Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. ágúst 2019 14:30 Systir árásarmannsins er á meðal þeirra sem lést. AP/Marshall Gorby Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School.Fjölmiðlar í Bandaríkjunum greina frá þessu en á vef CNN er haft eftir fjórum fyrrverandi samnemendum hans að á meðan þeir voru nemendur í skólanum fyrir nokkrum árum hafi þeim verið tjáð að nöfn þeirra hafi fundist á dauða-og nauðgunarlista sem Betts á að hafa haldið. Segja þau að Betts hafi verið vikið tímabundið úr skólanum vegna listans Listanum var skipt í tvo dálka og voru aðeins strákar í dauðadálknum, stelpur í nauðgunardálknum. Fréttir af listanum hafa vakið athygli ekki síst fyrir þær sakir að lögregluyfirvöld í Dayton að hafa sagt að ekki hafi fundist neitt í skrám um hann sem hefði átt að koma í veg fyrir að hann gæti nálgast byssuna sem hann notaði í árásinni. Betts var vopnaður hríðskotabyssu er hann hóf skothríð fyrir utan skemmtistað í Dayton. Í frétt AP segir að lögregla hafi á sínum tíma rannsakað listann og að þriðjungur nemenda skólans hafi um skamma hríð ekki þorað að koma í skólann vegna listans. Í frétt CNN segir að Betts hafi snúið aftur í skólann eftir að hafa verið vikið tímabundið úr skólanum.Níu létiust í árásinni.AP/John MinchilloSkólayfirvöld hafa lítið viljað staðfesta annað en það að Betts hafi stundað nám við skólann, verið sé að safna gögnum um hann. Í samtali við CNN segir ein af þeim sem var á lista hans að Betts hafi gjarnan leikið sér að því að herma eftir skotárásum. Hinn 24 ára Betts var skotinn til bana af lögreglumönnum á innan við mínútu eftir að hann hóf skothríðina. Meðal þeirra sem létust var systir Betts. Árásin í Ohio var gerð innan við sólarhring eftir mannskæða skotárás í El Paso í Texas þar sem 20 létust og fjölmargir særðust. Skotárásirnar tvær hafa orðið til þess að enn á ný er kallað eftir því að skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum verði hert. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna ávarpaði bandarísku þjóðina fyrr í dag. Þar kenndi hann meðal annars tölvuleikjum, internetinu og stöðu mála í geðheilbrigðismálum um skotárásir í Bandaríkjunum.President Trump says that the internet and social media are helping fuel mass shootings, and he has directed the US Justice Dept. to work with local agencies and social media companies to detect attackers before they strike. "We can and will stop this evil contagion." pic.twitter.com/rBRrFIyrVi — MSNBC (@MSNBC) August 5, 2019 Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Systir árásarmannsins í Dayton meðal látinna Systir árásarmannsins sem varð níu manns að bana í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki er meðal þeirra sem létust í árásinni. Hún hét Megan Betts og var 22 ára. 4. ágúst 2019 21:10 Níu látnir eftir aðra skotárásina á 13 tímum Níu eru látnir og 16 særðust í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki í nótt. Lögreglan í Dayton segir að auk hinna níu fórnarlamba sé árásarmaðurinn látinn. 4. ágúst 2019 09:41 Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Sjá meira
Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School.Fjölmiðlar í Bandaríkjunum greina frá þessu en á vef CNN er haft eftir fjórum fyrrverandi samnemendum hans að á meðan þeir voru nemendur í skólanum fyrir nokkrum árum hafi þeim verið tjáð að nöfn þeirra hafi fundist á dauða-og nauðgunarlista sem Betts á að hafa haldið. Segja þau að Betts hafi verið vikið tímabundið úr skólanum vegna listans Listanum var skipt í tvo dálka og voru aðeins strákar í dauðadálknum, stelpur í nauðgunardálknum. Fréttir af listanum hafa vakið athygli ekki síst fyrir þær sakir að lögregluyfirvöld í Dayton að hafa sagt að ekki hafi fundist neitt í skrám um hann sem hefði átt að koma í veg fyrir að hann gæti nálgast byssuna sem hann notaði í árásinni. Betts var vopnaður hríðskotabyssu er hann hóf skothríð fyrir utan skemmtistað í Dayton. Í frétt AP segir að lögregla hafi á sínum tíma rannsakað listann og að þriðjungur nemenda skólans hafi um skamma hríð ekki þorað að koma í skólann vegna listans. Í frétt CNN segir að Betts hafi snúið aftur í skólann eftir að hafa verið vikið tímabundið úr skólanum.Níu létiust í árásinni.AP/John MinchilloSkólayfirvöld hafa lítið viljað staðfesta annað en það að Betts hafi stundað nám við skólann, verið sé að safna gögnum um hann. Í samtali við CNN segir ein af þeim sem var á lista hans að Betts hafi gjarnan leikið sér að því að herma eftir skotárásum. Hinn 24 ára Betts var skotinn til bana af lögreglumönnum á innan við mínútu eftir að hann hóf skothríðina. Meðal þeirra sem létust var systir Betts. Árásin í Ohio var gerð innan við sólarhring eftir mannskæða skotárás í El Paso í Texas þar sem 20 létust og fjölmargir særðust. Skotárásirnar tvær hafa orðið til þess að enn á ný er kallað eftir því að skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum verði hert. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna ávarpaði bandarísku þjóðina fyrr í dag. Þar kenndi hann meðal annars tölvuleikjum, internetinu og stöðu mála í geðheilbrigðismálum um skotárásir í Bandaríkjunum.President Trump says that the internet and social media are helping fuel mass shootings, and he has directed the US Justice Dept. to work with local agencies and social media companies to detect attackers before they strike. "We can and will stop this evil contagion." pic.twitter.com/rBRrFIyrVi — MSNBC (@MSNBC) August 5, 2019
Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Systir árásarmannsins í Dayton meðal látinna Systir árásarmannsins sem varð níu manns að bana í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki er meðal þeirra sem létust í árásinni. Hún hét Megan Betts og var 22 ára. 4. ágúst 2019 21:10 Níu látnir eftir aðra skotárásina á 13 tímum Níu eru látnir og 16 særðust í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki í nótt. Lögreglan í Dayton segir að auk hinna níu fórnarlamba sé árásarmaðurinn látinn. 4. ágúst 2019 09:41 Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Sjá meira
Systir árásarmannsins í Dayton meðal látinna Systir árásarmannsins sem varð níu manns að bana í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki er meðal þeirra sem létust í árásinni. Hún hét Megan Betts og var 22 ára. 4. ágúst 2019 21:10
Níu látnir eftir aðra skotárásina á 13 tímum Níu eru látnir og 16 særðust í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki í nótt. Lögreglan í Dayton segir að auk hinna níu fórnarlamba sé árásarmaðurinn látinn. 4. ágúst 2019 09:41
Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33