Lífið

Brosnan á hraðleið til Húsavíkur?

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Pierce Brosnan hefur það huggulegt á rúntinum, ef marka má myndbandið sem hann birti í dag á Instagram.
Pierce Brosnan hefur það huggulegt á rúntinum, ef marka má myndbandið sem hann birti í dag á Instagram. Mynd/Samsett
Breski leikarinn Pierce Brosnan birti í dag myndskeið á Instagram-reikningi sínum þar sem hann ekur Grindavíkurveg. Áfangastaður leikarans verður þó líklega á endanum Húsavík, þar sem tökur á Eurovision-kvikmynd Will Ferrels hefjast á morgun. Í gær sást til Brosnans á Konsúlat-hótelinu í miðbæ Reykjavíkur.„Á rúntinum á Íslandi að hlusta á Kiasmos,“ skrifar Brosnan við myndbandið, sem sýnir íslenskt landslag þjóta hjá undir ómþýðum tónum. Kiasmos er íslensk-færeysk hljómsveit, skipuð íslenska tónlistarmanninum Ólafi Arnalds og hinum færeyska Janus Rasmussen.

 
 
 
View this post on Instagram
On the road in Iceland listening to #Kiasmos

A post shared by Pierce Brosnan (@piercebrosnanofficial) on Oct 10, 2019 at 3:35am PDT

Tökur á Eurovision-kvikmynd Ferrells munu standa yfir um helgina á Húsavík og því má ætla að Brosnan taki á endanum stefnuna þangað. Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings staðfesti í tilkynningu á vef sveitarfélagsins í dag að myndin yrði tekin upp í bænum næstu daga og benti jafnframt á að allar myndatökur á tökustað væru bannaðar.Brosnan mun leika föður karakters Ferrels í myndinni, mann að nafni Erik Eickssong. Sá er sagður eiga að vera „myndarlegasti maður Íslands.“Íslenskir leikarar hafa einnig verið ráðnir til að fara með hlutverk í myndinni, þar á meðal Jóhannes Haukur Jóhannesson, Hannes Óli Ágústsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Hlynur Haraldsson og Ólafur Darri Ólafsson.Fréttin hefur verið uppfærð.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Pierce Brosnan mættur til landsins

Breski leikarinn Pierce Brosnan er staddur hér á landi en til hans sást á Konsúlat hótelinu í miðbæ Reykjavíkur í morgun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.