Kúrdísk stjórnmálakona tekin af lífi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. október 2019 09:03 Sýrlenskar hersveitir studdar af Tyrkjum vinna nú að landvinningum á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Vísir/AP Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum leiða nú árásir inn í sýrlenskar landamæraborgir og bæi með landvinninga fyrir augum. Einn slíkur hópur tók í gær níu almenna borgara af lífi, en meðal þeirra var kúrdísk stjórnmálakona. Guardian greinir frá þessu og vitnar í mannréttindasamtök í Sýrlandi. Í umfjöllun miðilsins kemur fram að bifreiðar borgaranna sem teknir voru af lífi hafi verið stöðvaðar á hraðbraut við landamæri Sýrlands og Tyrklands og fólkið dregið út af áðurnefndum hernaðarhópum. Fólkið hafi í kjölfarið verið drepið. „Borgararnir níu voru teknir af lífi á mismunandi tímapunktum suður við bæinn Tal Abyad,“ hefur Guardian eftir samtökunum. Einhverjar aftakanna náðust á myndbandsupptökur á farsíma og hafa vakið sterk viðbrögð þeirra sem saka Tyrki um tilraunir til þjóðernishreinsana á Kúrdum. Kúrdíska stjórnmálakonan Havrin Khalaf og bílstjóri hennar voru á meðal þeirra sem drepin voru. Myndband af aftökunni, tekið upp af þeim sem myrti þau, sýnir þegar þau, ásamt fleira fólki, eru skotin við kant hraðbrautarinnar. Í myndbandinu má einnig heyra vígamennina hreyta ókvæðisorðum að fólkinu. Bandarísk yfirvöld hafa staðfest að upptökur af aftökunum eru ósviknar. „Khalaf var tekin út úr bifreið sinni í miðri árás studdri af Tyrkjum og tekin af lífi af málaliðaher studdum af tyrkneskum yfirvöldum,“ segir í yfirlýsingu Sýrlenska lýðræðishersins, SDF. Khalaf var aðalritari Framtíðarflokks Sýrlands. Hún var 35 ára. Multu Civiroglu, sérfræðingur í kúrdískum stjórnmálum, sagði sjónarsvipti vera að henni fyrir Kúrda. „Hún var mikill málamiðlari. Hún tók þátt í öllum fundum með Bandaríkjamönnum, Frökkum og öðrum fulltrúum erlendra ríkja. Donald Trump, Bandaríkjaforseti tilkynnti fyrir nokkrum dögum að Bandaríkjaher myndi draga sig frá norðanverðu Sýrlandi. Ákvörðunin tekin eftir símtal á milli forseta Bandaríkjanna og Tyrklands. Ákvörðunin hefur víða verið gagnrýnd, ekki síst vegna þeirrar samvinnu sem átti sér stað á milli hersveita Bandaríkjanna og Kúrda í stríðinu við hryðjuverkasamtökin ISIS. Hersveitir Tyrkja hafa á undanförnum dögum unnið land í norðanverðu Sýrlandi þar á meðal fjölda þorpa. Talið er að vegna innrásarinnar hafi um 100.000 manns flúið heimili sín. Tyrklandsforseti hefur greint frá því að innrásin muni ekki stoppa fyrr en að hersveitir Kúrda dragi sig meira en 32 kílómetra frá landamærunum. Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Sýrland: Óttast að óbreyttum borgurum og börnum sé ekki hlíft Alþjóðaráð Rauða krossins minnir á að þeir sem taka þátt í átökunum í Sýrlandi er skylt samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum að hlífa óbreyttum borgurum og öllum öðrum sem ekki taka þátt í hernaðaraðgerðum. UNICEF ítrekar kröfu um að börnum – og þeim innviðum sem þau þurfa á að halda – verði hlíft í samræmi við alþjóðalög. 11. október 2019 16:30 Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn 12. október 2019 16:45 Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum leiða nú árásir inn í sýrlenskar landamæraborgir og bæi með landvinninga fyrir augum. Einn slíkur hópur tók í gær níu almenna borgara af lífi, en meðal þeirra var kúrdísk stjórnmálakona. Guardian greinir frá þessu og vitnar í mannréttindasamtök í Sýrlandi. Í umfjöllun miðilsins kemur fram að bifreiðar borgaranna sem teknir voru af lífi hafi verið stöðvaðar á hraðbraut við landamæri Sýrlands og Tyrklands og fólkið dregið út af áðurnefndum hernaðarhópum. Fólkið hafi í kjölfarið verið drepið. „Borgararnir níu voru teknir af lífi á mismunandi tímapunktum suður við bæinn Tal Abyad,“ hefur Guardian eftir samtökunum. Einhverjar aftakanna náðust á myndbandsupptökur á farsíma og hafa vakið sterk viðbrögð þeirra sem saka Tyrki um tilraunir til þjóðernishreinsana á Kúrdum. Kúrdíska stjórnmálakonan Havrin Khalaf og bílstjóri hennar voru á meðal þeirra sem drepin voru. Myndband af aftökunni, tekið upp af þeim sem myrti þau, sýnir þegar þau, ásamt fleira fólki, eru skotin við kant hraðbrautarinnar. Í myndbandinu má einnig heyra vígamennina hreyta ókvæðisorðum að fólkinu. Bandarísk yfirvöld hafa staðfest að upptökur af aftökunum eru ósviknar. „Khalaf var tekin út úr bifreið sinni í miðri árás studdri af Tyrkjum og tekin af lífi af málaliðaher studdum af tyrkneskum yfirvöldum,“ segir í yfirlýsingu Sýrlenska lýðræðishersins, SDF. Khalaf var aðalritari Framtíðarflokks Sýrlands. Hún var 35 ára. Multu Civiroglu, sérfræðingur í kúrdískum stjórnmálum, sagði sjónarsvipti vera að henni fyrir Kúrda. „Hún var mikill málamiðlari. Hún tók þátt í öllum fundum með Bandaríkjamönnum, Frökkum og öðrum fulltrúum erlendra ríkja. Donald Trump, Bandaríkjaforseti tilkynnti fyrir nokkrum dögum að Bandaríkjaher myndi draga sig frá norðanverðu Sýrlandi. Ákvörðunin tekin eftir símtal á milli forseta Bandaríkjanna og Tyrklands. Ákvörðunin hefur víða verið gagnrýnd, ekki síst vegna þeirrar samvinnu sem átti sér stað á milli hersveita Bandaríkjanna og Kúrda í stríðinu við hryðjuverkasamtökin ISIS. Hersveitir Tyrkja hafa á undanförnum dögum unnið land í norðanverðu Sýrlandi þar á meðal fjölda þorpa. Talið er að vegna innrásarinnar hafi um 100.000 manns flúið heimili sín. Tyrklandsforseti hefur greint frá því að innrásin muni ekki stoppa fyrr en að hersveitir Kúrda dragi sig meira en 32 kílómetra frá landamærunum.
Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Sýrland: Óttast að óbreyttum borgurum og börnum sé ekki hlíft Alþjóðaráð Rauða krossins minnir á að þeir sem taka þátt í átökunum í Sýrlandi er skylt samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum að hlífa óbreyttum borgurum og öllum öðrum sem ekki taka þátt í hernaðaraðgerðum. UNICEF ítrekar kröfu um að börnum – og þeim innviðum sem þau þurfa á að halda – verði hlíft í samræmi við alþjóðalög. 11. október 2019 16:30 Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn 12. október 2019 16:45 Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Sýrland: Óttast að óbreyttum borgurum og börnum sé ekki hlíft Alþjóðaráð Rauða krossins minnir á að þeir sem taka þátt í átökunum í Sýrlandi er skylt samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum að hlífa óbreyttum borgurum og öllum öðrum sem ekki taka þátt í hernaðaraðgerðum. UNICEF ítrekar kröfu um að börnum – og þeim innviðum sem þau þurfa á að halda – verði hlíft í samræmi við alþjóðalög. 11. október 2019 16:30
Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn 12. október 2019 16:45
Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38