Jóhannes Karl: Fannst við vera með yfirburði Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 15. júlí 2019 22:37 Jóhannes Karl var ánægður með frammistöðu Skagamanna í Grindavík. vísir/daníel þór „Þetta var náttúrulega mikill baráttuleikur. Ég er virkilega ánægður með það sem leikmennirnir voru tilbúnir að leggja á sig. Það var mikið af löngum boltum og barátta. Við vorum yfir að mínu mati í flestum leiktilfellum og ég er virkilega ánægður með það. Ég er líka ánægður með það að við sköpuðum okkur slatta af færum, sluppum aftur fyrir og hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir leik kvöldsins. ÍA voru að spila á móti vind í fyrri hálfleik og það sást að það truflaði þá stundum. Boltinn hægði oft vel á sér í vindinum og snéri einfaldlega við einu sinni. Það hentar leikstíl Skagamanna ekki endilega en þeir eru oft að treysta á langar spyrnur upp völlinn. „Við ætluðum að nýta okkur það að vera á móti vindi í fyrri hálfleik og spila boltanum aðeins betur okkar á milli. Komast aftur fyrir Grindvíkingana. Við töldum það kannski vera veikleikana hjá þeim að geta keyrt aftan fyrir þá. Það heppnaðist kannski ekki eins oft og við vildum. Það kannski snérist aðeins í seinni hálfleik og þá pressuðum við þá hærra á völlinn,“ sagði Jóhannes Karl. Hann hrósaði Herði Inga Gunnarssyni fyrir markið sem hann skoraði. „Hörður hitti hann ansi vel. Boltinn söng í netinu eins og sagt er. Geggjað að sjá svona mörk.“ Aðspuður um í hverju Jón Gísli Eyland Gíslason væri góður eftir leik ÍA og Víkings um daginn sagði Jóhannes meðal annars hvað hann væri með góðar fyrirgjafir. Jón Gísli sýndi það með frábærri fyrirgjöf í markinu hjá Herði í kvöld. „Hann er með frábæra krossa og við vitum það alveg. Við þurfum að nýta okkur það og við viljum halda áfram að nýta þessa styrkleika hjá honum. Hann gerði virkilega vel í dag.“ ÍA náði að skapa sér einhver færi í seinni hálfleik en það gekk ekki nægilega vel hjá þeim að skapa sér dauðafæri. Baráttan var hinsvegar alltaf til staðar. „Mér fannst við vera með yfirburði. Við vorum að koma okkur í hættulegar stöður í kringum vítateiginn hjá Grindvíkingunum. Við fengum færi og við hefðum kannski getað gert aðeins betur í að ógna beint á markið. Í heildina var ég virkilega sáttur við að strákarnir voru að reyna og við héldum alltaf áfram. Þetta datt ekki með okkur í dag sem hefði verið sanngjarnt miðað við seinni hálfleikinn.“ Skagamenn eru núna í 3. sæti deildarinnar eftir rúmlega hálft mótið. Þeir eru duglegir að minnast á að vera nýliðar í flestum viðtölum en það verður þó að teljast vera ansi góður árangur. „Ég er virkilega sáttur með hvernig hefur gengið hjá okkur. Við duttum í smá kafla þar sem hlutirnir voru ekki alveg eins og við vildum hafa þá. Við erum búnir að vinna vel í okkar skipulagi og við sýndum það aftur í dag að við erum erfiðir að eiga við. Við erum líka stórhættulegir fram á við, þannig að já ég er sáttur með stöðuna í deildinni. Ég er fyrst og fremst sáttur með liðið,“ sagði Jóhannes. Næsti leikur ÍA er gegn KA á útivelli. Skagamenn unnu fyrri leik liðanna, 3-1. „Það verður náttúrulega mjög erfiður leikur að spila úti á móti KA. Þó að það hafi gengið illa hjá þeim undanfarið. Við ætlum að fara og sækja stig.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍA 1-1 | Ófarir Skagamanna á móti botnliðunum halda áfram Grindavík og ÍA gerðu 1-1 jafntefli þar sem bæði mörkin komu í skemmtilegum fyrri hálfleik. 15. júlí 2019 22:15 Sjáðu fallegt mark Guðmundar Andra og hin þrjú úr leikjum kvöldsins Tólftu umferð Pepsi Max-deildar karla lauk í kvöld með tveimur leikjum. 15. júlí 2019 22:01 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
„Þetta var náttúrulega mikill baráttuleikur. Ég er virkilega ánægður með það sem leikmennirnir voru tilbúnir að leggja á sig. Það var mikið af löngum boltum og barátta. Við vorum yfir að mínu mati í flestum leiktilfellum og ég er virkilega ánægður með það. Ég er líka ánægður með það að við sköpuðum okkur slatta af færum, sluppum aftur fyrir og hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir leik kvöldsins. ÍA voru að spila á móti vind í fyrri hálfleik og það sást að það truflaði þá stundum. Boltinn hægði oft vel á sér í vindinum og snéri einfaldlega við einu sinni. Það hentar leikstíl Skagamanna ekki endilega en þeir eru oft að treysta á langar spyrnur upp völlinn. „Við ætluðum að nýta okkur það að vera á móti vindi í fyrri hálfleik og spila boltanum aðeins betur okkar á milli. Komast aftur fyrir Grindvíkingana. Við töldum það kannski vera veikleikana hjá þeim að geta keyrt aftan fyrir þá. Það heppnaðist kannski ekki eins oft og við vildum. Það kannski snérist aðeins í seinni hálfleik og þá pressuðum við þá hærra á völlinn,“ sagði Jóhannes Karl. Hann hrósaði Herði Inga Gunnarssyni fyrir markið sem hann skoraði. „Hörður hitti hann ansi vel. Boltinn söng í netinu eins og sagt er. Geggjað að sjá svona mörk.“ Aðspuður um í hverju Jón Gísli Eyland Gíslason væri góður eftir leik ÍA og Víkings um daginn sagði Jóhannes meðal annars hvað hann væri með góðar fyrirgjafir. Jón Gísli sýndi það með frábærri fyrirgjöf í markinu hjá Herði í kvöld. „Hann er með frábæra krossa og við vitum það alveg. Við þurfum að nýta okkur það og við viljum halda áfram að nýta þessa styrkleika hjá honum. Hann gerði virkilega vel í dag.“ ÍA náði að skapa sér einhver færi í seinni hálfleik en það gekk ekki nægilega vel hjá þeim að skapa sér dauðafæri. Baráttan var hinsvegar alltaf til staðar. „Mér fannst við vera með yfirburði. Við vorum að koma okkur í hættulegar stöður í kringum vítateiginn hjá Grindvíkingunum. Við fengum færi og við hefðum kannski getað gert aðeins betur í að ógna beint á markið. Í heildina var ég virkilega sáttur við að strákarnir voru að reyna og við héldum alltaf áfram. Þetta datt ekki með okkur í dag sem hefði verið sanngjarnt miðað við seinni hálfleikinn.“ Skagamenn eru núna í 3. sæti deildarinnar eftir rúmlega hálft mótið. Þeir eru duglegir að minnast á að vera nýliðar í flestum viðtölum en það verður þó að teljast vera ansi góður árangur. „Ég er virkilega sáttur með hvernig hefur gengið hjá okkur. Við duttum í smá kafla þar sem hlutirnir voru ekki alveg eins og við vildum hafa þá. Við erum búnir að vinna vel í okkar skipulagi og við sýndum það aftur í dag að við erum erfiðir að eiga við. Við erum líka stórhættulegir fram á við, þannig að já ég er sáttur með stöðuna í deildinni. Ég er fyrst og fremst sáttur með liðið,“ sagði Jóhannes. Næsti leikur ÍA er gegn KA á útivelli. Skagamenn unnu fyrri leik liðanna, 3-1. „Það verður náttúrulega mjög erfiður leikur að spila úti á móti KA. Þó að það hafi gengið illa hjá þeim undanfarið. Við ætlum að fara og sækja stig.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍA 1-1 | Ófarir Skagamanna á móti botnliðunum halda áfram Grindavík og ÍA gerðu 1-1 jafntefli þar sem bæði mörkin komu í skemmtilegum fyrri hálfleik. 15. júlí 2019 22:15 Sjáðu fallegt mark Guðmundar Andra og hin þrjú úr leikjum kvöldsins Tólftu umferð Pepsi Max-deildar karla lauk í kvöld með tveimur leikjum. 15. júlí 2019 22:01 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍA 1-1 | Ófarir Skagamanna á móti botnliðunum halda áfram Grindavík og ÍA gerðu 1-1 jafntefli þar sem bæði mörkin komu í skemmtilegum fyrri hálfleik. 15. júlí 2019 22:15
Sjáðu fallegt mark Guðmundar Andra og hin þrjú úr leikjum kvöldsins Tólftu umferð Pepsi Max-deildar karla lauk í kvöld með tveimur leikjum. 15. júlí 2019 22:01