Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2019 10:38 Íbúar í norðanverðu Sýrlandi flýja undan loftárásum Tyrkja í gær. Vísir/AP Varnarmálaráðuneyti Tyrklands fullyrðir að hersveitir þess hafi náð fyrstu markmiðum sínum í innrásinni á yfirráðasvæði Kúrda í norðanverðu Sýrlandi sem hófst í gær. Tyrkneski herinn sæki nú lengra inn í Norður-Sýrland. Kúrdar halda því á móti fram að Tyrkjum hafi orðið lítt ágengt þrátt fyrir mikið sprengjuregn. Innrás Tyrkja í Sýrland hófst í gær eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti féllst á að draga til baka bandarískt herlið sem hefur starfað náið með Kúrdum í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams í norðanverðu Sýrlandi á sunnudag. Tyrkir létu sprengikúlum rigna yfir skotmörk í Sýrlandi í gær og hermenn eru nú sagðir sækja lengra inn í landið. Íbúar, sem áður þurftu að flýja Ríki íslams, neyddust aftur til að forða sér fótgangandi, á bílum og bifhjólum með dýnur og örfáar eigur sínar, að sögn AP-fréttaveitunnar. Hersveitir Kúrda, Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), gera lítið úr árangri Tyrkja. Tyrkneskir hermenn hafi ekki komist langt á þeim vígstöðvum sem þeir hafi opnað. AP segir að aðstæður á svæðinu geri erfitt um vik að sannreyna fullyrðingar ólíkra fylkinga.Breska ríkisútvarpið BBC segir að fregnir hafi barist af hörðum orrustum við landamæri Sýrlands og Tyrklands og jafnvel um mannfall óbreyttra borgara. Kúrdíski Rauði hálfmáninn fullyrðir að sjö óbreyttir borgarar í það minnsta hafi fallið, þar á meðal tvö börn. Nítján til viðbótar hafi særst alvarlega, þar á meðal fjögur börn. Þá saka Kúrdar Tyrki um að hafa varpað sprengjum á fangelsi þar sem vígamönnum Ríkis íslams er haldið í Qamishli við landamærin austanverð. Það hafi verið skýr tilraun til að hjálpa þeim að flýja. Reuters-fréttastofan segir að bandarískt herlið, sem hefur haldið sig til hlés á meðan Tyrkir ráðast á bandamenn þess, hafi tekið tvo þekkta liðsmenn Ríkis íslams í sína vörslu og komið þeim úr landi á öruggan stað. Öfgamennirnir eru sagðir koma úr hópi Breta sem bendlaðir hafa verið við morð á vestrænum gíslum. Vestræn ríki óttast um afdrif þúsunda liðsmanna hryðjuverkasamtakanna sem Kúrdar handsömuðu og hafa haldið í bráðabirgðafangelsum í norðanverðu Sýrlandi í innrás Tyrkja. Trump Bandaríkjaforseti lýsti takmörkuðum áhyggjum af því í gær, hryðjuverkamennirnir myndu flýja inn í Evrópu. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Kúrdar segja Tyrki ráðast gegn óbreyttum borgurum Evrópskir leiðtogar fordæma innrásina og hvetja Tyrki til stillingar. 9. október 2019 16:01 Segir Bandaríkjastjórn ekki hafa verið samþykka innrásinni Mike Pompeo reynir nú að verja þá ákvörðun Donald Trump forseta um að kalla bandaríska hermenn frá svæðinu. 10. október 2019 08:27 Hefur litlar áhyggjur af flótta ISIS-liða til Evrópu Hersveitir Tyrkja hafa gert innrás í norðausturhluta Sýrlands eftir loftárásir og stórskotaliðsárásir í dag. Nú í kvöld voru hermenn og sveitir hliðhollar Tyrkjum sendar yfir landamærin. 9. október 2019 21:45 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Tyrklands fullyrðir að hersveitir þess hafi náð fyrstu markmiðum sínum í innrásinni á yfirráðasvæði Kúrda í norðanverðu Sýrlandi sem hófst í gær. Tyrkneski herinn sæki nú lengra inn í Norður-Sýrland. Kúrdar halda því á móti fram að Tyrkjum hafi orðið lítt ágengt þrátt fyrir mikið sprengjuregn. Innrás Tyrkja í Sýrland hófst í gær eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti féllst á að draga til baka bandarískt herlið sem hefur starfað náið með Kúrdum í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams í norðanverðu Sýrlandi á sunnudag. Tyrkir létu sprengikúlum rigna yfir skotmörk í Sýrlandi í gær og hermenn eru nú sagðir sækja lengra inn í landið. Íbúar, sem áður þurftu að flýja Ríki íslams, neyddust aftur til að forða sér fótgangandi, á bílum og bifhjólum með dýnur og örfáar eigur sínar, að sögn AP-fréttaveitunnar. Hersveitir Kúrda, Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), gera lítið úr árangri Tyrkja. Tyrkneskir hermenn hafi ekki komist langt á þeim vígstöðvum sem þeir hafi opnað. AP segir að aðstæður á svæðinu geri erfitt um vik að sannreyna fullyrðingar ólíkra fylkinga.Breska ríkisútvarpið BBC segir að fregnir hafi barist af hörðum orrustum við landamæri Sýrlands og Tyrklands og jafnvel um mannfall óbreyttra borgara. Kúrdíski Rauði hálfmáninn fullyrðir að sjö óbreyttir borgarar í það minnsta hafi fallið, þar á meðal tvö börn. Nítján til viðbótar hafi særst alvarlega, þar á meðal fjögur börn. Þá saka Kúrdar Tyrki um að hafa varpað sprengjum á fangelsi þar sem vígamönnum Ríkis íslams er haldið í Qamishli við landamærin austanverð. Það hafi verið skýr tilraun til að hjálpa þeim að flýja. Reuters-fréttastofan segir að bandarískt herlið, sem hefur haldið sig til hlés á meðan Tyrkir ráðast á bandamenn þess, hafi tekið tvo þekkta liðsmenn Ríkis íslams í sína vörslu og komið þeim úr landi á öruggan stað. Öfgamennirnir eru sagðir koma úr hópi Breta sem bendlaðir hafa verið við morð á vestrænum gíslum. Vestræn ríki óttast um afdrif þúsunda liðsmanna hryðjuverkasamtakanna sem Kúrdar handsömuðu og hafa haldið í bráðabirgðafangelsum í norðanverðu Sýrlandi í innrás Tyrkja. Trump Bandaríkjaforseti lýsti takmörkuðum áhyggjum af því í gær, hryðjuverkamennirnir myndu flýja inn í Evrópu.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Kúrdar segja Tyrki ráðast gegn óbreyttum borgurum Evrópskir leiðtogar fordæma innrásina og hvetja Tyrki til stillingar. 9. október 2019 16:01 Segir Bandaríkjastjórn ekki hafa verið samþykka innrásinni Mike Pompeo reynir nú að verja þá ákvörðun Donald Trump forseta um að kalla bandaríska hermenn frá svæðinu. 10. október 2019 08:27 Hefur litlar áhyggjur af flótta ISIS-liða til Evrópu Hersveitir Tyrkja hafa gert innrás í norðausturhluta Sýrlands eftir loftárásir og stórskotaliðsárásir í dag. Nú í kvöld voru hermenn og sveitir hliðhollar Tyrkjum sendar yfir landamærin. 9. október 2019 21:45 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Kúrdar segja Tyrki ráðast gegn óbreyttum borgurum Evrópskir leiðtogar fordæma innrásina og hvetja Tyrki til stillingar. 9. október 2019 16:01
Segir Bandaríkjastjórn ekki hafa verið samþykka innrásinni Mike Pompeo reynir nú að verja þá ákvörðun Donald Trump forseta um að kalla bandaríska hermenn frá svæðinu. 10. október 2019 08:27
Hefur litlar áhyggjur af flótta ISIS-liða til Evrópu Hersveitir Tyrkja hafa gert innrás í norðausturhluta Sýrlands eftir loftárásir og stórskotaliðsárásir í dag. Nú í kvöld voru hermenn og sveitir hliðhollar Tyrkjum sendar yfir landamærin. 9. október 2019 21:45
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent