Baghdadi sagður sofa með sprengjubelti Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2016 14:05 Abu Bakr al-Baghdadi. Vísir/GETTY Árásin á Mosul, höfuðvígi Íslamska ríkisins í Írak, virðist taka verulega á vígamenn samtakanna sem og forystu. Aftökum hefur fjölgað verulega og vígamennirnir eru sagðir þjást af ofsóknarbrjálæði. Þá er Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, sagður hafa sofið með sprengjubelti utan um sig af ótta við að vera handsamaður.Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hefur írakska hernum borist textaskilaboð frá aðila sem heldur til í borginni um nokkurra vikna skeið. Sá aðili hefur lýst sífellt stressaðri vígamönnum og hefur hann einnig lýst því sem hefur verið að gerast í borginni. Fréttaveitan hefur staðfest frá hverjum skilaboðin eru en ekki er hægt að staðfesta að upplýsingarnar séu réttar. Hins vegar segja embættismenn að upplýsingarnar stemmi við þá mynd sem yfirvöld hafa af stöðunni í borginni. Í skilaboðunum kemur fram að uppljóstrarar og svikarar séu reglulega teknir af lífi í Mosul. Þá er Baghdadi sagður vera hættur að sjást opinberlega og að hann haldi til í göngum undir borginni. Bresk yfirvöld segja þó að líklega hafi Baghdadi yfirgefið borgina í byrjun mánaðarins. Yfirvöld Írak eru sammála því og telja Baghdadi vera í Nineveh héraði við landamæri Sýrlands. Háttsettir embættismenn Kúrda sögðu Reuters að aftökurnar séu merki um að Íslamska ríkið sé að missa tökin. Fall Mosul væri þó enginn endir á átökum við ISIS. „Þeir munu snúa sér aftur að óhefðbundnum hernaði, og sjálfsmorðsárásum mun fjölga á sjálfstjórnarsvæðinu, í írökskum borgum og annars staðar,“ segir Masrour Barzani, formaður öryggisráðs sjálfstjórnarsvæðisins. „Baráttan við ISIS verður löng. Ekki bara hernaðarlega heldur einnig efnahagslega og hugsjónalega.“ Mið-Austurlönd Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Árásin á Mosul, höfuðvígi Íslamska ríkisins í Írak, virðist taka verulega á vígamenn samtakanna sem og forystu. Aftökum hefur fjölgað verulega og vígamennirnir eru sagðir þjást af ofsóknarbrjálæði. Þá er Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, sagður hafa sofið með sprengjubelti utan um sig af ótta við að vera handsamaður.Samkvæmt Reuters fréttaveitunni hefur írakska hernum borist textaskilaboð frá aðila sem heldur til í borginni um nokkurra vikna skeið. Sá aðili hefur lýst sífellt stressaðri vígamönnum og hefur hann einnig lýst því sem hefur verið að gerast í borginni. Fréttaveitan hefur staðfest frá hverjum skilaboðin eru en ekki er hægt að staðfesta að upplýsingarnar séu réttar. Hins vegar segja embættismenn að upplýsingarnar stemmi við þá mynd sem yfirvöld hafa af stöðunni í borginni. Í skilaboðunum kemur fram að uppljóstrarar og svikarar séu reglulega teknir af lífi í Mosul. Þá er Baghdadi sagður vera hættur að sjást opinberlega og að hann haldi til í göngum undir borginni. Bresk yfirvöld segja þó að líklega hafi Baghdadi yfirgefið borgina í byrjun mánaðarins. Yfirvöld Írak eru sammála því og telja Baghdadi vera í Nineveh héraði við landamæri Sýrlands. Háttsettir embættismenn Kúrda sögðu Reuters að aftökurnar séu merki um að Íslamska ríkið sé að missa tökin. Fall Mosul væri þó enginn endir á átökum við ISIS. „Þeir munu snúa sér aftur að óhefðbundnum hernaði, og sjálfsmorðsárásum mun fjölga á sjálfstjórnarsvæðinu, í írökskum borgum og annars staðar,“ segir Masrour Barzani, formaður öryggisráðs sjálfstjórnarsvæðisins. „Baráttan við ISIS verður löng. Ekki bara hernaðarlega heldur einnig efnahagslega og hugsjónalega.“
Mið-Austurlönd Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira