Íslenski boltinn

Sjáðu fallegt mark Guðmundar Andra og hin þrjú úr leikjum kvöldsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur Andri skoraði laglegt mark gegn Fylki.
Guðmundur Andri skoraði laglegt mark gegn Fylki. vísir/bára

Báðir leikir kvöldsins í Pepsi Max-deild karla enduðu með 1-1 jafntefli.

Víkingur R. komst upp úr fallsæti með jafntefli við Fylki á heimavelli.

Geoffrey Castillion kom Fylki yfir á 17. mínútu þegar hann skoraði gegn sínum gömlu félögum.

Átta mínútum síðar jafnaði Guðmundur Andri Tryggvason með laglegu marki og þar við sat. Skömmu fyrir leikslok fékk Víkingurinn Erlingur Agnarsson sitt annað gula spjald og þar með rautt.

ÍA missti af tækifærinu til að komast upp í 2. sæti deildarinnar þegar liðið gerði jafntefli við Grindavík suður með sjó.

Hörður Ingi Gunnarsson kom Skagamönnum yfir á 26. mínútu en aðeins mínútum síðar jafnaði Oscar Manuel Conde Cruz með sínu fyrsta marki fyrir Grindvíkinga. Þetta var fyrsta deildarmark Grindavíkur í fjórum leikjum.

Mörkin úr leikjum kvöldsins má sjá hér fyrir neðan.

Víkingur R. 1-1 Fylkir


Grindavík 1-1 ÍATengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.