Lífið

Síðhærður Will Ferrell í gulum regnfötum við tökur á Eurovision-myndinni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Will Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni.
Will Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni. Vísir/Getty

Tökur eru hafnar á Eurovision-mynd bandaríska gamanleikarans Will Ferrell. Á myndum sem breskir fjölmiðlar birta frá tökustað í Edinborg í Skotlandi má sjá síðhærðan Ferrell í gulum regnfötum. Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni.

Töluvert hefur verið fjallað um hina væntanlegu grínmynd sem á að stórum hluta að gerast á Íslandi. Aðalleikarnir tveir eru sagðir leika hlutverk íslenskra söngvara sem fái tækifæri að taka þátt í Eurovision. Fjöldi þekktra Íslendinga mun leika í myndinni ásamt ýmsum bandarískum stórstjörnum.

Þá voru haldnar opnar prufur fyrir Eurovision-myndina á Húsavík í síðasta mánuði, og því líklegt að myndin verði að einhverju leyti tekin upp hér á landi.

Sjá einnigHjálpaði Ferrell og McAdams með íslenskan framburð fyrir Eurovision-myndina

Tökur eru sem fyrr hafnar í Skotlandi og á myndum sem breskir fjölmiðlar hafa birt á undanförnum dögum frá tökustað má sjá Ferrell og McAdams í mjög íslenskum aðstæðum. Þannig má sjá þau í grasi vöxnu klettabelti við hliðina á litlum torfbæ.

Ferrell skartar síðu hári og er hann klæddur í gulan regnjakka. Þá má sjá að Rachel McAdams er klædd í bláar bomsur og eitthvað sem lítur út fyrir að vera ullarpeysa.

Í frétt Daily Record segir að til standi að taka stóran hluta myndarinnar upp í Edinborg. Tilkynnt var í dag að loka þurfi götum í borginni í dag og á morgun á meðan tökur fara fram. Meðal leikara í myndinni eru Pierce Brosnan og Demi Lovato.

Myndir frá tökustað má sjá hér og hér.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.