Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍA 1-1 | Ófarir Skagamanna á móti botnliðunum halda áfram

Víkingur Goði Sigurðarson skrifar
Arnar Már Guðjónsson, reyndasti leikmaður ÍA.
Arnar Már Guðjónsson, reyndasti leikmaður ÍA. vísir/daníel þór
Grindavík og ÍA gerðu í kvöld 1-1 jafntefli í 9. umferð Pepsi Max deildar karla. Grindavík voru ekki búnir að skora í seinustu þremur leikjum svo það hefur eflaust létt eitthvað stemninguna í klefanum að koma boltanum í netið en þeir hefðu nú örugglega frekar viljað fá þrjú stig. Skagamenn eru búnir að í vandræðum með þessi lið sem eru í fallbaráttunni í sumar en þeir treysta mikið á að geta farið í skyndisóknir.Eftir rólegar fyrstu tíu mínútur bjó Hörður Ingi Gunnarsson til fyrsta færi leiksins með því að vinna boltann á hættulegum stað af vörn Skagamanna. Stungusending Harðar fór aðeins of langt svo Vladan Djogatovic markmaður Grindavíkur náði boltanum en þessi skyndisókn setti tóninn fyrir fjörugan fyrri hálfleik. Elias Tamburini fékk síðan rúmlega mínútu síðar færi einn á móti Árna Snæ eftir svakalegan sprett upp völlinn. Elias náði boltanum ekki nægilega vel og var skotið laflaust og beint á Árna. Bæði lið áttu góð færi áður en fyrsta markið kom en Sigurjón Rúnarsson átti skalla í slánna á 18. mínútu og Tryggvi Hrafn fékk næstum því boltann við mark Grindavíkur eftir fyrirgjöf. Það var hinsvegar Hörður Ingi Gunnarsson sem kom gestunum yfir með hörkuskoti úr teignum. Hörður fékk boltann eftir fína sendingu frá Jón Gísla Eyland Gíslasyni og slúttaði síðan gríðarlega vel í fjærhornið. Oscar Manuel Conde Cruz eða Primo eins og hann er kallaður skoraði fyrsta mark fyrir Grindavík í næstu sókn. Primo fékk boltann í teignum eftir gott forspil hjá Alexander Veigari Þórarinssyni á vinstri vængnum. Skagamenn náðu tökum á leiknum í lok fyrri hálfleiks en náði þó ekki að skapa sér nein dauðafæri.Eftir skemmtilegan fyrri hálfleik bjuggust eflaust einhverjir við að seinni hálfleikur yrði sömuleiðis fjörugur en svo var ekki. Það var eitthvað um færi en seinastu 20 mínútur leiksins voru alveg sérstaklega óáhugaverðar.Skagamenn komu betri inn í síðari hálfleikinn og fengu þeir tvö góð færi snemma í hálfleiknum. Lars Marcus Johansen átti skalla sem fór framhjá markinu eftir hornspyrnu frá Tryggva Hrafn. Tryggvi komst síðan sjálfur einn í gegn nokkrum mínútum síðar en Vladan Djogatovic vissi hvar hann ætlaði að skjóta í gær. Sigurður Bjartur Hallson fékk tvö frábær færi í seinni hálfleik en gat því miður ekki komið boltanum í netið. Í fyrra færinu náði hann boltanum eftir langan bolta fram völlinn frá Josip Zeba og negldi föstu skoti yfir markið. Seinni færið var góður skalli sem Árni Snær Ólafsson markmaður ÍA varði hinsvegar glæsilega. Af hverju varð jafntefli?

Jafntefli var mjög sanngjörn niðurstaða hér í kvöld. Leikurinn einkenndist af baráttu og það er svipað mikil barátta í báðum liðunum. Það vantaði uppá sóknargæðin til að loka leiknum báðu megin og þess vegna varð jafntefli.Hverjir stóðu upp úr?

McAusland og Zeba eru svona eins og skinka og ostur í vörninni hjá Grindavík, frábærir saman. Þeir ná að loka svæðunum sínum frábærlega og svo vinna þeir eiginlega bara öll sín skallaeinvígi. Alexander Veigar var sá Grindjáni sem var að valda mesta uslanum í teignum hjá Skagamönnum. Hann var sérstaklega drjúgur í fyrra hálfleik og það skaðar ekki að hann hafi lagt upp markið. Hörður Ingi Gunnarsson var besti leikmaður ÍA í kvöld. Skoraði markið, var duglegur að vinna boltann og átti fullt af góðum sendingum. Tryggvi Hrafn átti frábær móment í þessum leik en það dregur aðeins úr hans frammistöðu að hafa ekki getað klárað nein færi. Það var sérstaklega dýrt þegar Vladan greip frá honum þegar hann komst einn í gegn.Hvað gekk illa?

Báðum liðum gekk illa að skapa sér færi á lokakaflanum en þá voru menn endanlega farnir að spá í baráttu frekar en gæðum.Sigurjón Rúnarsson átti í miklu basli við að halda í við Tryggva Hrafn á kantinum í kvöld. Tryggvi komst nokkrum sinnum í frábærar stöður eftir að skilja Sigurjón eftir.Hvað gerist næst?

Túfa og félagar í Grindavík reyna fara í Kópavoginn á sunnudaginn og reyna þar að skora fyrsta mark júlí mánaðar. Leikurinn hefst klukkan 16.00.Skagamenn skella sér norður næstu helgi og spila við KA á sunnudaginn klukkan 17.00. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport svo Skagamenn þurfa ekki að hafa áhyggjur af að sjá ekki sína menn um helgina.

 

Tufa: ÍA er eitt af bestu liðum landsins

„Ég er ekki sáttur, ég hefði viljað fá 3 stig. Mér fannst við byrja leikinn vel og það var smá ósanngjarnt þegar þeir komust yfir í byrjun. Við vorum að stýra leiknum mjög vel en við náðum hinsvegar að svara strax. Í seinni hálfleik voru þeir hinsvegar betri en í endanum var þetta kannski sanngjörn niðurstaða. En maður vildi auðvitað sjá 3 stig í dag,” sagði Srdjan Tufegdzic þjálfari Grindavíkur að leik loknum. 

 

Sigurður Bjartur Hallson ungur framherji Grindavíkur er búinn að koma grátlega nálægt því að skora í öllum sínum leikjum í meistaraflokki með Grindavík. Það hefur hinsvegar alltaf vantað eitthvað smá uppá. 

 

„Þetta er strákur sem er að spila sínar fyrstu mínútur í meistaraflokki í sumar. Ég er gríðarlega ánægður með hans framlag. Líka hvernig hann er að bæta sig í hverjum leik þannig að markið fer að detta ég er alveg viss um það.” 

 

ÍA voru meira með boltann í seinni hálfleik og Grindavík áttu oft erfitt með að byggja upp sóknir. Vindurinn gæti hafa spilað inn í það en Grindavík var með vindinn í bakið í fyrri hálfleik og síðan öfugt í seinni.

 

„Vindurinn var kannski að spila inn. Í fyrri hálfleik vorum við aðeins meira með boltann og sækja meira en ÍA í seinni. Það voru tvö góð lið að mætast í dag og ÍA er eitt af bestu liðunum á landinu að mínu mati. Þeir eru virkilega vel drillaðir. Þetta er svona hörkuleikur með mikið af færum sem var skemmtilegt fyrir áhorfendur en í lok dags hefði ég viljað sjá 3 stig í dag.” 

 

Oscar Manuel Conde Cruz skoraði í kvöld í sínum fyrsta byrjunarliðs leik fyrir Grindavík. Hann kom inná í síðasta leik á móti Stjörnunni en fékk traustið í byrjunarliðinu í kvöld. 

 

„Það er mjög mikilvægt fyrir hann og líka okkur sem lið. Það gefur honum bara sjálfstraust og trú á að halda áfram og vinna vel fyrir liðið. Hann er rétt kominn og á enn inni. Okkar spilamennska er að fara í rétta átt og er betri og betri með hverjum leik, þannig að ég er mjög bjartsýnn.” 

 

Diego Diz Martinez er nýr leikmaður Grindavíkur sem kom inná þegar leið á seinni hálfleikinn. Hann er nýkominn til landsins og er ekki tilbúinn í 90 mínútur af fótbolta. 

 

„Diego kom bara fyrir þremur dögum síðan svo hann þarf bara meiri tíma til að aðlagast og komast í betra stand. Það eru 10 leikir eftir og nóg eftir fyrir alla mína leikmenn. Ég er bara mjög ánægður með hópinn minn.” 

 

Þið farið í Kópavoginn á sunnudaginn, ertu ekki bjartsýnn á að þið sækið 3 stig þar?

 

„Ekki spurning. Við erum búnir að sýna það hingað til að lið eiga erfitt með að spila á móti okkur. Það verður ekkert öðruvísi á sunnudaginn og þar á ég von á 3 stigum.” 

 

Túfa vildi vinna leikinn í kvöld.vísir/daníel þór
Túfa: ÍA eitt af bestu liðum landsins

„Ég er ekki sáttur, ég hefði viljað fá þrjú stig. Mér fannst við byrja leikinn vel og það var smá ósanngjarnt þegar þeir komust yfir í byrjun. Við vorum að stýra leiknum mjög vel en við náðum hinsvegar að svara strax. Í seinni hálfleik voru þeir hinsvegar betri en í endanum var þetta kannski sanngjörn niðurstaða. En maður vildi auðvitað sjá þrjú stig í dag,“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Grindavíkur, að leik loknum. Sigurður Bjartur Hallson, ungur framherji Grindavíkur, er búinn að koma grátlega nálægt því að skora í öllum sínum leikjum í meistaraflokki með Grindavík. Það hefur hinsvegar alltaf vantað eitthvað smá uppá. „Þetta er strákur sem er að spila sínar fyrstu mínútur í meistaraflokki í sumar. Ég er gríðarlega ánægður með hans framlag. Líka hvernig hann er að bæta sig í hverjum leik þannig að markið fer að detta ég er alveg viss um það.“ÍA voru meira með boltann í seinni hálfleik og Grindavík áttu oft erfitt með að byggja upp sóknir. Vindurinn gæti hafa spilað inn í það en Grindavík var með vindinn í bakið í fyrri hálfleik og síðan öfugt í seinni.„Vindurinn var kannski að spila inn. Í fyrri hálfleik vorum við aðeins meira með boltann og sækja meira en ÍA í seinni. Það voru tvö góð lið að mætast í dag og ÍA er eitt af bestu liðunum á landinu að mínu mati. Þeir eru virkilega vel drillaðir. Þetta er svona hörkuleikur með mikið af færum sem var skemmtilegt fyrir áhorfendur en í lok dags hefði ég viljað sjá  þrjú stig í dag.“Oscar Manuel Conde Cruz skoraði í kvöld í sínum fyrsta byrjunarliðs leik fyrir Grindavík. Hann kom inná í síðasta leik á móti Stjörnunni en fékk traustið í byrjunarliðinu í kvöld. „Það er mjög mikilvægt fyrir hann og líka okkur sem lið. Það gefur honum bara sjálfstraust og trú á að halda áfram og vinna vel fyrir liðið. Hann er rétt kominn og á enn inni. Okkar spilamennska er að fara í rétta átt og er betri og betri með hverjum leik, þannig að ég er mjög bjartsýnn.“Diego Diz Martinez er nýr leikmaður Grindavíkur sem kom inná þegar leið á seinni hálfleikinn. Hann er nýkominn til landsins og er ekki tilbúinn í 90 mínútur af fótbolta. „Diego kom bara fyrir þremur dögum síðan svo hann þarf bara meiri tíma til að aðlagast og komast í betra stand. Það eru tíu leikir eftir og nóg eftir fyrir alla mína leikmenn. Ég er bara mjög ánægður með hópinn minn.“ Þið farið í Kópavoginn á sunnudaginn, ertu ekki bjartsýnn á að þið sækið þrjú stig þar?„Ekki spurning. Við erum búnir að sýna það hingað til að lið eiga erfitt með að spila á móti okkur. Það verður ekkert öðruvísi á sunnudaginn og þar á ég von á þrjú stigum,“ sagði Túfa að endingu.

Jóhannesi karli fannst sínir menn vera með yfirburði gegn Grindavík.vísir/daníel þór
Jóhannes Karl: Boltinn söng í netinu

„Þetta var náttúrulega mikill baráttuleikur. Ég er virkilega ánægður með það sem leikmennirnir voru tilbúnir að leggja á sig. Það var mikið af löngum boltum og barátta. Við vorum yfir að mínu mati í flestum leiktilfellum og ég er virkilega ánægður með það. Ég er líka ánægður með það að við sköpuðum okkur slatta af færum, sluppum aftur fyrir og hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir leik kvöldsins. ÍA voru að spila á móti vind í fyrri hálfleik og það sást að það truflaði þá stundum. Boltinn hægði oft vel á sér í vindinum og snéri einfaldlega við einu sinni. Það hentar leikstíl Skagamanna ekki endilega en þeir eru oft að treysta á langar spyrnur upp völlinn. „Við ætluðum að nýta okkur það að vera á móti vindi í fyrri hálfleik og spila boltanum aðeins betur okkar á milli. Komast aftur fyrir Grindvíkingana. Við töldum það kannski vera veikleikana hjá þeim að geta keyrt aftan fyrir þá. Það heppnaðist kannski ekki eins oft og við vildum. Það kannski snérist aðeins í seinni hálfleik og þá pressuðum við þá hærra á völlinn,“ sagði Jóhannes Karl.Hann hrósaði Herði Inga Gunnarssyni fyrir markið sem hann skoraði. 
„Hörður hitti hann ansi vel. Boltinn söng í netinu eins og sagt er. Geggjað að sjá svona mörk.“Aðspuður um í hverju Jón Gísli Eyland Gíslason væri góður eftir leik ÍA og Víkings um daginn sagði Jóhannes meðal annars hvað hann væri með góðar fyrirgjafir. Jón Gísli sýndi það með frábærri fyrirgjöf í markinu hjá Herði í kvöld.„Hann er með frábæra krossa og við vitum það alveg. Við þurfum að nýta okkur það og við viljum halda áfram að nýta þessa styrkleika hjá honum. Hann gerði virkilega vel í dag.“ÍA náði að skapa sér einhver færi í seinni hálfleik en það gekk ekki nægilega vel hjá þeim að skapa sér dauðafæri. Baráttan var hinsvegar alltaf til staðar.„Mér fannst við vera með yfirburði. Við vorum að koma okkur í hættulegar stöður í kringum vítateiginn hjá Grindvíkingunum. Við fengum færi og við hefðum kannski getað gert aðeins betur í að ógna beint á markið. Í heildina var ég virkilega sáttur við að strákarnir voru að reyna og við héldum alltaf áfram. Þetta datt ekki með okkur í dag sem hefði verið sanngjarnt miðað við seinni hálfleikinn.“ Skagamenn eru núna í 3. sæti deildarinnar eftir rúmlega hálft mótið. Þeir eru duglegir að minnast á að vera nýliðar í flestum viðtölum en það verður þó að teljast vera ansi góður árangur.„Ég er virkilega sáttur með hvernig hefur gengið hjá okkur. Við duttum í smá kafla þar sem hlutirnir voru ekki alveg eins og við vildum hafa þá. Við erum búnir að vinna vel í okkar skipulagi og við sýndum það aftur í dag að við erum erfiðir að eiga við. Við erum líka stórhættulegir fram á við, þannig að já ég er sáttur með stöðuna í deildinni. Ég er fyrst og fremst sáttur með liðið,“ sagði Jóhannes.Næsti leikur ÍA er gegn KA á útivelli. Skagamenn unnu fyrri leik liðanna, 3-1. „Það verður náttúrulega mjög erfiður leikur að spila úti á móti KA. Þó að það hafi gengið illa hjá þeim undanfarið. Við ætlum að fara og sækja stig.“

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.