Enski boltinn

Ótrúlegt gengi Liverpool á enda

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Watford fagna einu marka sinna í gær á meðan Van Dijk og Alisson skilja hvorki upp né niður.
Watford fagna einu marka sinna í gær á meðan Van Dijk og Alisson skilja hvorki upp né niður. Vísir/Getty

Liverpool tapaði einkar óvænt 3-0 gegn Watford á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Var það fyrsta tap liðsins í úrvalsdeildinni á tímabilinu en alls hafði liðið farið 44 leiki án þess að tapa leik. Það er áður en það mætti á Vicarage Road, heimavöll Watford í gær. 

Hér að neðan má sjá áhugaverða tölfræði varðandi tap Liverpool í gær. Þá er vert að taka fram að liðið hefur nú tapað tveimur leikjum á 11 dögum en liðið tapaði 1-0 fyrir Atletico Madrid í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Síðari leikur liðanna fer fram á Anfield þann 11. mars.

  • Tapið í gær var fyrsta tap Liverpool í ensku úrvalsdeildinni siðan þann 3. janúar 2019. Þá tapaði liðið 2-1 gegn Manchester City í leik sem á endanum skar úr um að Man City varð enskur meistari. Var það eina tap Liverpool á síðustu leiktíð.
  • Aðeins Arsenal hefur farið í gegnum fleiri leiki án þess að tapa heldur en núverandi Liverpool lið.
  • Alls fór Arsenal 49 leiki án þess að tapa leik, þar af allt tímabilið 2003/2004.
  • Tapið gegn Watford er stærsta tap toppliðs ensku úrvalsdeildarinnar síðan Manchester City tapaði 4-1 fyrir Liverpool í nóvember 2015.
  • Leikurinn í gær var stærsti sigur liðs í fallsæti gegn liðinu í toppsætinu síðan Leicester City lagði Manchester United af velli með þremur mörkum gegn engu þann 23. nóvember 1985.
  • Liverpool hafði skorað í 36 deildarleikjum í röð áður en liðið mætti Watford í gær. Síðasta lið til að halda hreinu gegn Evrópumeisturunum var Everton í mars á síðasta ári.
  • Liverpool hefur nú fengið á sig tvö mörk eða fleiri í tveimur leikjum í röð. Það gerðist síðast í desember 2016.
  • Þá átti Liverpool aðeins eitt skot á  markið hjá Watford. Það hefur ekki gerst síðan í febrúar á síðasta ári þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Manchester United.

Tengdar fréttir

Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu

Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil.

Pearson: Þetta er bara einn sigurleikur

Nigel Pearson, þjálfari Watford, var eðlilega í skýjunum með 3-0 sigur sinna manna á Evrópumeisturum Liverpool fyrr í kvöld. Hann fór sparlega í yfirlýsingarnar að leik loknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×