Kúrdísk stjórnmálakona tekin af lífi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. október 2019 09:03 Sýrlenskar hersveitir studdar af Tyrkjum vinna nú að landvinningum á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Vísir/AP Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum leiða nú árásir inn í sýrlenskar landamæraborgir og bæi með landvinninga fyrir augum. Einn slíkur hópur tók í gær níu almenna borgara af lífi, en meðal þeirra var kúrdísk stjórnmálakona. Guardian greinir frá þessu og vitnar í mannréttindasamtök í Sýrlandi. Í umfjöllun miðilsins kemur fram að bifreiðar borgaranna sem teknir voru af lífi hafi verið stöðvaðar á hraðbraut við landamæri Sýrlands og Tyrklands og fólkið dregið út af áðurnefndum hernaðarhópum. Fólkið hafi í kjölfarið verið drepið. „Borgararnir níu voru teknir af lífi á mismunandi tímapunktum suður við bæinn Tal Abyad,“ hefur Guardian eftir samtökunum. Einhverjar aftakanna náðust á myndbandsupptökur á farsíma og hafa vakið sterk viðbrögð þeirra sem saka Tyrki um tilraunir til þjóðernishreinsana á Kúrdum. Kúrdíska stjórnmálakonan Havrin Khalaf og bílstjóri hennar voru á meðal þeirra sem drepin voru. Myndband af aftökunni, tekið upp af þeim sem myrti þau, sýnir þegar þau, ásamt fleira fólki, eru skotin við kant hraðbrautarinnar. Í myndbandinu má einnig heyra vígamennina hreyta ókvæðisorðum að fólkinu. Bandarísk yfirvöld hafa staðfest að upptökur af aftökunum eru ósviknar. „Khalaf var tekin út úr bifreið sinni í miðri árás studdri af Tyrkjum og tekin af lífi af málaliðaher studdum af tyrkneskum yfirvöldum,“ segir í yfirlýsingu Sýrlenska lýðræðishersins, SDF. Khalaf var aðalritari Framtíðarflokks Sýrlands. Hún var 35 ára. Multu Civiroglu, sérfræðingur í kúrdískum stjórnmálum, sagði sjónarsvipti vera að henni fyrir Kúrda. „Hún var mikill málamiðlari. Hún tók þátt í öllum fundum með Bandaríkjamönnum, Frökkum og öðrum fulltrúum erlendra ríkja. Donald Trump, Bandaríkjaforseti tilkynnti fyrir nokkrum dögum að Bandaríkjaher myndi draga sig frá norðanverðu Sýrlandi. Ákvörðunin tekin eftir símtal á milli forseta Bandaríkjanna og Tyrklands. Ákvörðunin hefur víða verið gagnrýnd, ekki síst vegna þeirrar samvinnu sem átti sér stað á milli hersveita Bandaríkjanna og Kúrda í stríðinu við hryðjuverkasamtökin ISIS. Hersveitir Tyrkja hafa á undanförnum dögum unnið land í norðanverðu Sýrlandi þar á meðal fjölda þorpa. Talið er að vegna innrásarinnar hafi um 100.000 manns flúið heimili sín. Tyrklandsforseti hefur greint frá því að innrásin muni ekki stoppa fyrr en að hersveitir Kúrda dragi sig meira en 32 kílómetra frá landamærunum. Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Sýrland: Óttast að óbreyttum borgurum og börnum sé ekki hlíft Alþjóðaráð Rauða krossins minnir á að þeir sem taka þátt í átökunum í Sýrlandi er skylt samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum að hlífa óbreyttum borgurum og öllum öðrum sem ekki taka þátt í hernaðaraðgerðum. UNICEF ítrekar kröfu um að börnum – og þeim innviðum sem þau þurfa á að halda – verði hlíft í samræmi við alþjóðalög. 11. október 2019 16:30 Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn 12. október 2019 16:45 Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum leiða nú árásir inn í sýrlenskar landamæraborgir og bæi með landvinninga fyrir augum. Einn slíkur hópur tók í gær níu almenna borgara af lífi, en meðal þeirra var kúrdísk stjórnmálakona. Guardian greinir frá þessu og vitnar í mannréttindasamtök í Sýrlandi. Í umfjöllun miðilsins kemur fram að bifreiðar borgaranna sem teknir voru af lífi hafi verið stöðvaðar á hraðbraut við landamæri Sýrlands og Tyrklands og fólkið dregið út af áðurnefndum hernaðarhópum. Fólkið hafi í kjölfarið verið drepið. „Borgararnir níu voru teknir af lífi á mismunandi tímapunktum suður við bæinn Tal Abyad,“ hefur Guardian eftir samtökunum. Einhverjar aftakanna náðust á myndbandsupptökur á farsíma og hafa vakið sterk viðbrögð þeirra sem saka Tyrki um tilraunir til þjóðernishreinsana á Kúrdum. Kúrdíska stjórnmálakonan Havrin Khalaf og bílstjóri hennar voru á meðal þeirra sem drepin voru. Myndband af aftökunni, tekið upp af þeim sem myrti þau, sýnir þegar þau, ásamt fleira fólki, eru skotin við kant hraðbrautarinnar. Í myndbandinu má einnig heyra vígamennina hreyta ókvæðisorðum að fólkinu. Bandarísk yfirvöld hafa staðfest að upptökur af aftökunum eru ósviknar. „Khalaf var tekin út úr bifreið sinni í miðri árás studdri af Tyrkjum og tekin af lífi af málaliðaher studdum af tyrkneskum yfirvöldum,“ segir í yfirlýsingu Sýrlenska lýðræðishersins, SDF. Khalaf var aðalritari Framtíðarflokks Sýrlands. Hún var 35 ára. Multu Civiroglu, sérfræðingur í kúrdískum stjórnmálum, sagði sjónarsvipti vera að henni fyrir Kúrda. „Hún var mikill málamiðlari. Hún tók þátt í öllum fundum með Bandaríkjamönnum, Frökkum og öðrum fulltrúum erlendra ríkja. Donald Trump, Bandaríkjaforseti tilkynnti fyrir nokkrum dögum að Bandaríkjaher myndi draga sig frá norðanverðu Sýrlandi. Ákvörðunin tekin eftir símtal á milli forseta Bandaríkjanna og Tyrklands. Ákvörðunin hefur víða verið gagnrýnd, ekki síst vegna þeirrar samvinnu sem átti sér stað á milli hersveita Bandaríkjanna og Kúrda í stríðinu við hryðjuverkasamtökin ISIS. Hersveitir Tyrkja hafa á undanförnum dögum unnið land í norðanverðu Sýrlandi þar á meðal fjölda þorpa. Talið er að vegna innrásarinnar hafi um 100.000 manns flúið heimili sín. Tyrklandsforseti hefur greint frá því að innrásin muni ekki stoppa fyrr en að hersveitir Kúrda dragi sig meira en 32 kílómetra frá landamærunum.
Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Sýrland: Óttast að óbreyttum borgurum og börnum sé ekki hlíft Alþjóðaráð Rauða krossins minnir á að þeir sem taka þátt í átökunum í Sýrlandi er skylt samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum að hlífa óbreyttum borgurum og öllum öðrum sem ekki taka þátt í hernaðaraðgerðum. UNICEF ítrekar kröfu um að börnum – og þeim innviðum sem þau þurfa á að halda – verði hlíft í samræmi við alþjóðalög. 11. október 2019 16:30 Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn 12. október 2019 16:45 Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Sýrland: Óttast að óbreyttum borgurum og börnum sé ekki hlíft Alþjóðaráð Rauða krossins minnir á að þeir sem taka þátt í átökunum í Sýrlandi er skylt samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum að hlífa óbreyttum borgurum og öllum öðrum sem ekki taka þátt í hernaðaraðgerðum. UNICEF ítrekar kröfu um að börnum – og þeim innviðum sem þau þurfa á að halda – verði hlíft í samræmi við alþjóðalög. 11. október 2019 16:30
Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn 12. október 2019 16:45
Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38