Trump vill löggjöf sem kveður á um dauðarefsingu fyrir fjöldamorð og hatursglæpi Sylvía Hall skrifar 5. ágúst 2019 14:55 Frá blaðamannafundinum í dag. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segir mikilvægt að Bandaríkin taki afstöðu gegn hvítum þjóðernissinnum í kjölfar tveggja skotárása sem urðu um helgina. Báðir árásarmennirnir voru ungir, hvítir karlmenn og hafði annar þeirra sent frá sér stefnuyfirlýsingu þar sem hann fjallaði um „innrás“ fólks frá rómönsku Ameríku og vildi „verja Bandaríkin“. Trump sagði á blaðamannafundi í dag að það þyrfti að bregðast fyrr við ef einstaklingar þættu líklegir til þess að fremja slík voðaverk. Hann sagðist meðal annars ætla í samstarf með samfélagsmiðlum til þess að koma auga á líklega árásarmenn og stöðva þá af áður en þeir létu til skarar skríða. „Á þeim tveimur áratugum sem hafa liðið frá árásinni í Columbine hefur okkar þjóð fylgst með hverri skotárásinni á fætur annarri með auknum ótta, aftur og aftur, áratug eftir áratug. Við getum ekki leyft okkur að líða eins og við séum vanmáttug. Við getum, og við munum, stöðva illa farald. Við verðum að heiðra minningu þeirra sem við höfum misst með því standa saman sem eitt,“ sagði Trump í ræðu sinni. Hann sagði sárin aldrei gróa ef þjóðin væri sundruð. Hann sagði mikilvægt að þjóðin myndi hætta að upphefja ofbeldi og nefndi þar sérstaklega tölvuleiki. Það væri of auðvelt fyrir ungt fólk í dag að komast í tæri við umhverfi þar sem ofbeldi væri allsráðandi. Þá þyrfti að bæta eftirlit með andlega veikum til þess að bregðast við í tæka tíð og veita nauðsynlega hjálp. Vill sjá dauðarefsingu „hratt og örugglega“ Trump hefur áður sagt að ekkert geti réttlætt dráp á saklausu fólki eftir skotárásina í Texas um helgina. Á blaðamannafundinum í dag sagðist hann ætla að leita til dómsmálaráðuneytisins og fara fram á að þeir sem fremji slík voðaverk eigi yfir höfði sér dauðarefsingu. „Ég vil leggja til löggjöf sem tryggir að þeir sem fremja hatursglæpi og fjöldamorð eigi yfir höfði sér dauðarefsingu og að þessi refsing verði framkvæmd hratt og örugglega án þess að það líði ár og endalausar tafir verði á.“ Hann sagði afrek sín á sviði skotvopnalöggjafar vera stór í forsetatíð sinni en það þyrfti að gera betur. Þjóðin þyrfti að finna hugrekki til þess að svara hatri með einingu og ást og sagðist ekki vera í neinum vafa um það að þjóðin myndi „sigra“. „Valið er okkar og aðeins okkar, það er ekki undir andlega veikum skrímslum komið heldur okkur. Ef okkur tekst að samþykkja lög, eftir öll þessi ár, munum við tryggja að þeir sem hafa orðið fyrir árásum dóu ekki til einskis,“ sagði forsetinn áður en hann bað guð um að geyma fórnarlömb skotárása og ástvini þeirra. Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Varð fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að bjarga ungabarni sínu Jordan Anchondo og eiginmaður hennar Andre voru að versla skólaföng í Walmart þegar maður hóf skothríð í versluninni í El Paso í Texasríki í gær. 4. ágúst 2019 23:43 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir mikilvægt að Bandaríkin taki afstöðu gegn hvítum þjóðernissinnum í kjölfar tveggja skotárása sem urðu um helgina. Báðir árásarmennirnir voru ungir, hvítir karlmenn og hafði annar þeirra sent frá sér stefnuyfirlýsingu þar sem hann fjallaði um „innrás“ fólks frá rómönsku Ameríku og vildi „verja Bandaríkin“. Trump sagði á blaðamannafundi í dag að það þyrfti að bregðast fyrr við ef einstaklingar þættu líklegir til þess að fremja slík voðaverk. Hann sagðist meðal annars ætla í samstarf með samfélagsmiðlum til þess að koma auga á líklega árásarmenn og stöðva þá af áður en þeir létu til skarar skríða. „Á þeim tveimur áratugum sem hafa liðið frá árásinni í Columbine hefur okkar þjóð fylgst með hverri skotárásinni á fætur annarri með auknum ótta, aftur og aftur, áratug eftir áratug. Við getum ekki leyft okkur að líða eins og við séum vanmáttug. Við getum, og við munum, stöðva illa farald. Við verðum að heiðra minningu þeirra sem við höfum misst með því standa saman sem eitt,“ sagði Trump í ræðu sinni. Hann sagði sárin aldrei gróa ef þjóðin væri sundruð. Hann sagði mikilvægt að þjóðin myndi hætta að upphefja ofbeldi og nefndi þar sérstaklega tölvuleiki. Það væri of auðvelt fyrir ungt fólk í dag að komast í tæri við umhverfi þar sem ofbeldi væri allsráðandi. Þá þyrfti að bæta eftirlit með andlega veikum til þess að bregðast við í tæka tíð og veita nauðsynlega hjálp. Vill sjá dauðarefsingu „hratt og örugglega“ Trump hefur áður sagt að ekkert geti réttlætt dráp á saklausu fólki eftir skotárásina í Texas um helgina. Á blaðamannafundinum í dag sagðist hann ætla að leita til dómsmálaráðuneytisins og fara fram á að þeir sem fremji slík voðaverk eigi yfir höfði sér dauðarefsingu. „Ég vil leggja til löggjöf sem tryggir að þeir sem fremja hatursglæpi og fjöldamorð eigi yfir höfði sér dauðarefsingu og að þessi refsing verði framkvæmd hratt og örugglega án þess að það líði ár og endalausar tafir verði á.“ Hann sagði afrek sín á sviði skotvopnalöggjafar vera stór í forsetatíð sinni en það þyrfti að gera betur. Þjóðin þyrfti að finna hugrekki til þess að svara hatri með einingu og ást og sagðist ekki vera í neinum vafa um það að þjóðin myndi „sigra“. „Valið er okkar og aðeins okkar, það er ekki undir andlega veikum skrímslum komið heldur okkur. Ef okkur tekst að samþykkja lög, eftir öll þessi ár, munum við tryggja að þeir sem hafa orðið fyrir árásum dóu ekki til einskis,“ sagði forsetinn áður en hann bað guð um að geyma fórnarlömb skotárása og ástvini þeirra.
Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Varð fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að bjarga ungabarni sínu Jordan Anchondo og eiginmaður hennar Andre voru að versla skólaföng í Walmart þegar maður hóf skothríð í versluninni í El Paso í Texasríki í gær. 4. ágúst 2019 23:43 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30
Varð fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að bjarga ungabarni sínu Jordan Anchondo og eiginmaður hennar Andre voru að versla skólaföng í Walmart þegar maður hóf skothríð í versluninni í El Paso í Texasríki í gær. 4. ágúst 2019 23:43
Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02