Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2019 10:38 Íbúar í norðanverðu Sýrlandi flýja undan loftárásum Tyrkja í gær. Vísir/AP Varnarmálaráðuneyti Tyrklands fullyrðir að hersveitir þess hafi náð fyrstu markmiðum sínum í innrásinni á yfirráðasvæði Kúrda í norðanverðu Sýrlandi sem hófst í gær. Tyrkneski herinn sæki nú lengra inn í Norður-Sýrland. Kúrdar halda því á móti fram að Tyrkjum hafi orðið lítt ágengt þrátt fyrir mikið sprengjuregn. Innrás Tyrkja í Sýrland hófst í gær eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti féllst á að draga til baka bandarískt herlið sem hefur starfað náið með Kúrdum í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams í norðanverðu Sýrlandi á sunnudag. Tyrkir létu sprengikúlum rigna yfir skotmörk í Sýrlandi í gær og hermenn eru nú sagðir sækja lengra inn í landið. Íbúar, sem áður þurftu að flýja Ríki íslams, neyddust aftur til að forða sér fótgangandi, á bílum og bifhjólum með dýnur og örfáar eigur sínar, að sögn AP-fréttaveitunnar. Hersveitir Kúrda, Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), gera lítið úr árangri Tyrkja. Tyrkneskir hermenn hafi ekki komist langt á þeim vígstöðvum sem þeir hafi opnað. AP segir að aðstæður á svæðinu geri erfitt um vik að sannreyna fullyrðingar ólíkra fylkinga.Breska ríkisútvarpið BBC segir að fregnir hafi barist af hörðum orrustum við landamæri Sýrlands og Tyrklands og jafnvel um mannfall óbreyttra borgara. Kúrdíski Rauði hálfmáninn fullyrðir að sjö óbreyttir borgarar í það minnsta hafi fallið, þar á meðal tvö börn. Nítján til viðbótar hafi særst alvarlega, þar á meðal fjögur börn. Þá saka Kúrdar Tyrki um að hafa varpað sprengjum á fangelsi þar sem vígamönnum Ríkis íslams er haldið í Qamishli við landamærin austanverð. Það hafi verið skýr tilraun til að hjálpa þeim að flýja. Reuters-fréttastofan segir að bandarískt herlið, sem hefur haldið sig til hlés á meðan Tyrkir ráðast á bandamenn þess, hafi tekið tvo þekkta liðsmenn Ríkis íslams í sína vörslu og komið þeim úr landi á öruggan stað. Öfgamennirnir eru sagðir koma úr hópi Breta sem bendlaðir hafa verið við morð á vestrænum gíslum. Vestræn ríki óttast um afdrif þúsunda liðsmanna hryðjuverkasamtakanna sem Kúrdar handsömuðu og hafa haldið í bráðabirgðafangelsum í norðanverðu Sýrlandi í innrás Tyrkja. Trump Bandaríkjaforseti lýsti takmörkuðum áhyggjum af því í gær, hryðjuverkamennirnir myndu flýja inn í Evrópu. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Kúrdar segja Tyrki ráðast gegn óbreyttum borgurum Evrópskir leiðtogar fordæma innrásina og hvetja Tyrki til stillingar. 9. október 2019 16:01 Segir Bandaríkjastjórn ekki hafa verið samþykka innrásinni Mike Pompeo reynir nú að verja þá ákvörðun Donald Trump forseta um að kalla bandaríska hermenn frá svæðinu. 10. október 2019 08:27 Hefur litlar áhyggjur af flótta ISIS-liða til Evrópu Hersveitir Tyrkja hafa gert innrás í norðausturhluta Sýrlands eftir loftárásir og stórskotaliðsárásir í dag. Nú í kvöld voru hermenn og sveitir hliðhollar Tyrkjum sendar yfir landamærin. 9. október 2019 21:45 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Tyrklands fullyrðir að hersveitir þess hafi náð fyrstu markmiðum sínum í innrásinni á yfirráðasvæði Kúrda í norðanverðu Sýrlandi sem hófst í gær. Tyrkneski herinn sæki nú lengra inn í Norður-Sýrland. Kúrdar halda því á móti fram að Tyrkjum hafi orðið lítt ágengt þrátt fyrir mikið sprengjuregn. Innrás Tyrkja í Sýrland hófst í gær eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti féllst á að draga til baka bandarískt herlið sem hefur starfað náið með Kúrdum í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams í norðanverðu Sýrlandi á sunnudag. Tyrkir létu sprengikúlum rigna yfir skotmörk í Sýrlandi í gær og hermenn eru nú sagðir sækja lengra inn í landið. Íbúar, sem áður þurftu að flýja Ríki íslams, neyddust aftur til að forða sér fótgangandi, á bílum og bifhjólum með dýnur og örfáar eigur sínar, að sögn AP-fréttaveitunnar. Hersveitir Kúrda, Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), gera lítið úr árangri Tyrkja. Tyrkneskir hermenn hafi ekki komist langt á þeim vígstöðvum sem þeir hafi opnað. AP segir að aðstæður á svæðinu geri erfitt um vik að sannreyna fullyrðingar ólíkra fylkinga.Breska ríkisútvarpið BBC segir að fregnir hafi barist af hörðum orrustum við landamæri Sýrlands og Tyrklands og jafnvel um mannfall óbreyttra borgara. Kúrdíski Rauði hálfmáninn fullyrðir að sjö óbreyttir borgarar í það minnsta hafi fallið, þar á meðal tvö börn. Nítján til viðbótar hafi særst alvarlega, þar á meðal fjögur börn. Þá saka Kúrdar Tyrki um að hafa varpað sprengjum á fangelsi þar sem vígamönnum Ríkis íslams er haldið í Qamishli við landamærin austanverð. Það hafi verið skýr tilraun til að hjálpa þeim að flýja. Reuters-fréttastofan segir að bandarískt herlið, sem hefur haldið sig til hlés á meðan Tyrkir ráðast á bandamenn þess, hafi tekið tvo þekkta liðsmenn Ríkis íslams í sína vörslu og komið þeim úr landi á öruggan stað. Öfgamennirnir eru sagðir koma úr hópi Breta sem bendlaðir hafa verið við morð á vestrænum gíslum. Vestræn ríki óttast um afdrif þúsunda liðsmanna hryðjuverkasamtakanna sem Kúrdar handsömuðu og hafa haldið í bráðabirgðafangelsum í norðanverðu Sýrlandi í innrás Tyrkja. Trump Bandaríkjaforseti lýsti takmörkuðum áhyggjum af því í gær, hryðjuverkamennirnir myndu flýja inn í Evrópu.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Kúrdar segja Tyrki ráðast gegn óbreyttum borgurum Evrópskir leiðtogar fordæma innrásina og hvetja Tyrki til stillingar. 9. október 2019 16:01 Segir Bandaríkjastjórn ekki hafa verið samþykka innrásinni Mike Pompeo reynir nú að verja þá ákvörðun Donald Trump forseta um að kalla bandaríska hermenn frá svæðinu. 10. október 2019 08:27 Hefur litlar áhyggjur af flótta ISIS-liða til Evrópu Hersveitir Tyrkja hafa gert innrás í norðausturhluta Sýrlands eftir loftárásir og stórskotaliðsárásir í dag. Nú í kvöld voru hermenn og sveitir hliðhollar Tyrkjum sendar yfir landamærin. 9. október 2019 21:45 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Kúrdar segja Tyrki ráðast gegn óbreyttum borgurum Evrópskir leiðtogar fordæma innrásina og hvetja Tyrki til stillingar. 9. október 2019 16:01
Segir Bandaríkjastjórn ekki hafa verið samþykka innrásinni Mike Pompeo reynir nú að verja þá ákvörðun Donald Trump forseta um að kalla bandaríska hermenn frá svæðinu. 10. október 2019 08:27
Hefur litlar áhyggjur af flótta ISIS-liða til Evrópu Hersveitir Tyrkja hafa gert innrás í norðausturhluta Sýrlands eftir loftárásir og stórskotaliðsárásir í dag. Nú í kvöld voru hermenn og sveitir hliðhollar Tyrkjum sendar yfir landamærin. 9. október 2019 21:45