Leiðtogi ISIS sagður hafa sprengt sig í loft upp í miðri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2019 07:27 Abu Bakr al-Baghdadi. Vísir/AP Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa greint frá því í morgun að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í sérstakri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í Idlib-héraði í norðurhluta Sýrlands. Búist er við tilkynningu frá Bandaríkjaforseta klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. CNN hefur eftir heimildarmönnum sínum innan bandaríska stjórnkerfisins aðgerðin hafi verið framkvæmd í gær og að Baghdadi hafi látist er hann virkjaði sprengjubelti sem hann bar um sig miðjan. Áður hefur verið greint frá því að hann hafi ávallt sofið með sprengjubelti utan um sig af ótta við að vera handsamaður. Endanleg staðfesting á þvi hvort um Baghdadi hafi verið að ræða bíður endanlegar staðfestingar á meðan verið er að kanna DNA og önnur sönnunargögn á vettvangi. Engu að síður telja stjórnvöld í Bandaríkjunum að al-Baghdadi hafi látist í aðgerðinni. Hvíta húsið hefur ekki viljað staðfesta fréttirnar en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að koma með „meiriháttar tilkynningu“ klukkan eitt að íslenskum tíma í dag. Tilkynningin tengist utanríkismálum að því er fram kemur á vef CNN. Sjálfur tísti Trump í nótt um að eitthvað „mjög stórt“ hafi verið að gerast.Something very big has just happened! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 27, 2019 Baghdadi hefur verið lengi í felum en hann hefur stýrt ISIS og forverum þess frá árinu 2010, líkt og ítarlega var fjallað um hér. Eftir sigra ISIS sumarið 2014 steig Baghdadi í pontu í Nour al-Din moskunni í Mosul og lýsti yfir stofnun kalífadæmis Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Ein mikilvægasta eiginkonan í ISIS hefur aðstoðað við að hafa hendur í hári Baghdadi Umm Sayyaf, eiginkona Abu Sayyaf, sem lengi var einn mikilvægasti liðsmaður hryðjuverkasamtakanna ISIS, hefur aðstoðað bandarísku leyniþjónustuna, CIA, sem og leyniþjónustu Kúrda, við það að hafa hendur í hári Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS. 31. maí 2019 23:30 Hvíta húsið segir kalífadæmi ISIS heyra sögunni til Enn standa þó yfir stakir bardagar á milli ISIS-liða og sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra í austurhluta Sýrlands. 22. mars 2019 16:54 ISIS-leiðtogi sést í fyrsta skiptið í fimm ár Ekki er vitað hvenær myndbandið var tekið upp en samtökin segja það hafa verið í apríl. 29. apríl 2019 23:01 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa greint frá því í morgun að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í sérstakri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í Idlib-héraði í norðurhluta Sýrlands. Búist er við tilkynningu frá Bandaríkjaforseta klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. CNN hefur eftir heimildarmönnum sínum innan bandaríska stjórnkerfisins aðgerðin hafi verið framkvæmd í gær og að Baghdadi hafi látist er hann virkjaði sprengjubelti sem hann bar um sig miðjan. Áður hefur verið greint frá því að hann hafi ávallt sofið með sprengjubelti utan um sig af ótta við að vera handsamaður. Endanleg staðfesting á þvi hvort um Baghdadi hafi verið að ræða bíður endanlegar staðfestingar á meðan verið er að kanna DNA og önnur sönnunargögn á vettvangi. Engu að síður telja stjórnvöld í Bandaríkjunum að al-Baghdadi hafi látist í aðgerðinni. Hvíta húsið hefur ekki viljað staðfesta fréttirnar en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ætla að koma með „meiriháttar tilkynningu“ klukkan eitt að íslenskum tíma í dag. Tilkynningin tengist utanríkismálum að því er fram kemur á vef CNN. Sjálfur tísti Trump í nótt um að eitthvað „mjög stórt“ hafi verið að gerast.Something very big has just happened! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 27, 2019 Baghdadi hefur verið lengi í felum en hann hefur stýrt ISIS og forverum þess frá árinu 2010, líkt og ítarlega var fjallað um hér. Eftir sigra ISIS sumarið 2014 steig Baghdadi í pontu í Nour al-Din moskunni í Mosul og lýsti yfir stofnun kalífadæmis Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Ein mikilvægasta eiginkonan í ISIS hefur aðstoðað við að hafa hendur í hári Baghdadi Umm Sayyaf, eiginkona Abu Sayyaf, sem lengi var einn mikilvægasti liðsmaður hryðjuverkasamtakanna ISIS, hefur aðstoðað bandarísku leyniþjónustuna, CIA, sem og leyniþjónustu Kúrda, við það að hafa hendur í hári Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS. 31. maí 2019 23:30 Hvíta húsið segir kalífadæmi ISIS heyra sögunni til Enn standa þó yfir stakir bardagar á milli ISIS-liða og sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra í austurhluta Sýrlands. 22. mars 2019 16:54 ISIS-leiðtogi sést í fyrsta skiptið í fimm ár Ekki er vitað hvenær myndbandið var tekið upp en samtökin segja það hafa verið í apríl. 29. apríl 2019 23:01 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Ein mikilvægasta eiginkonan í ISIS hefur aðstoðað við að hafa hendur í hári Baghdadi Umm Sayyaf, eiginkona Abu Sayyaf, sem lengi var einn mikilvægasti liðsmaður hryðjuverkasamtakanna ISIS, hefur aðstoðað bandarísku leyniþjónustuna, CIA, sem og leyniþjónustu Kúrda, við það að hafa hendur í hári Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS. 31. maí 2019 23:30
Hvíta húsið segir kalífadæmi ISIS heyra sögunni til Enn standa þó yfir stakir bardagar á milli ISIS-liða og sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra í austurhluta Sýrlands. 22. mars 2019 16:54
ISIS-leiðtogi sést í fyrsta skiptið í fimm ár Ekki er vitað hvenær myndbandið var tekið upp en samtökin segja það hafa verið í apríl. 29. apríl 2019 23:01