Meirihluti andsnúinn því að kæra Trump Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2019 10:37 Trump hefur lýst Mueller-skýrslunni sem algerri hreinsun saka fyrir sig. Meirihluti landsmanna telur hann hins vegar hafa logið um efni rannsóknarinnar. Vísir/EPA Flestir Bandaríkjamenn eru mótfallnir því að Bandaríkjaþing kæri Donald Trump forseta fyrir embættisbrot nú þegar niðurstöður Rússarannsóknarinnar svonefndu liggja fyrir. Engu að síður telur meirihluti þeirra að forsetinn hafi logið að almenningi um rannsóknina. Skýrsla Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump við þá var gerð opinber að mestu leyti á skírdag. Hún fjallar einnig um tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar. Mueller sýndi ekki fram á að glæpsamlegt samsæri hafi átt sér stað á milli framboðs Trump og Rússa þó að hann hafi skráð fjölda samskipta á milli þeirra. Þá tók hann ekki afstöðu til þess hvort forsetinn hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar en lýsti þess í stöð fjölda atvika sem túlka mætti þannig. Í skoðanakönnun Washington Post og ABC-sjónvarpsstöðvarinnar segjast 56% nú andsnúin því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings byrji að undirbúa kæru gegn forsetanum fyrir embættisbrot en 37% segjast því fylgjandi. Afstaða svarenda í könnuninni einkennist af miklum flokkadráttum. Sex af hverjum tíu demókrötum vilja að forsetinn verði kærður en níu af hverjum tíu repúblikönum eru því mótfallnir. Af óháðum kjósendum eru sex af hverjum tíu á móti kæru og hefur þeim fjölgað frá sambærilegri könnun í janúar. Engu að síður telur meirihluti svarenda að Trump forseti hafi logið um efni sem rannsóknin beindist að, um sex af hverjum tíu. Níu af hverjum tíu demókrötum telja forsetann hafa sagt ósatt, sex af hverjum tíu óháðum kjósendum en aðeins tveir af hverjum tíu repúblikönum. Vinsældir Trump mælast nú 39% í könnuninni sem Washington Post segir að sé tölfræðilega ómarktæk breyting frá því í janúar. Á meðal skráðra kjósenda segjast 42% ánægð með störf forsetans en 54% óánægð. Nærri því sex af hverjum tíu svarendum segja að skýrsla Mueller hafi ekki breytt afstöðu þeirra til ríkisstjórn Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Sjá meira
Flestir Bandaríkjamenn eru mótfallnir því að Bandaríkjaþing kæri Donald Trump forseta fyrir embættisbrot nú þegar niðurstöður Rússarannsóknarinnar svonefndu liggja fyrir. Engu að síður telur meirihluti þeirra að forsetinn hafi logið að almenningi um rannsóknina. Skýrsla Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump við þá var gerð opinber að mestu leyti á skírdag. Hún fjallar einnig um tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar. Mueller sýndi ekki fram á að glæpsamlegt samsæri hafi átt sér stað á milli framboðs Trump og Rússa þó að hann hafi skráð fjölda samskipta á milli þeirra. Þá tók hann ekki afstöðu til þess hvort forsetinn hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar en lýsti þess í stöð fjölda atvika sem túlka mætti þannig. Í skoðanakönnun Washington Post og ABC-sjónvarpsstöðvarinnar segjast 56% nú andsnúin því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings byrji að undirbúa kæru gegn forsetanum fyrir embættisbrot en 37% segjast því fylgjandi. Afstaða svarenda í könnuninni einkennist af miklum flokkadráttum. Sex af hverjum tíu demókrötum vilja að forsetinn verði kærður en níu af hverjum tíu repúblikönum eru því mótfallnir. Af óháðum kjósendum eru sex af hverjum tíu á móti kæru og hefur þeim fjölgað frá sambærilegri könnun í janúar. Engu að síður telur meirihluti svarenda að Trump forseti hafi logið um efni sem rannsóknin beindist að, um sex af hverjum tíu. Níu af hverjum tíu demókrötum telja forsetann hafa sagt ósatt, sex af hverjum tíu óháðum kjósendum en aðeins tveir af hverjum tíu repúblikönum. Vinsældir Trump mælast nú 39% í könnuninni sem Washington Post segir að sé tölfræðilega ómarktæk breyting frá því í janúar. Á meðal skráðra kjósenda segjast 42% ánægð með störf forsetans en 54% óánægð. Nærri því sex af hverjum tíu svarendum segja að skýrsla Mueller hafi ekki breytt afstöðu þeirra til ríkisstjórn Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Sjá meira