Bíó og sjónvarp

Pierce Brosnan mættur til landsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pierce Brosnan í L.A. í maí síðastliðnum.
Pierce Brosnan í L.A. í maí síðastliðnum. vísir/getty
Breski leikarinn Pierce Brosnan er staddur hér á landi en til hans sást á Konsúlat hótelinu í miðbæ Reykjavíkur í morgun. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins.

Leikarinn er líklega hér á landi þar sem hann mun leika í Eurovision-mynd Will Ferrell sem framleidd er fyrir Netflix.

Brosnan er hvað þekktastur fyrir að leika njósnara hennar hátignar, James Bond, en er þó enginn viðvaningur þegar kemur að söngvamyndum en hann hefur sýnt stórkostlegan leik í Mamma Mia-myndunum sem byggðar eru á tónlist sænsku sveitarinnar ABBA, sem vann einmitt Eurovision árið 1974 með laginu Waterloo.

Tökur hefjast á næstunni á Húsavík en Will Ferrell og Rachel McAdams munu einnig fara með hlutverk í kvikmyndinni.

Íslenskir leikarar hafa einnig verið ráðnir til að fara með hlutverk í myndinni, þar á meðal Jóhannes Haukur Jóhannesson, Björn Stefánsson, Hannes Óli Ágústsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Hlynur Haraldsson og Ólafur Darri Ólafsson.

Hefurðu séð til Brosnan hér á landi? Láttu okkur vita eða sendu okkur myndir á ritstjorn(hja)visir.is.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.