Eldurinn í Notre Dame kviknaði í „Skóginum“ Kristín Ólafsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 16. apríl 2019 17:13 Eldurinn kviknaði síðdegis í gær. Síðustu glæðurnar voru slökktar snemma í morgun. Vísir/Getty Lögregla og slökkvilið munu vinna að því næstu tvo daga að meta skemmdir á Notre Dame-dómkirkjunni og tryggja öryggi í og við kirkjuna. Talið er að eldurinn hafi kviknaði í „Skóginum“ svokallaða, tilteknu svæði í þaki kirkjunnar. Þá virðist sem bróðurpartur ómetanlegra menningarminja hafi bjargast úr eldsvoðanum en gripirnir voru fluttir á Louvre-listasafnið og í ráðhúsið í París í dag. Bruninn í Notre Dame vakti strax heimsathygli þegar eldurinn kviknaði síðdegis í gær. Slökkt var í síðustu glæðunum um klukkan átta í morgun að íslenskum tíma.Þrjú stór göt Ljóst er að kirkjan kemur töluvert skemmd undan eldsvoðanum en mest munar líklega um spíru hennar og þak, sem urðu eldinum að bráð í gær. Hér fyrir neðan má sjá muninn á kirkjunni fyrir og eftir eldsvoðann. Næstu daga munu yfirvöld leggja áherslu á að finna bresti í burðarvirki kirkjunnar, sem gætu hafa orðið til í eldsvoðanum í gær, og tryggja þá. Þegar hafa rannsakendur borið kennsl á veika punkta í byggingunni, til að mynda í einu þverskipi kirkjunnar og í kirkjuskipinu sjálfu. Þrjú stór göt eru jafnframt í byggingunni. Eitt þar sem spíran brotnaði af, annað í þverskipinu og hið þriðja í hvelfingu þess. Þá urðu viðarbitar í þakinu eldinum að bráð og steypuhvelfing sem hélt þakinu uppi féll saman. Íbúar fimm bygginga í nágrenni Notre Dame hafa auk þess verið fluttir brott af heimilum sínum á meðan öryggi við kirkjuna er tryggt.100 metra langur og 10 metra hár „skógur“ Eldurinn sem kom upp í Notre Dame kviknaði í þaki kirkjunnar, sem var úr við og blýi, en slökkviliðsmönnum reyndist mjög erfitt að komast að eldinum í þakinu. Umræddur staður á þakinu, þar sem eldurinn kviknaði, er kallað „Skógurinn“. Fjallað er um skóginn á vef NRK en þar kemur fram að hann sé 100 metra langur og 10 metra hár. Skógurinn tekur mestu þyngdina úr þakinu sjálfu og dreifir henni út til veggja kirkjunnar. Um 13 þúsund eikartré voru notuð í byggingu hans. Þá eru 210 tonn af blýplötum í þakinu en blýið er notað til þess að gera þakið vatnsþétt og koma í veg fyrir að eldur kvikni. Blýplöturnar eru um fimm millimetrar að þykkt, negldar undir viðinn og síðan innsiglaðar. Þetta gerir þakið vatnshelt og einnig eldvarið ef eldur kviknar utan þess.Svona var umhorfs inni í kirkjunni eftir að eldurinn var slökktur í morgunsárið.Vísir/GettyEf eldurinn hins vegar kviknar inni mynda blýplöturnar nokkurs konar brennsluhólf þar sem eldurinn nær að krauma og mjög erfitt er að komast að. Auk þess er loftið svo hátt að vandasamt er að beina vatni nákvæmlega á þá staði þar sem kviknað er í. Því reyndist slökkvistarfið erfitt og tímafrekt í gær.Menningarminjar fluttar í ráðhúsið og á Louvre Franck Riester, menningarmálaráðherra Frakklands, sagði menningarminjar sem björguðust úr kirkjunni hafa verið fluttar í ráðhús Parísar, Hôtel de Ville, þar sem þeirra er gætt. Á meðal þess sem bjargaðist var þyrnikóróna sem Jesús Kristur er sagður hafa borið þegar hann var krossfestur og kyrtill sem Loðvík helgi átti. Þau listaverk sem urðu fyrir reykskemmdum voru flutt á Louvre-listasafnið þar sem þau verða hreinsuð og færð í geymslu. Munir úr Notre Dame í ráðhúsinu í París í dag.Vísir/GettyÞá virðist sem þrír sögufrægir rósagluggar í kirkjunni hafi ekki skemmst í eldsvoðanum en þeir verða þó skoðaðir nánar þegar færi gefst. Einnig lítur út fyrir að orgel kirkjunnar, sem smíðað var á fjórða áratug átjándu aldar, hafi komist heilt úr eldsvoðanum. Minjar sem skreyttu spíruna eru þó taldar hafa fuðrað upp ásamt spírunni sjálfri.Iðnaðarmennirnir yfirheyrðir Lögregla byrjaði í dag að yfirheyra iðnaðarmenn sem unnu við framkvæmdir í kirkjunni. Þá hefur saksóknari í París hafið rannsókn á málinu en embættið virðist ganga út frá því að um slys hafi verið að ræða. Rannsókin fer fram undir slíkum formerkjum, þ.e. „óviljandi eyðileggingu af völdum elds“. Julien Le Bras, yfirmaður hjá fyrirtækinu sem vann við framkvæmdirnar í kirkjunni, sagði á blaðamannafundi í dag að fyrirtæki hans hefði unnið að endurbótum á mörgum sögufrægum byggingum í Frakklandi. Engir starfsmenn fyrirtækisins hafi verið á staðnum þegar eldurinn kviknaði en þeir séu nú samvinnuþýðir lögreglu við rannsókn málsins.Umfjöllun Guardian um brunann í Notre Dame. Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Notre Dame minnisvarði um menningarlíf Parísar Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, segir Notre Dame kirkjuna minnisvarða um menningarlíf Parísar. 16. apríl 2019 12:45 Kökugerðarmeistari við Notre Dame: Franska þjóðin hjálparvana og sorgmædd en líka reið Við fylgdumst með þakinu hrynja, segir Jackie sem fannst sem hægðist á tímanum á meðan hún fylgdist með eldsvoðanum. Hún sagðist ekki hafa séð neinn slökkviliðsmann sín megin í næstum klukkutíma frá því eldurinn kviknaði. 16. apríl 2019 15:04 Af hverju voru ekki notaðar þyrlur til að slökkva eldinn í Notre Dame? Aldrei kom til greina að berjast við eldinn í Notre Dame-dómkirkjunni úr lofti, að sögn viðbragðsaðila og sérfræðinga í öryggismálum. 16. apríl 2019 11:36 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Lögregla og slökkvilið munu vinna að því næstu tvo daga að meta skemmdir á Notre Dame-dómkirkjunni og tryggja öryggi í og við kirkjuna. Talið er að eldurinn hafi kviknaði í „Skóginum“ svokallaða, tilteknu svæði í þaki kirkjunnar. Þá virðist sem bróðurpartur ómetanlegra menningarminja hafi bjargast úr eldsvoðanum en gripirnir voru fluttir á Louvre-listasafnið og í ráðhúsið í París í dag. Bruninn í Notre Dame vakti strax heimsathygli þegar eldurinn kviknaði síðdegis í gær. Slökkt var í síðustu glæðunum um klukkan átta í morgun að íslenskum tíma.Þrjú stór göt Ljóst er að kirkjan kemur töluvert skemmd undan eldsvoðanum en mest munar líklega um spíru hennar og þak, sem urðu eldinum að bráð í gær. Hér fyrir neðan má sjá muninn á kirkjunni fyrir og eftir eldsvoðann. Næstu daga munu yfirvöld leggja áherslu á að finna bresti í burðarvirki kirkjunnar, sem gætu hafa orðið til í eldsvoðanum í gær, og tryggja þá. Þegar hafa rannsakendur borið kennsl á veika punkta í byggingunni, til að mynda í einu þverskipi kirkjunnar og í kirkjuskipinu sjálfu. Þrjú stór göt eru jafnframt í byggingunni. Eitt þar sem spíran brotnaði af, annað í þverskipinu og hið þriðja í hvelfingu þess. Þá urðu viðarbitar í þakinu eldinum að bráð og steypuhvelfing sem hélt þakinu uppi féll saman. Íbúar fimm bygginga í nágrenni Notre Dame hafa auk þess verið fluttir brott af heimilum sínum á meðan öryggi við kirkjuna er tryggt.100 metra langur og 10 metra hár „skógur“ Eldurinn sem kom upp í Notre Dame kviknaði í þaki kirkjunnar, sem var úr við og blýi, en slökkviliðsmönnum reyndist mjög erfitt að komast að eldinum í þakinu. Umræddur staður á þakinu, þar sem eldurinn kviknaði, er kallað „Skógurinn“. Fjallað er um skóginn á vef NRK en þar kemur fram að hann sé 100 metra langur og 10 metra hár. Skógurinn tekur mestu þyngdina úr þakinu sjálfu og dreifir henni út til veggja kirkjunnar. Um 13 þúsund eikartré voru notuð í byggingu hans. Þá eru 210 tonn af blýplötum í þakinu en blýið er notað til þess að gera þakið vatnsþétt og koma í veg fyrir að eldur kvikni. Blýplöturnar eru um fimm millimetrar að þykkt, negldar undir viðinn og síðan innsiglaðar. Þetta gerir þakið vatnshelt og einnig eldvarið ef eldur kviknar utan þess.Svona var umhorfs inni í kirkjunni eftir að eldurinn var slökktur í morgunsárið.Vísir/GettyEf eldurinn hins vegar kviknar inni mynda blýplöturnar nokkurs konar brennsluhólf þar sem eldurinn nær að krauma og mjög erfitt er að komast að. Auk þess er loftið svo hátt að vandasamt er að beina vatni nákvæmlega á þá staði þar sem kviknað er í. Því reyndist slökkvistarfið erfitt og tímafrekt í gær.Menningarminjar fluttar í ráðhúsið og á Louvre Franck Riester, menningarmálaráðherra Frakklands, sagði menningarminjar sem björguðust úr kirkjunni hafa verið fluttar í ráðhús Parísar, Hôtel de Ville, þar sem þeirra er gætt. Á meðal þess sem bjargaðist var þyrnikóróna sem Jesús Kristur er sagður hafa borið þegar hann var krossfestur og kyrtill sem Loðvík helgi átti. Þau listaverk sem urðu fyrir reykskemmdum voru flutt á Louvre-listasafnið þar sem þau verða hreinsuð og færð í geymslu. Munir úr Notre Dame í ráðhúsinu í París í dag.Vísir/GettyÞá virðist sem þrír sögufrægir rósagluggar í kirkjunni hafi ekki skemmst í eldsvoðanum en þeir verða þó skoðaðir nánar þegar færi gefst. Einnig lítur út fyrir að orgel kirkjunnar, sem smíðað var á fjórða áratug átjándu aldar, hafi komist heilt úr eldsvoðanum. Minjar sem skreyttu spíruna eru þó taldar hafa fuðrað upp ásamt spírunni sjálfri.Iðnaðarmennirnir yfirheyrðir Lögregla byrjaði í dag að yfirheyra iðnaðarmenn sem unnu við framkvæmdir í kirkjunni. Þá hefur saksóknari í París hafið rannsókn á málinu en embættið virðist ganga út frá því að um slys hafi verið að ræða. Rannsókin fer fram undir slíkum formerkjum, þ.e. „óviljandi eyðileggingu af völdum elds“. Julien Le Bras, yfirmaður hjá fyrirtækinu sem vann við framkvæmdirnar í kirkjunni, sagði á blaðamannafundi í dag að fyrirtæki hans hefði unnið að endurbótum á mörgum sögufrægum byggingum í Frakklandi. Engir starfsmenn fyrirtækisins hafi verið á staðnum þegar eldurinn kviknaði en þeir séu nú samvinnuþýðir lögreglu við rannsókn málsins.Umfjöllun Guardian um brunann í Notre Dame.
Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Notre Dame minnisvarði um menningarlíf Parísar Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, segir Notre Dame kirkjuna minnisvarða um menningarlíf Parísar. 16. apríl 2019 12:45 Kökugerðarmeistari við Notre Dame: Franska þjóðin hjálparvana og sorgmædd en líka reið Við fylgdumst með þakinu hrynja, segir Jackie sem fannst sem hægðist á tímanum á meðan hún fylgdist með eldsvoðanum. Hún sagðist ekki hafa séð neinn slökkviliðsmann sín megin í næstum klukkutíma frá því eldurinn kviknaði. 16. apríl 2019 15:04 Af hverju voru ekki notaðar þyrlur til að slökkva eldinn í Notre Dame? Aldrei kom til greina að berjast við eldinn í Notre Dame-dómkirkjunni úr lofti, að sögn viðbragðsaðila og sérfræðinga í öryggismálum. 16. apríl 2019 11:36 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Notre Dame minnisvarði um menningarlíf Parísar Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, segir Notre Dame kirkjuna minnisvarða um menningarlíf Parísar. 16. apríl 2019 12:45
Kökugerðarmeistari við Notre Dame: Franska þjóðin hjálparvana og sorgmædd en líka reið Við fylgdumst með þakinu hrynja, segir Jackie sem fannst sem hægðist á tímanum á meðan hún fylgdist með eldsvoðanum. Hún sagðist ekki hafa séð neinn slökkviliðsmann sín megin í næstum klukkutíma frá því eldurinn kviknaði. 16. apríl 2019 15:04
Af hverju voru ekki notaðar þyrlur til að slökkva eldinn í Notre Dame? Aldrei kom til greina að berjast við eldinn í Notre Dame-dómkirkjunni úr lofti, að sögn viðbragðsaðila og sérfræðinga í öryggismálum. 16. apríl 2019 11:36