„Við biðluðum til þeirra og grátbáðum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. ágúst 2019 21:45 Rapparinn kveðst saklaus. Vísir/Getty Bandaríski rapparinn A$AP Rocky, sem ákærður er fyrir líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní, bar við sakleysi sínu í dómssal í dag, en réttað hefur verið yfir honum í Svíþjóð síðan á þriðjudag. Segist hann hafa grátbeðið meint fórnarlömb líkamsárásarinnar, sem hann segir hafa boðið sér birginn, um farsæl málalok og sagt þeim að hann vildi ekki að til átaka kæmi. „Við biðluðum til þeirra og grátbáðum, við sögðum „Heyrðu, við viljum ekki slást við ykkur. Við viljum engin fleiri vandamál. Við viljum ekki fara í fangelsi. Við viljum ekki slást. Vinsamlegast hættið að elta okkur,““ sagði rapparinn, hvers raunverulega nafn er Rakim Mayers, þegar hann bar vitni í málinu. Mayers var í byrjun júlí handtekinn ásamt tveimur öðrum mönnum grunaður um líkamsárás og hefur setið í gæsluvarðhaldi frá handtöku. Hann hafði nýlega verið aðalnúmerið á sænskri hip-hop hátíð, Smash x Stadion, sem haldin var í Stokkhólmi.Taldi meint fórnarlömb vera undir áhrifum fíkniefna Við vitnaleiðslur í dag, þar sem lögmenn spurðu rapparann spjörunum úr, sagðist hann hafa verið í skoðunarferð um Stokkhólm ásamt fylgdarliði sínu þegar tveir menn nálguðust þá og neituðu að láta þá í friði. Þá hafi öryggisvörður rapparans ýtt öðrum mannanna í burtu. „Ég gat ekki annað en gert ráð fyrir að þessir náungar væru undir áhrifum einhverskonar lyfja,“ er haft eftir Mayers í frétt NBC. Lið rapparans hafi því næst reynt að fjarlægjast mennina og tekið flöskur upp af jörðinni með það fyrir augum að forða því að mennirnir tveir gætu náð í þær. Þeir hafi einnig reynt að panta bíl með skutlþjónustunni Uber, án árangurs. Þá hafi mennirnir gerst enn árásargjarnari og ráðist á öryggisvörð Mayers. Það hafi verið þá sem rapparinn ákvað að blanda sér í átökin. Þeir hafi ekki hringt í lögregluna þar sem þeir kynnu ekki neyðarnúmerið í Svíþjóð og haf einfaldlega viljað komast eins fljótt og unnt væri upp á hótelið sitt. Yfirvöld í Stokkhólmi segja eina manneskju hafa skorist með glerbrotum úr flösku og hlotið aðra áverka í slagsmálunum. Einum öryggisverði Mayers var þá sleppt stuttu eftir handtökurnar á rapparanum og tveimur úr liði hans. Bandaríkin Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu. 25. júlí 2019 09:07 Sérfræðingur í gíslatökum fylgist með réttarhöldum Rocky Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent sérstakan erindreka Bandaríkjanna, sem almennt hlutast til um mál þar sem gíslatökur koma við sögu, til Svíþjóðar til þess að fylgjast með réttarhöldum yfir rapparanum A$AP Rocky. 30. júlí 2019 22:05 A$AP Rocky neitar sök við réttarhöld í Stokkhólmi Rapparinn, ásamt tveimur öðrum mönnum, er sakaður um að hafa ráðist á mann í borginni í lok júní. 30. júlí 2019 10:16 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Bandaríski rapparinn A$AP Rocky, sem ákærður er fyrir líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní, bar við sakleysi sínu í dómssal í dag, en réttað hefur verið yfir honum í Svíþjóð síðan á þriðjudag. Segist hann hafa grátbeðið meint fórnarlömb líkamsárásarinnar, sem hann segir hafa boðið sér birginn, um farsæl málalok og sagt þeim að hann vildi ekki að til átaka kæmi. „Við biðluðum til þeirra og grátbáðum, við sögðum „Heyrðu, við viljum ekki slást við ykkur. Við viljum engin fleiri vandamál. Við viljum ekki fara í fangelsi. Við viljum ekki slást. Vinsamlegast hættið að elta okkur,““ sagði rapparinn, hvers raunverulega nafn er Rakim Mayers, þegar hann bar vitni í málinu. Mayers var í byrjun júlí handtekinn ásamt tveimur öðrum mönnum grunaður um líkamsárás og hefur setið í gæsluvarðhaldi frá handtöku. Hann hafði nýlega verið aðalnúmerið á sænskri hip-hop hátíð, Smash x Stadion, sem haldin var í Stokkhólmi.Taldi meint fórnarlömb vera undir áhrifum fíkniefna Við vitnaleiðslur í dag, þar sem lögmenn spurðu rapparann spjörunum úr, sagðist hann hafa verið í skoðunarferð um Stokkhólm ásamt fylgdarliði sínu þegar tveir menn nálguðust þá og neituðu að láta þá í friði. Þá hafi öryggisvörður rapparans ýtt öðrum mannanna í burtu. „Ég gat ekki annað en gert ráð fyrir að þessir náungar væru undir áhrifum einhverskonar lyfja,“ er haft eftir Mayers í frétt NBC. Lið rapparans hafi því næst reynt að fjarlægjast mennina og tekið flöskur upp af jörðinni með það fyrir augum að forða því að mennirnir tveir gætu náð í þær. Þeir hafi einnig reynt að panta bíl með skutlþjónustunni Uber, án árangurs. Þá hafi mennirnir gerst enn árásargjarnari og ráðist á öryggisvörð Mayers. Það hafi verið þá sem rapparinn ákvað að blanda sér í átökin. Þeir hafi ekki hringt í lögregluna þar sem þeir kynnu ekki neyðarnúmerið í Svíþjóð og haf einfaldlega viljað komast eins fljótt og unnt væri upp á hótelið sitt. Yfirvöld í Stokkhólmi segja eina manneskju hafa skorist með glerbrotum úr flösku og hlotið aðra áverka í slagsmálunum. Einum öryggisverði Mayers var þá sleppt stuttu eftir handtökurnar á rapparanum og tveimur úr liði hans.
Bandaríkin Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu. 25. júlí 2019 09:07 Sérfræðingur í gíslatökum fylgist með réttarhöldum Rocky Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent sérstakan erindreka Bandaríkjanna, sem almennt hlutast til um mál þar sem gíslatökur koma við sögu, til Svíþjóðar til þess að fylgjast með réttarhöldum yfir rapparanum A$AP Rocky. 30. júlí 2019 22:05 A$AP Rocky neitar sök við réttarhöld í Stokkhólmi Rapparinn, ásamt tveimur öðrum mönnum, er sakaður um að hafa ráðist á mann í borginni í lok júní. 30. júlí 2019 10:16 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu. 25. júlí 2019 09:07
Sérfræðingur í gíslatökum fylgist með réttarhöldum Rocky Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent sérstakan erindreka Bandaríkjanna, sem almennt hlutast til um mál þar sem gíslatökur koma við sögu, til Svíþjóðar til þess að fylgjast með réttarhöldum yfir rapparanum A$AP Rocky. 30. júlí 2019 22:05
A$AP Rocky neitar sök við réttarhöld í Stokkhólmi Rapparinn, ásamt tveimur öðrum mönnum, er sakaður um að hafa ráðist á mann í borginni í lok júní. 30. júlí 2019 10:16