að vinna hann. Við verðum að vera auðmjúkir og leggja meira á okkur í næsta leik,“ sagði hollenska varnartröllið að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45 Pearson: Þetta er bara einn sigurleikur Nigel Pearson, þjálfari Watford, var eðlilega í skýjunum með 3-0 sigur sinna manna á Evrópumeisturum Liverpool fyrr í kvöld. Hann fór sparlega í yfirlýsingarnar að leik loknum. 29. febrúar 2020 20:30 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira
Það var ekki bjart yfir Jürgen Norbert Klopp, þjálfara Liverpool, eða Virgil van Dijk, helsta varnarmanni þeirra, eftir 3-0 afhroð liðsins gegn Watford í gærkvöld. Var það fyrsta tap Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en hins vegar annað tap þeirra á aðeins 11 dögum. DO NOT SCRATCH YOUR EYES! #WATLIVpic.twitter.com/1yWpGDEejM— Watford Football Club (@WatfordFC) February 29, 2020 „Þeir gerðu það sem þeir vildu, við gerðum það ekki. Þannig virkar fótbolti,“ sagði Klopp í viðtali við BBC eftir leikinn. „Maður verður að sætta sig við það, það er ekki auðvelt en við vorum ekki nægilega góðir í kvöld,“ sagði Klopp jafnframt um tapið. „Ef þú vinnur, gott. Ef þú tapar, reyndu að gera það eins og maður,“ sagði Þjóðverjinn síkáti að lokum.Van Dijk dró fram klisjubókina Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool vildi reyna horfa á einn leik í einu. „Ég verð að hrósa Watford, þeir spiluðu mjög vel og skoruðu þrjú mörk, það er raunveruleikinn. Við gátum ekki brotið þá á bak aftur. Þetta var erfitt og við verðum að gera betur.“ „Við leyfum fjölmiðlum að tala um einhver met, við viljum bara vinna hvern einasta leik,“ sagði Van Dijk og átti þar við met Arsenal liðsins frá tímabilinu 2003/2004 þegar liðið tapaði ekki einum einasta leik. Alls fór liðið 49 leiki án þess að tapa í ensku úrvalsdeildinni, Liverpool var komið upp í 44. „Við þurfum að einbeita okkur að næsta leik og reyna að vinna hann. Við verðum að vera auðmjúkir og leggja meira á okkur í næsta leik,“ sagði hollenska varnartröllið að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45 Pearson: Þetta er bara einn sigurleikur Nigel Pearson, þjálfari Watford, var eðlilega í skýjunum með 3-0 sigur sinna manna á Evrópumeisturum Liverpool fyrr í kvöld. Hann fór sparlega í yfirlýsingarnar að leik loknum. 29. febrúar 2020 20:30 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira
Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45
Pearson: Þetta er bara einn sigurleikur Nigel Pearson, þjálfari Watford, var eðlilega í skýjunum með 3-0 sigur sinna manna á Evrópumeisturum Liverpool fyrr í kvöld. Hann fór sparlega í yfirlýsingarnar að leik loknum. 29. febrúar 2020 20:30