Vonar að húsvískar stjörnur fái að láta ljós sitt skína á hvíta tjaldinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. október 2019 13:08 Það stendur mikið til á Húsavík þessa dagana en um tvö hundruð og fimmtíu manns, sem með einum og öðrum hætti koma að gerð kvikmyndarinnar, halda nú til Húsavíkur og þá má sjá leikara á heimsmælikvarða, á borð við sjálfan Will Ferrell og Pierce Brosnan, á rölti í bænum. Stöð 2/Arnar Halldórsson Tökur á kvikmynd Wills Ferrell um Eurovision standa yfir á Húsavík næstu daga. Mikil eftirvænting ríkir á meðal bæjarbúa sem margir hverjir leika hlutverk í kvikmyndinni. Kristjáni Þór Magnússyni, sveitarstjóra Norðurþings, var ekki boðið hlutverk en hann segist ekkert vera súr að fá ekki að láta ljós sitt skína á hvíta tjaldinu.Sjá nánar: Hollywood-stjörnur setja Húsavík á annan endann Það stendur mikið til á Húsavík þessa dagana en um tvö hundruð og fimmtíu manns, sem með einum og öðrum hætti koma að gerð kvikmyndarinnar, halda nú til Húsavíkur og þá má sjá leikara á heimsmælikvarða, á borð við sjálfan Will Ferrell og Pierce Brosnan, á rölti í bænum. „Við erum hérna með góða gesti, kvikmyndagerðafólk frá Netflix. við erum auðvitað bara bæði stolt og ánægð með það að bærinn okkar er að laða jafn stórt verkefni og raun ber vitni hingað til okkar. Það auðvitað stendur mikið til hvað það varðar að margir íbúar hafa ýmiss konar hlutverk á meðan þessum tökum stendur, aukaleikarar og svo eru auðvitað bara alls konar viðvik sem þarf að sinna hérna á meðan þessum tökum stendur. Það er bæði spenna og skemmtilegheit.“Hvaða þýðingu hefur verkefni af þessari stærðargráðu fyrir Húsvíkinga?„Ég held að það eigi bara eftir að koma í ljós. Við metum það þannig að ef þessi kvikmynd gengur vel þá fær Húsavík mjög góða kynningu örygglega, viðað við það að bærinn er að hluta til sögusvið kvikmyndarinnar. Við erum bara spennt að sjá hvernig þetta kemur út og svo er það bara verkefni í framhaldinu að taka á móti gestum sem kannski hingað vilja koma og skoða aðstæður hjá okkur.“ Kristján segir að Kvikmyndin sé atvinnuskapandi fyrir bæjarbúa. Hann skellihló þegar hann var spurður hvort honum sjálfum hefði verið boðið hlutverk. „Nei, það er nú ekki búið að bjóða mér hlutverk.“Er það ákveðinn áfellisdómur?„Ég skal ekki segja um það. Ég hef svo sem ekkert verið að trana mér sérstaklega fram. Ég bara ætla að leyfa öðrum að standa í sviðsljósinu og vonandi birtast húsvískar stjörnur á hvíta tjaldinu, sem ganga um þessar götur alla daga,“ segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings. Þrátt fyrir að mikil spenna sé í loftinu vill Kristján minna bæjarbúa á að sýna tillitssemi. Það sé ekki vel séð að taka ljósmyndir af leikaraliðinu og þá sé drónaflug óheimilt á svæðinu. Bíó og sjónvarp Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Ferðamennska á Íslandi Hollywood Netflix Norðurþing Tengdar fréttir Pierce Brosnan mættur til landsins Breski leikarinn Pierce Brosnan er staddur hér á landi en til hans sást á Konsúlat hótelinu í miðbæ Reykjavíkur í morgun. 9. október 2019 13:30 Síðhærður Will Ferrell í gulum regnfötum við tökur á Eurovision-myndinni Tökur eru hafnar á Eurovision-mynd bandaríska gamanleikarans Will Ferrell. Á myndum sem breskir fjölmiðlar birta frá tökustað í Edinborg í Skotlandi má sjá síðhærðan Ferrell í gulum regnfötum. Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni. 1. október 2019 14:00 Brosnan á hraðleið til Húsavíkur? Breski leikarinn Pierce Brosnan birti í dag myndskeið á Instagram-reikningi sínum þar sem hann ekur um íslenskar sveitir. 10. október 2019 12:48 Hollywood-stjörnur setja Húsavík á annan endann Will Ferrell og 250 manna hópur við tökur fyrir norðan. 10. október 2019 14:44 Verkalýðsforingi sneri baki við mögulegum frama í Hollywood Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar, hafnaði boði um að leika í Eurovision-kvikmynd Will Ferrell. Þar hefði hann leikið með Ferrell sjálfum og Pierce Brosnan. 10. október 2019 17:56 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira
Tökur á kvikmynd Wills Ferrell um Eurovision standa yfir á Húsavík næstu daga. Mikil eftirvænting ríkir á meðal bæjarbúa sem margir hverjir leika hlutverk í kvikmyndinni. Kristjáni Þór Magnússyni, sveitarstjóra Norðurþings, var ekki boðið hlutverk en hann segist ekkert vera súr að fá ekki að láta ljós sitt skína á hvíta tjaldinu.Sjá nánar: Hollywood-stjörnur setja Húsavík á annan endann Það stendur mikið til á Húsavík þessa dagana en um tvö hundruð og fimmtíu manns, sem með einum og öðrum hætti koma að gerð kvikmyndarinnar, halda nú til Húsavíkur og þá má sjá leikara á heimsmælikvarða, á borð við sjálfan Will Ferrell og Pierce Brosnan, á rölti í bænum. „Við erum hérna með góða gesti, kvikmyndagerðafólk frá Netflix. við erum auðvitað bara bæði stolt og ánægð með það að bærinn okkar er að laða jafn stórt verkefni og raun ber vitni hingað til okkar. Það auðvitað stendur mikið til hvað það varðar að margir íbúar hafa ýmiss konar hlutverk á meðan þessum tökum stendur, aukaleikarar og svo eru auðvitað bara alls konar viðvik sem þarf að sinna hérna á meðan þessum tökum stendur. Það er bæði spenna og skemmtilegheit.“Hvaða þýðingu hefur verkefni af þessari stærðargráðu fyrir Húsvíkinga?„Ég held að það eigi bara eftir að koma í ljós. Við metum það þannig að ef þessi kvikmynd gengur vel þá fær Húsavík mjög góða kynningu örygglega, viðað við það að bærinn er að hluta til sögusvið kvikmyndarinnar. Við erum bara spennt að sjá hvernig þetta kemur út og svo er það bara verkefni í framhaldinu að taka á móti gestum sem kannski hingað vilja koma og skoða aðstæður hjá okkur.“ Kristján segir að Kvikmyndin sé atvinnuskapandi fyrir bæjarbúa. Hann skellihló þegar hann var spurður hvort honum sjálfum hefði verið boðið hlutverk. „Nei, það er nú ekki búið að bjóða mér hlutverk.“Er það ákveðinn áfellisdómur?„Ég skal ekki segja um það. Ég hef svo sem ekkert verið að trana mér sérstaklega fram. Ég bara ætla að leyfa öðrum að standa í sviðsljósinu og vonandi birtast húsvískar stjörnur á hvíta tjaldinu, sem ganga um þessar götur alla daga,“ segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings. Þrátt fyrir að mikil spenna sé í loftinu vill Kristján minna bæjarbúa á að sýna tillitssemi. Það sé ekki vel séð að taka ljósmyndir af leikaraliðinu og þá sé drónaflug óheimilt á svæðinu.
Bíó og sjónvarp Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Ferðamennska á Íslandi Hollywood Netflix Norðurþing Tengdar fréttir Pierce Brosnan mættur til landsins Breski leikarinn Pierce Brosnan er staddur hér á landi en til hans sást á Konsúlat hótelinu í miðbæ Reykjavíkur í morgun. 9. október 2019 13:30 Síðhærður Will Ferrell í gulum regnfötum við tökur á Eurovision-myndinni Tökur eru hafnar á Eurovision-mynd bandaríska gamanleikarans Will Ferrell. Á myndum sem breskir fjölmiðlar birta frá tökustað í Edinborg í Skotlandi má sjá síðhærðan Ferrell í gulum regnfötum. Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni. 1. október 2019 14:00 Brosnan á hraðleið til Húsavíkur? Breski leikarinn Pierce Brosnan birti í dag myndskeið á Instagram-reikningi sínum þar sem hann ekur um íslenskar sveitir. 10. október 2019 12:48 Hollywood-stjörnur setja Húsavík á annan endann Will Ferrell og 250 manna hópur við tökur fyrir norðan. 10. október 2019 14:44 Verkalýðsforingi sneri baki við mögulegum frama í Hollywood Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar, hafnaði boði um að leika í Eurovision-kvikmynd Will Ferrell. Þar hefði hann leikið með Ferrell sjálfum og Pierce Brosnan. 10. október 2019 17:56 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira
Pierce Brosnan mættur til landsins Breski leikarinn Pierce Brosnan er staddur hér á landi en til hans sást á Konsúlat hótelinu í miðbæ Reykjavíkur í morgun. 9. október 2019 13:30
Síðhærður Will Ferrell í gulum regnfötum við tökur á Eurovision-myndinni Tökur eru hafnar á Eurovision-mynd bandaríska gamanleikarans Will Ferrell. Á myndum sem breskir fjölmiðlar birta frá tökustað í Edinborg í Skotlandi má sjá síðhærðan Ferrell í gulum regnfötum. Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni. 1. október 2019 14:00
Brosnan á hraðleið til Húsavíkur? Breski leikarinn Pierce Brosnan birti í dag myndskeið á Instagram-reikningi sínum þar sem hann ekur um íslenskar sveitir. 10. október 2019 12:48
Hollywood-stjörnur setja Húsavík á annan endann Will Ferrell og 250 manna hópur við tökur fyrir norðan. 10. október 2019 14:44
Verkalýðsforingi sneri baki við mögulegum frama í Hollywood Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar, hafnaði boði um að leika í Eurovision-kvikmynd Will Ferrell. Þar hefði hann leikið með Ferrell sjálfum og Pierce Brosnan. 10. október 2019 17:56