Leiðtogi ISIS sagður hafa sprengt sig í loft upp í miðri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2019 07:27 Abu Bakr al-Baghdadi. Vísir/AP Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa greint frá því í morgun að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í sérstakri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í Idlib-héraði í norðurhluta Sýrlands. Búist er við tilkynningu frá Bandaríkjaforseta klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. CNN hefur eftir heimildarmönnum sínum innan bandaríska stjórnkerfisins aðgerðin hafi verið framkvæmd í gær og að Baghdadi hafi látist er hann virkjaði sprengjubelti sem hann bar um sig miðjan. Áður hefur verið greint frá því að hann hafi ávallt sofið með sprengjubelti utan um sig af ótta við að vera handsamaður. Endanleg staðfesting á þvi hvort um Baghdadi hafi verið að ræða bíður endanlegar staðfestingar á meðan verið er að kanna DNA og önnur sönnunargögn á vettvangi. Engu að síður telja stjórnvöld í Bandaríkjunum að al-Baghdadi hafi látist í aðgerðinni. Hvíta húsið hefur ekki viljað staðfesta fréttirnar en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að koma með „meiriháttar tilkynningu“ klukkan eitt að íslenskum tíma í dag. Tilkynningin tengist utanríkismálum að því er fram kemur á vef CNN. Sjálfur tísti Trump í nótt um að eitthvað „mjög stórt“ hafi verið að gerast.Something very big has just happened! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 27, 2019 Baghdadi hefur verið lengi í felum en hann hefur stýrt ISIS og forverum þess frá árinu 2010, líkt og ítarlega var fjallað um hér. Eftir sigra ISIS sumarið 2014 steig Baghdadi í pontu í Nour al-Din moskunni í Mosul og lýsti yfir stofnun kalífadæmis Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Ein mikilvægasta eiginkonan í ISIS hefur aðstoðað við að hafa hendur í hári Baghdadi Umm Sayyaf, eiginkona Abu Sayyaf, sem lengi var einn mikilvægasti liðsmaður hryðjuverkasamtakanna ISIS, hefur aðstoðað bandarísku leyniþjónustuna, CIA, sem og leyniþjónustu Kúrda, við það að hafa hendur í hári Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS. 31. maí 2019 23:30 Hvíta húsið segir kalífadæmi ISIS heyra sögunni til Enn standa þó yfir stakir bardagar á milli ISIS-liða og sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra í austurhluta Sýrlands. 22. mars 2019 16:54 ISIS-leiðtogi sést í fyrsta skiptið í fimm ár Ekki er vitað hvenær myndbandið var tekið upp en samtökin segja það hafa verið í apríl. 29. apríl 2019 23:01 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Sjá meira
Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa greint frá því í morgun að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í sérstakri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í Idlib-héraði í norðurhluta Sýrlands. Búist er við tilkynningu frá Bandaríkjaforseta klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. CNN hefur eftir heimildarmönnum sínum innan bandaríska stjórnkerfisins aðgerðin hafi verið framkvæmd í gær og að Baghdadi hafi látist er hann virkjaði sprengjubelti sem hann bar um sig miðjan. Áður hefur verið greint frá því að hann hafi ávallt sofið með sprengjubelti utan um sig af ótta við að vera handsamaður. Endanleg staðfesting á þvi hvort um Baghdadi hafi verið að ræða bíður endanlegar staðfestingar á meðan verið er að kanna DNA og önnur sönnunargögn á vettvangi. Engu að síður telja stjórnvöld í Bandaríkjunum að al-Baghdadi hafi látist í aðgerðinni. Hvíta húsið hefur ekki viljað staðfesta fréttirnar en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að koma með „meiriháttar tilkynningu“ klukkan eitt að íslenskum tíma í dag. Tilkynningin tengist utanríkismálum að því er fram kemur á vef CNN. Sjálfur tísti Trump í nótt um að eitthvað „mjög stórt“ hafi verið að gerast.Something very big has just happened! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 27, 2019 Baghdadi hefur verið lengi í felum en hann hefur stýrt ISIS og forverum þess frá árinu 2010, líkt og ítarlega var fjallað um hér. Eftir sigra ISIS sumarið 2014 steig Baghdadi í pontu í Nour al-Din moskunni í Mosul og lýsti yfir stofnun kalífadæmis Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Ein mikilvægasta eiginkonan í ISIS hefur aðstoðað við að hafa hendur í hári Baghdadi Umm Sayyaf, eiginkona Abu Sayyaf, sem lengi var einn mikilvægasti liðsmaður hryðjuverkasamtakanna ISIS, hefur aðstoðað bandarísku leyniþjónustuna, CIA, sem og leyniþjónustu Kúrda, við það að hafa hendur í hári Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS. 31. maí 2019 23:30 Hvíta húsið segir kalífadæmi ISIS heyra sögunni til Enn standa þó yfir stakir bardagar á milli ISIS-liða og sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra í austurhluta Sýrlands. 22. mars 2019 16:54 ISIS-leiðtogi sést í fyrsta skiptið í fimm ár Ekki er vitað hvenær myndbandið var tekið upp en samtökin segja það hafa verið í apríl. 29. apríl 2019 23:01 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Sjá meira
Ein mikilvægasta eiginkonan í ISIS hefur aðstoðað við að hafa hendur í hári Baghdadi Umm Sayyaf, eiginkona Abu Sayyaf, sem lengi var einn mikilvægasti liðsmaður hryðjuverkasamtakanna ISIS, hefur aðstoðað bandarísku leyniþjónustuna, CIA, sem og leyniþjónustu Kúrda, við það að hafa hendur í hári Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS. 31. maí 2019 23:30
Hvíta húsið segir kalífadæmi ISIS heyra sögunni til Enn standa þó yfir stakir bardagar á milli ISIS-liða og sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra í austurhluta Sýrlands. 22. mars 2019 16:54
ISIS-leiðtogi sést í fyrsta skiptið í fimm ár Ekki er vitað hvenær myndbandið var tekið upp en samtökin segja það hafa verið í apríl. 29. apríl 2019 23:01