Bíó og sjónvarp

Aníta Briem slær sér upp
Leikkonan Aníta Briem og Hafþór Waldorff hafa verið að slá sér upp undanfarna mánuði samkvæmt heimildum fréttastofu. Parið lét vel hvort að öðru á kaffihúsinu Kaffi Vest í dag en þau hafa unnið náið saman í kvikmyndageiranum.

Harry Potter-leikarinn Michael Gambon látinn
Írsk-enski leikarinn Sir Michael Gambon er látinn, 82 ára að aldri. Hann er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sitt sem Albus Dumbledore.

8 Mile-leikarinn Nashawn Breedlove látinn
Bandaríski leikarinn og rapparinn Nashawn Breedlove, sem þekktastur er fyrir að hafa glímt við Eminem í rappbardaga í myndinni 8 Mile, er látinn. Hann varð 46 ára.

Þetta eru höfundar Áramótaskaupsins 2023
Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson verða leikstjórar Áramótaskaupsins. Þeir eru hvað þekktastir fyrir Hraðfréttir sem voru á dagskrá fyrst á mbl.is og svo á RÚV um árabil.

NCIS-stjarnan David McCallum er látinn
Breski leikarinn David McCallum, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum The Man From U.N.C.L.E frá sjöunda áratugnum og í seinni tíð þáttunum NCIS, er látinn. Hann varð níræður.

Gleði og margmenni á frumsýningu Soviet Barbara í Bíó Paradís
Kvikmyndin Soviet Barbara eftir Gauk Úlfarsson var frumsýnd í Bíó Paradís síðastliðinn miðvikudag. Húsfyllir var á frumsýningunni og góð stemning eins og sjá má á myndum hér fyrir neðan.

Sophia Loren vistuð á spítala
Ítalska leikkonan Sophia Loren var í dag send í aðgerð eftir að hafa fallið illa á heimili sínu í Sviss. Mun aðgerðin hafa gengið vel að sögn talsmanns hennar.

Íslensk frumraun og Cannes-verðlaunahafi keppa um Gullna lundann
Níu myndir keppa um Gullna lundan, aðalverðlaun RIFF, í ár. Meðal þátttakenda eru sigurvegarar á Cannes og Locarno en einnig er þar að finna fyrstu mynd íslenska leikstjórans Ninnu Pálmadóttur í fullri lengd.

Michael Caine „eiginlega“ sestur í helgan stein
Breski stórleikarinn Michael Caine kveðst vera „eiginlega“ sestur í helgan stein. Heilsu leikarans fer versnandi og á hann erfitt með gang.

„Hann hefur skrifað með mér fjórar seríur“
Karen Björg Eyfjörð Þorsteinsdóttir handritshöfundur og uppistandari hefur í mörg horn að líta en samhliða líflegum starfsvettvangi er hún líka móðir og unnusta. Sonurinn, Guðmundur hefur þrátt fyrir ungan aldur verið viðstaddur skrif á fjórum þáttaröðum. Sú nýjasta, Kennarastofan er væntanleg í Sjónvarp Símans í byrjun næsta árs.

Dómaraprufum Idol lokið
Fyrstu dómaraprufum Idol er lokið og hafa örlög þeirra sem komust áfram verið ráðin.

„Reykjavík er auðvitað frábær kvikmyndahátíðaborg“
Undirbúningur fyrir kvikmyndahátíðina RIFF er í fullum gangi en hún verður haldin dagana 28. september til 8. október í Háskólabíó og víðar. Stjórnandi hátíðarinnar segir markmið hátíðarinnar að bæta kvikmyndamenningu og kynna kvikmyndaborgina Reykjavík.

Hátíðargestir á Heimaleiknum
Kvikmyndin Heimaleikurinn var frumsýnd í Bíó Paradís um helgina. Margt var um manninn og ljóst að myndin féll vel í áhorfendur.

„Fyrst við gátum lifað af Eurovision saman getum við lifað allt af“
Tónlistarkonurnar Elísabet Eyþórsdóttir, jafnan þekkt sem Beta Ey, og ZÖE urðu góðar vinkonur á Eurovision þegar Beta fór út með hljómsveitinni Systur en ZÖE var í bakröddum. Þær hafa nú sameinað krafta sína með verkefninu Dreemfeeder Productions sem snýr að tónlist fyrir sjónvarpsefni og fleira. Blaðamaður ræddi við þær.

Sjónvarpsstöðvar rannsaka hegðun Russell Brand
Breska ríkissjónvarpið, Channel 4 og framleiðslufyrirtækið Banijay UK hafa hafið rannsókn á breska grínistanum Russell Brand í kjölfar þess að fjórar konur stigu fram í gær og sökuðu hann um kynferðisofbeldi.

Chivalry: Færir höfundar, slöpp útkoma
Leikararnir Steve Coogan og Sarah Solemani eru fólk sem er með puttann á púlsinum. Þau tók eftir #metoo bylgjunni og náðu að selja Channel Four í Bretlandi hugmyndina að þau ættu að gera leikna þáttaröð sem tæklar mál henni tengd. Verst að útkoman er ekki sérlega beysin.

Taugaveiklaður ræningi, sjoppuverur og fleiri keppa um bestu stuttmyndina
Tíu nýjar íslenskar stuttmyndir keppa um verðlaun fyrir bestu stuttmyndina á RIFF í ár. Meðal keppenda eru bæði nýir og reyndir leikstjórar. Sigurmyndin verður sýnd á Rúv og hlýtur leikstjóri hennar 300 þúsunda gjafabréf hjá Trickshot.

Steve Martin neitar að hafa kýlt Miriam Margolyes
Bandaríski leikarinn Steve Martin þvertekur fyrir að hafa kýlt bresku leikkonuna Miriam Margolyes við tökur á grínmyndinni Litlu hryllingsbúðinni frá 1986. Margolyes segir Martin hafa kýlt sig í alvörunni en ekki í þykjustunni.

Forsýningarveisla í Bíó Paradís
Margt var um manninn þegar Skuld, heimildamynd eftir Rut Sigurðardóttur, var forsýnd í Bíó Paradís síðastliðinn miðvikudag.

Egill segir fjölskylduna fegna og segist ekki hafa sama áhuga
Egill Helgason segist skilja sáttur við Silfrið, þar sem hann verður ekki þáttastjórnandi í haust. Hann kveðst hafa minni áhuga á stjórnmálum nú en áður og segir fjölskylduna upplifa sig lausa úr prísund. Hann segist nú vinna að undirbúningi nýs sjónvarpsþáttar um pólitík en gefur ekkert upp um hvers eðlis sá þáttur er.

Stjörnum prýdd forsýning Northern Comfort
Kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Northern Comfort, var forsýnt í gær. Myndin verður tekin til almennra sýninga á morgun. Mikill fjöldi lagði leið sína á forsýninguna í gær.

Þær flottustu í förðun fögnuðu á Sólon
Margt var um manninn í forsýningarpartýi förðunarþáttanna Útlit sem haldið var á Sólon á dögunum. Hópurinn samanstendur af nokkrum færustu förðunarfræðingum landsins.

„Myndin er frábær meðferð gegn flughræðslu“
Kvikmyndin Northern Comfort er frumsýnd í kvöld en leikstjóri myndarinnar Hafsteinn Gunnar Sigurðsson segir hugmyndina að myndinni hafa kviknað fyrir mörgum árum. Myndin var að miklum hluta tekin upp í Bretlandi sem og hér á landi.

Feðginin Jóhannes Haukur og Ólöf slá í gegn í Kulda
Kuldi sem er byggð á sögu Yrsu Sigurðardóttir er komin bíó. Kvikmyndin er hlaðin stórleikurum og hefur hún þegar slegið í gegn.

Verbúðarballið: Björn Hlynur og Ragga Gísla sjóðheit á sviðinu
Eitt stærsta partý ársins var haldið um helgina í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi, sjálft Verbúðarballið. Fólk klæddi sig upp fyrir kvöldið eins og sjá má á myndum frá ballinu.

Vonlaus barátta gegn símum í bíó
Snjallsímar og kvikmyndahús fara illa saman. Sá sem þetta skrifar upplifir mikla aukningu í símanotkun bíógesta á meðan á sýningu stendur. Kvikmyndagagnrýnandinn Jóna Gréta Hilmarsdóttir segist hafa orðið vör við þessa aukningu. Blaðamaðurinn Þórarinn Þórarinsson segist hins vegar ekki upplifa að vandamálið sé í mikilli aukningu, en þó mögulega einhverri. Að minnsta kosti sé ástandið ekki að skána.

Selma sýnir á sér skuggahliðar
Kvikmyndin Kuldi var frumsýnd um mánaðamótin en hún er byggð á samnefndri metsölubók Yrsu Sigurðardóttur. Selma Björnsdóttir fer með eitt af lykilhlutverkunum myndarinnar og sýnir vægast sagt á sér nýjar og hrollvekjandi hliðar. Hún segist þakklát að hafa getað skilið persónuna eftir á tökustaðnum.

Jimmy Fallon biðst afsökunar: „Mér líður svo illa“
Þáttastjórnandinn Jimmy Fallon hefur beðið núverandi og fyrrverandi starfsmenn sína afsökunar á því að hafa stuðlað að „baneitraðri“ vinnustaðamenningu á setti í þáttunum The Tonight Show. Honum segist líða gríðarlega illa.

Sagður bera ábyrgð á baneitraðri vinnustaðamenningu
Núverandi og fyrrverandi starfsmenn sem unnu á bakvið tjöldin í framleiðslu á bandaríska skemmtiþættinum The Tonight Show saka Jimmy Fallon, um að hafa stuðlað að baneitraðri vinnustaðamenningu á setti þáttanna. Sextán starfsmenn, fjórtán fyrrverandi og tveir núverandi lýsa málum í viðtali við bandaríska tímaritið Rolling Stone. Þannig lét Jerry Seinfeld Jimmy Fallon eitt sinn biðja starfsmann afsökunar.

„Gat ekki ímyndað mér að ég gæti orðið leikari“
Leikarinn og myndlistarmaðurinn Kolbeinn Arnbjörnsson hefur mundað pensilinn frá unga aldri. Á sama tíma dreymdi hann um að verða leikari.