Heilaskemmdir fylgi offitu hjá unglingum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. nóvember 2019 09:00 Vísindamennirnir notuðu segulómtæki til að rannsaka heila unglinga. Þeir telja að frekari rannsókna sé þó þörf á áhrifum offitu. Nordicphotos/Getty Vísindamenn hjá Geislafræðisamtökum Norður-Ameríku (RSNA) hafa komist að því að offita valdi heilaskemmdum hjá unglingum og ungmennum. Kom þetta í ljós í nýrri rannsókn þar sem notuð voru segulómtæki. Offita hefur ekki aðeins áhrif til þyngdaraukningar og á hjarta og æðakerfið, heldur veldur hún bólgum í taugakerfinu. Þetta virðist hafa áhrif á heilann og valda skemmdum þar. Var notuð ný aðferð segulómunar, DTI, til að rannsaka vökva við taugaboðkerfið. Úrtak rannsóknarinnar var ekki mjög stórt, 59 unglingar í yfirþyngd og 61 ekki í yfirþyngd á aldrinum 12 til 16 ára. Sást munur bæði í hvelatengslunum (corpus callosum) og fellingunum (gyrus). Í engum tilfellum komu of þungu unglingarnir betur út en þeir sem voru það ekki. „Breytingar í heila þessara unglinga í yfirþyngd sjást í þeim hlutum heilans sem hafa áhrif á matarlyst, tilfinningar og vitsmuni,“ sagði Pamela Bertolazzi, lífeindafræðingur frá Brasilíu sem tók þátt í rannsókninni. Sagði hún þetta einnig hafa áhrif á hormónastarfsemina, til dæmis leptín. Vegna þess halda unglingarnir áfram að borða þrátt fyrir að fitu- og orkubirgðir líkamans séu nægar. Skemmdirnar í heilanum hafa einnig áhrif á jafnvægi insúlíns og þar af leiðandi blóðsykurs. „Einnig komumst við að því að bólgur í taugakerfinu hafa áhrif á aðra þætti en leptín og insúlín,“ sagði Bertolazzi. Þá sagði hún einnig að frekari rannsókna væri þörf. Vildi hún að segulómunin yrði endurtekin með sömu einstaklingum eftir að unglingarnir í yfirþyngd hefðu lést. Þá væri hægt að sjá hvort skaðinn væri varanlegur eða ekki. Offita ungmenna er sívaxandi vandamál. Hefur hlutfall bandarískra barna og ungmenna í yfirþyngd þrefaldast síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Þá hefur offita ungra barna einnig aukist. Samkvæmt tölum frá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni (WHO) voru 32 milljónir barna fimm ára og yngri í yfirþyngd á heimsvísu. Árið 2016 var sú tala komin upp í 41 milljón. Hér á Íslandi hefur offita einnig farið vaxandi og er mun meiri en á hinum Norðurlöndunum. Í rannsókn sem var gerð við Tækniháskólann í Danmörku (DTU) og birt árið 2017 kom í ljós að 21 prósent Íslendinga glímdi við offitu og tæplega 60 prósent væru í yfirþyngd. Til samanburðar þá glímdu innan við 15 prósent íbúa á hinum Norðurlöndunum við offitu og undir 50 prósentum voru í yfirþyngd. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Vísindamenn hjá Geislafræðisamtökum Norður-Ameríku (RSNA) hafa komist að því að offita valdi heilaskemmdum hjá unglingum og ungmennum. Kom þetta í ljós í nýrri rannsókn þar sem notuð voru segulómtæki. Offita hefur ekki aðeins áhrif til þyngdaraukningar og á hjarta og æðakerfið, heldur veldur hún bólgum í taugakerfinu. Þetta virðist hafa áhrif á heilann og valda skemmdum þar. Var notuð ný aðferð segulómunar, DTI, til að rannsaka vökva við taugaboðkerfið. Úrtak rannsóknarinnar var ekki mjög stórt, 59 unglingar í yfirþyngd og 61 ekki í yfirþyngd á aldrinum 12 til 16 ára. Sást munur bæði í hvelatengslunum (corpus callosum) og fellingunum (gyrus). Í engum tilfellum komu of þungu unglingarnir betur út en þeir sem voru það ekki. „Breytingar í heila þessara unglinga í yfirþyngd sjást í þeim hlutum heilans sem hafa áhrif á matarlyst, tilfinningar og vitsmuni,“ sagði Pamela Bertolazzi, lífeindafræðingur frá Brasilíu sem tók þátt í rannsókninni. Sagði hún þetta einnig hafa áhrif á hormónastarfsemina, til dæmis leptín. Vegna þess halda unglingarnir áfram að borða þrátt fyrir að fitu- og orkubirgðir líkamans séu nægar. Skemmdirnar í heilanum hafa einnig áhrif á jafnvægi insúlíns og þar af leiðandi blóðsykurs. „Einnig komumst við að því að bólgur í taugakerfinu hafa áhrif á aðra þætti en leptín og insúlín,“ sagði Bertolazzi. Þá sagði hún einnig að frekari rannsókna væri þörf. Vildi hún að segulómunin yrði endurtekin með sömu einstaklingum eftir að unglingarnir í yfirþyngd hefðu lést. Þá væri hægt að sjá hvort skaðinn væri varanlegur eða ekki. Offita ungmenna er sívaxandi vandamál. Hefur hlutfall bandarískra barna og ungmenna í yfirþyngd þrefaldast síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Þá hefur offita ungra barna einnig aukist. Samkvæmt tölum frá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni (WHO) voru 32 milljónir barna fimm ára og yngri í yfirþyngd á heimsvísu. Árið 2016 var sú tala komin upp í 41 milljón. Hér á Íslandi hefur offita einnig farið vaxandi og er mun meiri en á hinum Norðurlöndunum. Í rannsókn sem var gerð við Tækniháskólann í Danmörku (DTU) og birt árið 2017 kom í ljós að 21 prósent Íslendinga glímdi við offitu og tæplega 60 prósent væru í yfirþyngd. Til samanburðar þá glímdu innan við 15 prósent íbúa á hinum Norðurlöndunum við offitu og undir 50 prósentum voru í yfirþyngd.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00
Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30
Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07