Koscielny særði Arsenal goðsögn með uppátæki sínu í gær: „Þú ættir að skammast þín“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2019 10:00 Laurent Koscielny klæddi sig úr treyju Arsenal og var í treyju Bordeaux undir. Mynd/Twitter/FC Girondins de Bordeaux Laurent Koscielny er ekki lengur leikmaður Arsenal eftir að hann samdi við franska liðið Bordeaux í gær. Hvernig hann yfirgaf félagið og hvernig hann var kynntur í Frakklandi hefur ekki fallið vel í kramið hinum megin við Ermarsundið. Hinn 33 ára gamli Laurent Koscielny kom lítt þekktur til Arsenal þegar hann var 25 ára gamall og hafði aldrei spilað landsleik fyrir Frakka. Nú níu árum og 51 landsleik síðar gerði hann allt í sínu valdi til að losa sig undan síðasta árin samnings síns. Þessi brottför Laurent Koscielny frá Arsenal hefur nefnilega verið eitt stórt klúður og ekki fyrirliða félagsins sæmandi. Það er hægt að gagnrýna það harðlega þegar fyrirliði félags fer í verkfall til að þvinga fram sölu en það er annað að halda síðan áfram að gera lítið úr sínu gamla félagi þegar salan er gengin í gegn. Það finnst mörgum stuðningsmönnum Arsenal Laurent Koscielny hafa einmitt gert á samfélagsmiðlum Bordeaux í gær. Í myndbandinu á miðlum Bordeaux þá klæddi Laurent Koscielny sig úr Arsenal-treyjunni og var í treyju Bordeaux undir. Einn af þeim sem móðgaðist er Arsenal goðsögnin Ian Wright eins og sjá má hér fyrir neðan.This hurts. The level of disrespect You should be ashamed for the way you've left the club after 9 years! Got what you wanted and still trying to have a dig Hope it's worth it in the long run. https://t.co/7ShuTVss2u — Ian Wright (@IanWright0) August 6, 2019 „Þetta er sárt. Þvílík vanvirðing. Þú ættir að skammast þín fyrir hvernig þú yfirgafst félagið eftir níu ár. Þú fékkst það sem þú vildir og er samt ennþá að reyna að koma höggi á félagið. Ég vona að þetta sé þess virði fyrir þig,“ skrifaði Ian Wright undir myndbandið. Ian Wright spilaði sjálfur í sjö tímabil hjá Arsenal og skoraði 185 mörk í 288 leikjum í öllum keppnum fyrir félagið. Hann yfirgaf Arsneal sem markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins en Thierry Henry bætti metið hans árið 2005. Arsenal seldi Wright til West Ham United fyrir 500 þúsund pund sumarið 1998 en hann var þá að verða 35 ára. Ian Wright náði að spila fyrir fjögur félög (West Ham United, Nottingham Forest, Celtic og Burnley) áður en ferill hans endaði tveimur árum síðar. Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira
Laurent Koscielny er ekki lengur leikmaður Arsenal eftir að hann samdi við franska liðið Bordeaux í gær. Hvernig hann yfirgaf félagið og hvernig hann var kynntur í Frakklandi hefur ekki fallið vel í kramið hinum megin við Ermarsundið. Hinn 33 ára gamli Laurent Koscielny kom lítt þekktur til Arsenal þegar hann var 25 ára gamall og hafði aldrei spilað landsleik fyrir Frakka. Nú níu árum og 51 landsleik síðar gerði hann allt í sínu valdi til að losa sig undan síðasta árin samnings síns. Þessi brottför Laurent Koscielny frá Arsenal hefur nefnilega verið eitt stórt klúður og ekki fyrirliða félagsins sæmandi. Það er hægt að gagnrýna það harðlega þegar fyrirliði félags fer í verkfall til að þvinga fram sölu en það er annað að halda síðan áfram að gera lítið úr sínu gamla félagi þegar salan er gengin í gegn. Það finnst mörgum stuðningsmönnum Arsenal Laurent Koscielny hafa einmitt gert á samfélagsmiðlum Bordeaux í gær. Í myndbandinu á miðlum Bordeaux þá klæddi Laurent Koscielny sig úr Arsenal-treyjunni og var í treyju Bordeaux undir. Einn af þeim sem móðgaðist er Arsenal goðsögnin Ian Wright eins og sjá má hér fyrir neðan.This hurts. The level of disrespect You should be ashamed for the way you've left the club after 9 years! Got what you wanted and still trying to have a dig Hope it's worth it in the long run. https://t.co/7ShuTVss2u — Ian Wright (@IanWright0) August 6, 2019 „Þetta er sárt. Þvílík vanvirðing. Þú ættir að skammast þín fyrir hvernig þú yfirgafst félagið eftir níu ár. Þú fékkst það sem þú vildir og er samt ennþá að reyna að koma höggi á félagið. Ég vona að þetta sé þess virði fyrir þig,“ skrifaði Ian Wright undir myndbandið. Ian Wright spilaði sjálfur í sjö tímabil hjá Arsenal og skoraði 185 mörk í 288 leikjum í öllum keppnum fyrir félagið. Hann yfirgaf Arsneal sem markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins en Thierry Henry bætti metið hans árið 2005. Arsenal seldi Wright til West Ham United fyrir 500 þúsund pund sumarið 1998 en hann var þá að verða 35 ára. Ian Wright náði að spila fyrir fjögur félög (West Ham United, Nottingham Forest, Celtic og Burnley) áður en ferill hans endaði tveimur árum síðar.
Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira