Meirihluti andsnúinn því að kæra Trump Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2019 10:37 Trump hefur lýst Mueller-skýrslunni sem algerri hreinsun saka fyrir sig. Meirihluti landsmanna telur hann hins vegar hafa logið um efni rannsóknarinnar. Vísir/EPA Flestir Bandaríkjamenn eru mótfallnir því að Bandaríkjaþing kæri Donald Trump forseta fyrir embættisbrot nú þegar niðurstöður Rússarannsóknarinnar svonefndu liggja fyrir. Engu að síður telur meirihluti þeirra að forsetinn hafi logið að almenningi um rannsóknina. Skýrsla Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump við þá var gerð opinber að mestu leyti á skírdag. Hún fjallar einnig um tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar. Mueller sýndi ekki fram á að glæpsamlegt samsæri hafi átt sér stað á milli framboðs Trump og Rússa þó að hann hafi skráð fjölda samskipta á milli þeirra. Þá tók hann ekki afstöðu til þess hvort forsetinn hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar en lýsti þess í stöð fjölda atvika sem túlka mætti þannig. Í skoðanakönnun Washington Post og ABC-sjónvarpsstöðvarinnar segjast 56% nú andsnúin því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings byrji að undirbúa kæru gegn forsetanum fyrir embættisbrot en 37% segjast því fylgjandi. Afstaða svarenda í könnuninni einkennist af miklum flokkadráttum. Sex af hverjum tíu demókrötum vilja að forsetinn verði kærður en níu af hverjum tíu repúblikönum eru því mótfallnir. Af óháðum kjósendum eru sex af hverjum tíu á móti kæru og hefur þeim fjölgað frá sambærilegri könnun í janúar. Engu að síður telur meirihluti svarenda að Trump forseti hafi logið um efni sem rannsóknin beindist að, um sex af hverjum tíu. Níu af hverjum tíu demókrötum telja forsetann hafa sagt ósatt, sex af hverjum tíu óháðum kjósendum en aðeins tveir af hverjum tíu repúblikönum. Vinsældir Trump mælast nú 39% í könnuninni sem Washington Post segir að sé tölfræðilega ómarktæk breyting frá því í janúar. Á meðal skráðra kjósenda segjast 42% ánægð með störf forsetans en 54% óánægð. Nærri því sex af hverjum tíu svarendum segja að skýrsla Mueller hafi ekki breytt afstöðu þeirra til ríkisstjórn Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Flestir Bandaríkjamenn eru mótfallnir því að Bandaríkjaþing kæri Donald Trump forseta fyrir embættisbrot nú þegar niðurstöður Rússarannsóknarinnar svonefndu liggja fyrir. Engu að síður telur meirihluti þeirra að forsetinn hafi logið að almenningi um rannsóknina. Skýrsla Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump við þá var gerð opinber að mestu leyti á skírdag. Hún fjallar einnig um tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar. Mueller sýndi ekki fram á að glæpsamlegt samsæri hafi átt sér stað á milli framboðs Trump og Rússa þó að hann hafi skráð fjölda samskipta á milli þeirra. Þá tók hann ekki afstöðu til þess hvort forsetinn hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar en lýsti þess í stöð fjölda atvika sem túlka mætti þannig. Í skoðanakönnun Washington Post og ABC-sjónvarpsstöðvarinnar segjast 56% nú andsnúin því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings byrji að undirbúa kæru gegn forsetanum fyrir embættisbrot en 37% segjast því fylgjandi. Afstaða svarenda í könnuninni einkennist af miklum flokkadráttum. Sex af hverjum tíu demókrötum vilja að forsetinn verði kærður en níu af hverjum tíu repúblikönum eru því mótfallnir. Af óháðum kjósendum eru sex af hverjum tíu á móti kæru og hefur þeim fjölgað frá sambærilegri könnun í janúar. Engu að síður telur meirihluti svarenda að Trump forseti hafi logið um efni sem rannsóknin beindist að, um sex af hverjum tíu. Níu af hverjum tíu demókrötum telja forsetann hafa sagt ósatt, sex af hverjum tíu óháðum kjósendum en aðeins tveir af hverjum tíu repúblikönum. Vinsældir Trump mælast nú 39% í könnuninni sem Washington Post segir að sé tölfræðilega ómarktæk breyting frá því í janúar. Á meðal skráðra kjósenda segjast 42% ánægð með störf forsetans en 54% óánægð. Nærri því sex af hverjum tíu svarendum segja að skýrsla Mueller hafi ekki breytt afstöðu þeirra til ríkisstjórn Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira