Yfirvöld í Rússlandi harma neikvæð samskipti við Washington eftir Mueller skýrsluna

Skýrslan, sem var birt á þriðjudag, greinir þó frá því að mikil samskipti hafi verið á milli framboðs Donalds Trumps og rússneskra útsendara sem hafi reynt að halla kosningunum Trump í vil. Hins vegar kom fram í skýrslunni að ekkert glæpsamlegt athæfi hafi verið á milli framboðs Trumps og Rússlands.
Talsmaður rússneskra yfirvalda sagði á blaðamannafundi að yfirvöld í Rússlandi hörmuðu þau neikvæðu áhrif sem skýrslan hafi haft á samskipti rússneskra yfirvalda og yfirvalda í Washington.
Tengdar fréttir

Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina
Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan.

"Ekkert samráð“
Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti á blaðamannafundi sínum í dag, Mueller skýrsluna svokölluðu.

Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum
Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg.

Mueller-skýrslan kynnt í dag
Mueller-skýrslan, afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump, kemur verður birt í dag.