Náði nýjum samningi en þingið verður erfitt Kristinn Haukur Guðnason skrifar 18. október 2019 08:00 Johnson býður hið risavaxna verkefni að sætta þingmenn við samninginn. Nordicphotos/Getty Boris Johnson, tilkynnti í gær um nýjan útgöngusamning Breta úr Evrópusambandinu. „Við höfum frábæran nýjan samning sem færir okkur aftur völdin,“ sagði Boris Johnson á Twitter í gær. Vindurinn fór þó aðeins úr seglunum skömmu síðar þegar DUP, flokkur sambandssinna á Norður-Írlandi, gaf út yfirlýsingu um að hann styddi ekki samninginn. Johnson hefur fundað stíft með Arlene Foster, leiðtoga DUP, í vikunni. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði samning í höfn eftir ríkan vilja samningsaðila til að leita lausna. Hann hvatti leiðtogaráð Evrópusambandsins til að styðja samkomulagið. Aðalsamningamaður Evrópusambandsins, Michel Barnier, segir hinn nýja samning sanngjarna málamiðlun þar sem hagsmunir sambandsríkjanna séu varðir. Barnier bendir á að samningur Johnsons sé í stórum dráttum sá sami og Theresa May gerði fyrir ári. Bretar hafi samþykkt að standa við fjárhagslegar skuldbindingar vegna útgöngunnar úr sambandinu, sem áætlaðar hafa verið um 6.300 milljarðar króna. Ástæðan fyrir því að DUP getur ekki fellt sig við samninginn er sú að í raun verður Norður-Írland aðskilið tollasvæði frá Bretlandi, þó að orðalagið gefi annað til kynna. Norður-Írland fær í raun sérstöðu, með annan fótinn inni í Evrópusambandinu og annað skattakerfi en í Bretlandi. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir DUP hafa bæði Leo Varadkar, forseti Írlands, og höfuðandstæðingarnir í Sinn Fein fagnað samningnum. Samningurinn verður lagður fyrir breska þingið á morgun og ljóst er að mjög mjótt verður á munum, mun mjórra en í atkvæðagreiðslu um alla þrjá samninga Theresu May, forvera Johnsons. Jeremy Corbyn, leiðtogi stjórnarandstöðu Verkamannaflokksins, segir þennan nýja samning „enn verri“ en þann sem Theresa May kynnti. Verkamannaflokkurinn vill nýja þjóðaratkvæðagreiðslu til að samþykkja eða hafna útgöngusamningnum. Innan Verkamannaflokksins eru þó tæplega 20 þingmenn, úr kjördæmum sem kusu með útgöngu, sem hafa ýjað að því að kjósa með samningi sem Johnson myndi leggja fram. Þeir munu þó ekki setja pólitíska framtíð sína í hættu nema að sjá fram á að vinna. SNP, skoski þjóðarflokkurinn, leggst alfarið gegn samningnum og segir óréttlátt að Norður-Írland fái sérstaka stöðu en Skotland ekki. Landsþing flokksins var haldið nýlega í Aberdeen og þar sagðist leiðtogi flokksins, Nicola Sturgeon, ætla að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði á næsta ári. Frjálslyndir demókratar eru einnig alfarið mótfallnir samningnum, sem og smærri flokkar. Sá sem talað hefur hvað harðast gegn samningnum er Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins. „Ég myndi frekar vilja frestun og nýjar kosningar en að samþykkja þennan skelfilega Evrópusamning,“ sagði hann. Johnson þarf þó frekar að hafa áhyggjur af ERG, harðlínumönnunum í Íhaldsflokknum sem eru tæplega 30 talsins því afstaða þeirra hefur oft verið sú sama og DUP. Ríkisstjórn Johnsons tapaði enn og aftur atkvæðagreiðslum í þinginu í gær, þar sem meðal annars var skýrar kveðið á um að sækja um frekari útgöngufrest. Juncker svaraði blaðamönnum á þá leið að Evrópusambandið myndi ekki veita fresti í ljósi þessa samnings, en stjórnmálaskýrendur og heimildarmenn innan Evrópusambandsins töldu ólíklegt að Evrópusambandið myndi hafna frekari frestun, væri þess óskað. Bresk fyrirtæki hafa lýst yfir vonbrigðum með samninginn og segja hann verri en þá sem Theresa May bar á borð. Þegar fregnir bárust af samningi reis hins vegar pundið í 1,29 á móti dollar, og hefur það ekki verið hærra í fimm mánuði. Eftir yfirlýsingu DUP seig það hins vegar niður í 1,27. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Nýr Brexit-samningur í höfn Forsætisráðherra Bretlands segir að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins sé í höfn. 17. október 2019 09:47 Óvíst hvort þingið samþykki nýja samninginn Skiptar skoðanir eru um nýjan samning um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Óljóst er hvort þingið samþykki samninginn. Ef það gerist ekki þarf Boris Johnson forsætisráðherra að biðja um að útgöngu verði frestað. 17. október 2019 19:00 Úrslitadagar í Lundúnum, Brussel og Belfast Eftir að Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti að samningur væri í höfn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu varð fljótt ljóst að hann hafði aðeins náð samkomulagi við Evrópusambandið, ekki eigin bandamenn heima fyrir. 17. október 2019 21:00 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Boris Johnson, tilkynnti í gær um nýjan útgöngusamning Breta úr Evrópusambandinu. „Við höfum frábæran nýjan samning sem færir okkur aftur völdin,“ sagði Boris Johnson á Twitter í gær. Vindurinn fór þó aðeins úr seglunum skömmu síðar þegar DUP, flokkur sambandssinna á Norður-Írlandi, gaf út yfirlýsingu um að hann styddi ekki samninginn. Johnson hefur fundað stíft með Arlene Foster, leiðtoga DUP, í vikunni. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði samning í höfn eftir ríkan vilja samningsaðila til að leita lausna. Hann hvatti leiðtogaráð Evrópusambandsins til að styðja samkomulagið. Aðalsamningamaður Evrópusambandsins, Michel Barnier, segir hinn nýja samning sanngjarna málamiðlun þar sem hagsmunir sambandsríkjanna séu varðir. Barnier bendir á að samningur Johnsons sé í stórum dráttum sá sami og Theresa May gerði fyrir ári. Bretar hafi samþykkt að standa við fjárhagslegar skuldbindingar vegna útgöngunnar úr sambandinu, sem áætlaðar hafa verið um 6.300 milljarðar króna. Ástæðan fyrir því að DUP getur ekki fellt sig við samninginn er sú að í raun verður Norður-Írland aðskilið tollasvæði frá Bretlandi, þó að orðalagið gefi annað til kynna. Norður-Írland fær í raun sérstöðu, með annan fótinn inni í Evrópusambandinu og annað skattakerfi en í Bretlandi. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir DUP hafa bæði Leo Varadkar, forseti Írlands, og höfuðandstæðingarnir í Sinn Fein fagnað samningnum. Samningurinn verður lagður fyrir breska þingið á morgun og ljóst er að mjög mjótt verður á munum, mun mjórra en í atkvæðagreiðslu um alla þrjá samninga Theresu May, forvera Johnsons. Jeremy Corbyn, leiðtogi stjórnarandstöðu Verkamannaflokksins, segir þennan nýja samning „enn verri“ en þann sem Theresa May kynnti. Verkamannaflokkurinn vill nýja þjóðaratkvæðagreiðslu til að samþykkja eða hafna útgöngusamningnum. Innan Verkamannaflokksins eru þó tæplega 20 þingmenn, úr kjördæmum sem kusu með útgöngu, sem hafa ýjað að því að kjósa með samningi sem Johnson myndi leggja fram. Þeir munu þó ekki setja pólitíska framtíð sína í hættu nema að sjá fram á að vinna. SNP, skoski þjóðarflokkurinn, leggst alfarið gegn samningnum og segir óréttlátt að Norður-Írland fái sérstaka stöðu en Skotland ekki. Landsþing flokksins var haldið nýlega í Aberdeen og þar sagðist leiðtogi flokksins, Nicola Sturgeon, ætla að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði á næsta ári. Frjálslyndir demókratar eru einnig alfarið mótfallnir samningnum, sem og smærri flokkar. Sá sem talað hefur hvað harðast gegn samningnum er Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins. „Ég myndi frekar vilja frestun og nýjar kosningar en að samþykkja þennan skelfilega Evrópusamning,“ sagði hann. Johnson þarf þó frekar að hafa áhyggjur af ERG, harðlínumönnunum í Íhaldsflokknum sem eru tæplega 30 talsins því afstaða þeirra hefur oft verið sú sama og DUP. Ríkisstjórn Johnsons tapaði enn og aftur atkvæðagreiðslum í þinginu í gær, þar sem meðal annars var skýrar kveðið á um að sækja um frekari útgöngufrest. Juncker svaraði blaðamönnum á þá leið að Evrópusambandið myndi ekki veita fresti í ljósi þessa samnings, en stjórnmálaskýrendur og heimildarmenn innan Evrópusambandsins töldu ólíklegt að Evrópusambandið myndi hafna frekari frestun, væri þess óskað. Bresk fyrirtæki hafa lýst yfir vonbrigðum með samninginn og segja hann verri en þá sem Theresa May bar á borð. Þegar fregnir bárust af samningi reis hins vegar pundið í 1,29 á móti dollar, og hefur það ekki verið hærra í fimm mánuði. Eftir yfirlýsingu DUP seig það hins vegar niður í 1,27.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Nýr Brexit-samningur í höfn Forsætisráðherra Bretlands segir að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins sé í höfn. 17. október 2019 09:47 Óvíst hvort þingið samþykki nýja samninginn Skiptar skoðanir eru um nýjan samning um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Óljóst er hvort þingið samþykki samninginn. Ef það gerist ekki þarf Boris Johnson forsætisráðherra að biðja um að útgöngu verði frestað. 17. október 2019 19:00 Úrslitadagar í Lundúnum, Brussel og Belfast Eftir að Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti að samningur væri í höfn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu varð fljótt ljóst að hann hafði aðeins náð samkomulagi við Evrópusambandið, ekki eigin bandamenn heima fyrir. 17. október 2019 21:00 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Nýr Brexit-samningur í höfn Forsætisráðherra Bretlands segir að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins sé í höfn. 17. október 2019 09:47
Óvíst hvort þingið samþykki nýja samninginn Skiptar skoðanir eru um nýjan samning um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Óljóst er hvort þingið samþykki samninginn. Ef það gerist ekki þarf Boris Johnson forsætisráðherra að biðja um að útgöngu verði frestað. 17. október 2019 19:00
Úrslitadagar í Lundúnum, Brussel og Belfast Eftir að Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti að samningur væri í höfn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu varð fljótt ljóst að hann hafði aðeins náð samkomulagi við Evrópusambandið, ekki eigin bandamenn heima fyrir. 17. október 2019 21:00