Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hét því í dag að endurreisa Notre-Dame-dómkirkjuna í París á fimm árum. Franska þjóðin muni taka höndum saman um viðgerðirnar. Kirkjan sögufræga stórskemmdist í miklum eldsvoða í gær.
Í sjónvarpsávarpi sagði Macron að nú væri ekki tíminn fyrir pólitík. Það væri upp á frönsku þjóðina komið að gera sér tækifæri úr hörmungunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
„Við munum endurreisa Notre-Dame enn fegurri en áður og ég vil að því verði lokið á fimm árum, við getum gert það,“ sagði forsetinn.
Kirkjuspíra Notre-Dame hrundi í eldsvoðanum og þakið gereyðilagðist. Hundruð slökkviliðsmanna tókst hins vegar að bjarga tveimur turnum kirkjunnar og fjölmörgum ómetanlegum listaverkum var forðað úr henni.
Milljarðamæringar, fyrirtæki og sveitarstjórnir hafa þegar lofað því að styrkja endurbygginguna fjárhagslega. Notre-Dame hefur verið helsta kennileiti Parísarborgar í hundruð ára en hlutar hennar voru byggðir á 12. öld.
Rannsókn stendur nú yfir á upptökum eldsins. Hún beinist meðal annars að umfangsmiklum endurbótum á kirkjunni sem stóðu yfir.
Macron heitir því að endurreisa Notre-Dame á fimm árum

Tengdar fréttir

Notre Dame minnisvarði um menningarlíf Parísar
Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, segir Notre Dame kirkjuna minnisvarða um menningarlíf Parísar.

Fyrstu ljósmyndir innan úr Notre Dame eftir eldsvoðann
Slökkviliðsmenn hafa náð að ráða niðurlögum eldsins en þurfa nú að meta umfang skaðans.

Eldurinn í Notre Dame kviknaði í „Skóginum“
Lögregla og slökkvilið munu vinna að því næstu tvo daga að meta skemmdir á Notre Dame-dómkirkjunni og tryggja öryggi í og við kirkjuna.

Auðjöfrar heita hundruð milljónum evra til viðgerða
Fjölskylda franska auðjöfursins Bernard Arnault ætlar að veita 200 milljónum evra til viðgerða á Notre Dame dómkirkjunni í París. Áður hafði auðjöfurinn Francois Henri Pinault heitið hundrað milljónum evra til viðgerðanna.