Strákarnir í Pepsi Max-mörkunum greindu seinna markið vel sem byrjar á langri sendingu frá Árna Snæ. Skagamenn eru það fljótir upp að þeir skilja FH-inga eftir.
Bjarki Steinn Bjarkason komst í fínt færi og kláraði það frábærlega.
„Þetta er ekki alveg boðlegt að menn skuli ekki hlaupa til baka eins og FH gerir,“ sagði Logi Ólafsson.
Markið og umræðuna má sjá hér að neðan.