„Skotland getur ekki verið fangelsað af Bretlandi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2019 11:24 Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands. GETTY/JEFF J MITCHELL Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sagði að Skotland geti ekki verið fangelsað í Bretlandi gegn vilja þess af bresku ríkisstjórninni í samtali við fréttamenn breska ríkisútvarpsins. Þá sagði hún að stórsigur skoska þjóðarflokksins í þingkosningunum sem haldnar voru í vikunni gefi henni umboð til að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Breskir ráðherrar telja hins vegar að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki uppi á borðinu og að virða eigi þjóðaratkvæðagreiðsluna sem haldin var um málið árið 2014. Michael Gove, þingmaður Íhadlsflokksins í Skotlandi og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.getty/Stefan Rousseau Sturgeon sagði að ef Bretland ætti að haldast í núverandi mynd þyrfti það að vera með samþykki allra sem í Bretlandi eru. Hún sagði einnig að það væri misskilningur hjá bresku ríkisstjórninni ef hún héldi að málinu væri lokið ef engin þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin. „Þetta er ein af grunnstoðum lýðræðis, þið getið ekki haldið Skotlandi í sambandinu gegn vilja þess,“ bætti hún við.Sjá einnig: Boris Johnson andvígur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Michael Gove, þingmaður Íhaldsflokksins í Skotlandi, sagði í samtali við fréttastofu Sky að „okkur var sagt árið 2014 að sú kosning yrði val þessarar kynslóðar – við munum ekki halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði í Skotlandi.“ Boris Johnson sagði í samtali við Nicola Sturgeon að hann væri andvígur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota á föstudag.GETTY/CARL COURT Skoski þjóðarflokkurinn vann stórsigur í þingkosningunum í vikunni og hrifsaði meðal annars sæti frá Verkamannaflokknum og Íhaldsflokknum í Skotlandi. Íhaldsflokkurinn vann hins vegar stórsigur á landsvísu og má gera ráð fyrir að mikil átök verði á milli skosku heimastjórnarinnar og bresku ríkisstjórnarinnar vegna kröfu Skota um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. Skoska heimastjórnin vill gera samning við bresku ríkisstjórnina sem svipar til samningsins sem gerður var árið 2014, til að tryggja að útkoma þjóðaratkvæðagreiðsluna verði lögleg og lögmæt en breska ríkisstjórnin er andvíg því. Sturgeon hefur sagt að það sé ólýðræðislegt ef Johnson tekur þjóðaratkvæðagreiðslu ekki til greina þegar flokkur hans var sigraður í kosningunni í Skotlandi en flokkurinn missti sjö af þrettán sætum. Flokkurinn hefur lýst því yfir að hann sé andvígur sjálfstæði Skota. Útkoma kosninganna í Skotlandi. Skoski þjóðarflokkurinn fékk 48 af 59 þingsætum í Skotlandi.vísir Sturgeon sagði í samtali við BBC að hún hafi sagt Johnson í símtali á föstudag að ef hann teldi að málinu væri lokið ef hann segði nei þá hefði hann rangt fyrir sér. „Þetta er ein af grunnstoðum lýðræðis, þið getið ekki haldið Skotlandi í sambandinu gegn vilja þess. Þið getið ekki læst okkur inni í skáp og vonað að vandamálin hverfi.“ „Ef Bretland á að haldast í sömu mynd verður það að vera með samþykki allra. Ef Boris Johnson trúir nógu mikið á sambandið ætti hann að trúa því að það sé nóg og leyfa þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Sturgeon. „Skotland getur ekki verið haldið fangið af Bretlandi gegn vilja þess. Það gefur augaleið ef við eigum að kallast lýðræði.“ Bretland Kosningar í Bretlandi Skotland Tengdar fréttir Sterk staða Johnsons eftir kosningarnar Boris Johnson verður áfram forsætisráðherra Bretlands eftir sigur Íhaldsflokksins í þingkosningum gærdagsins. Hann lofaði því í dag að klára útgöngumálið og má því búast við því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu í næsta mánuði. 13. desember 2019 18:45 Kallar eftir sjálfsskoðun Verkamannaflokksins Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segist axla ábyrgð á afhroði flokksins í þingkosningum vikunnar í Bretlandi. 15. desember 2019 07:24 Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins samkvæmt útgönguspá BBC Útgönguspá sem kynnt var nú klukkan 22 í breska ríkissjónvarpinu bendir til þess að Íhaldsflokkurinn hafi unnið hreinan meirihluta og stórsigur í bresku þingkosningum sem fram fóru í dag. 12. desember 2019 22:08 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sagði að Skotland geti ekki verið fangelsað í Bretlandi gegn vilja þess af bresku ríkisstjórninni í samtali við fréttamenn breska ríkisútvarpsins. Þá sagði hún að stórsigur skoska þjóðarflokksins í þingkosningunum sem haldnar voru í vikunni gefi henni umboð til að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Breskir ráðherrar telja hins vegar að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki uppi á borðinu og að virða eigi þjóðaratkvæðagreiðsluna sem haldin var um málið árið 2014. Michael Gove, þingmaður Íhadlsflokksins í Skotlandi og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.getty/Stefan Rousseau Sturgeon sagði að ef Bretland ætti að haldast í núverandi mynd þyrfti það að vera með samþykki allra sem í Bretlandi eru. Hún sagði einnig að það væri misskilningur hjá bresku ríkisstjórninni ef hún héldi að málinu væri lokið ef engin þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin. „Þetta er ein af grunnstoðum lýðræðis, þið getið ekki haldið Skotlandi í sambandinu gegn vilja þess,“ bætti hún við.Sjá einnig: Boris Johnson andvígur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Michael Gove, þingmaður Íhaldsflokksins í Skotlandi, sagði í samtali við fréttastofu Sky að „okkur var sagt árið 2014 að sú kosning yrði val þessarar kynslóðar – við munum ekki halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði í Skotlandi.“ Boris Johnson sagði í samtali við Nicola Sturgeon að hann væri andvígur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota á föstudag.GETTY/CARL COURT Skoski þjóðarflokkurinn vann stórsigur í þingkosningunum í vikunni og hrifsaði meðal annars sæti frá Verkamannaflokknum og Íhaldsflokknum í Skotlandi. Íhaldsflokkurinn vann hins vegar stórsigur á landsvísu og má gera ráð fyrir að mikil átök verði á milli skosku heimastjórnarinnar og bresku ríkisstjórnarinnar vegna kröfu Skota um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. Skoska heimastjórnin vill gera samning við bresku ríkisstjórnina sem svipar til samningsins sem gerður var árið 2014, til að tryggja að útkoma þjóðaratkvæðagreiðsluna verði lögleg og lögmæt en breska ríkisstjórnin er andvíg því. Sturgeon hefur sagt að það sé ólýðræðislegt ef Johnson tekur þjóðaratkvæðagreiðslu ekki til greina þegar flokkur hans var sigraður í kosningunni í Skotlandi en flokkurinn missti sjö af þrettán sætum. Flokkurinn hefur lýst því yfir að hann sé andvígur sjálfstæði Skota. Útkoma kosninganna í Skotlandi. Skoski þjóðarflokkurinn fékk 48 af 59 þingsætum í Skotlandi.vísir Sturgeon sagði í samtali við BBC að hún hafi sagt Johnson í símtali á föstudag að ef hann teldi að málinu væri lokið ef hann segði nei þá hefði hann rangt fyrir sér. „Þetta er ein af grunnstoðum lýðræðis, þið getið ekki haldið Skotlandi í sambandinu gegn vilja þess. Þið getið ekki læst okkur inni í skáp og vonað að vandamálin hverfi.“ „Ef Bretland á að haldast í sömu mynd verður það að vera með samþykki allra. Ef Boris Johnson trúir nógu mikið á sambandið ætti hann að trúa því að það sé nóg og leyfa þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Sturgeon. „Skotland getur ekki verið haldið fangið af Bretlandi gegn vilja þess. Það gefur augaleið ef við eigum að kallast lýðræði.“
Bretland Kosningar í Bretlandi Skotland Tengdar fréttir Sterk staða Johnsons eftir kosningarnar Boris Johnson verður áfram forsætisráðherra Bretlands eftir sigur Íhaldsflokksins í þingkosningum gærdagsins. Hann lofaði því í dag að klára útgöngumálið og má því búast við því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu í næsta mánuði. 13. desember 2019 18:45 Kallar eftir sjálfsskoðun Verkamannaflokksins Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segist axla ábyrgð á afhroði flokksins í þingkosningum vikunnar í Bretlandi. 15. desember 2019 07:24 Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins samkvæmt útgönguspá BBC Útgönguspá sem kynnt var nú klukkan 22 í breska ríkissjónvarpinu bendir til þess að Íhaldsflokkurinn hafi unnið hreinan meirihluta og stórsigur í bresku þingkosningum sem fram fóru í dag. 12. desember 2019 22:08 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Sterk staða Johnsons eftir kosningarnar Boris Johnson verður áfram forsætisráðherra Bretlands eftir sigur Íhaldsflokksins í þingkosningum gærdagsins. Hann lofaði því í dag að klára útgöngumálið og má því búast við því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu í næsta mánuði. 13. desember 2019 18:45
Kallar eftir sjálfsskoðun Verkamannaflokksins Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segist axla ábyrgð á afhroði flokksins í þingkosningum vikunnar í Bretlandi. 15. desember 2019 07:24
Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins samkvæmt útgönguspá BBC Útgönguspá sem kynnt var nú klukkan 22 í breska ríkissjónvarpinu bendir til þess að Íhaldsflokkurinn hafi unnið hreinan meirihluta og stórsigur í bresku þingkosningum sem fram fóru í dag. 12. desember 2019 22:08