Mjaldurinn líklega ekki njósnari heldur þroskaþjálfi Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2019 14:08 Mjaldurinn Simjon, sem kannski heitir nú Hvaldimir, smellir kossi á fyrrum skjólstæðing sinn. Mynd/Skjáskot Mjaldurinn sem fannst úti fyrir Finnmörk í Noregi í lok apríl virðist ekki vera njósnari á vegum rússneska sjóhersins, líkt og talið var í fyrstu, heldur hafi hann verið notaður við meðferð á andlega veikum börnum í Rússlandi. Þessu greina norskir fjölmiðlar frá í dag. Í grein Fiskveiðiblaðsins (Fiskeribladet) er rifjuð upp umfjöllun um rússneskan mjaldur, sem sagður er sá sami og ratað hefur í heimsfréttirnar að undanförnu, frá árinu 2008. Þar kemur fram að mjaldurinn, sem hefur verið nefndur Hvaldimir í Noregi, heiti Semjon og hafi verið þjálfaður til meðferðar á rússneskum börnum sem átt hafa í andlegum erfiðleikum. Þá er saga Semjons rakin en hann á að hafa orðið fyrir árás sæljóna fyrir sextán árum og var í kjölfarið tekinn í fóstur manna. Hann hafi svo líklega sloppið úr rússnesku meðferðarstöðinni í grennd við norsku landamærin, þar sem börn úr skólum víðsvegar um Rússland höfðu heimsótt hann í gegnum árin. Morten Vikeby, fyrrverandi blaðamaður Fiskveiðiblaðsins sem fjallaði um meðferðarstöðina árið 2008, útilokar ekki í samtali við blaðið að nú um sé að ræða sama hvalinn og hann skrifaði um á sínum tíma. Þeir séu afar áþekkir í útliti en mjaldrar geta orðið allt að fimmtíu ára. Þá segir Vikeby að lítill fótur sé fyrir því að flokka mjaldurinn sem rússneskan njósnara. Önnur skýring sé á beislinu sem var utan um hvalinn þegar hann fannst en téð beisli þótti einkum benda til þess að hann væri á vegum rússneska sjóhersins. „Hann var með beisli utan á sér vegna þess að hann var notaður til að draga báta með börn innbyrðis. Það er einnig ástæða þess að hann er svo félagslyndur.“ Áður hefur verið greint frá því að til greina komi að flytja umræddan mjaldur, hvort sem hann er njósnari eða þroskaþjálfi, í hvalaathvarfið í Klettsvík í Vestmannaeyjum. Von er á tveimur mjöldrum í athvarfið í sumar og er vonast til þess að tekið verði við fleiri mjöldrum þegar fram líða stundir. Talsmenn Sea life trust, sem sjá um mjaldraverkefnið hér á landi, sögðu þó í svari við fyrirspurn Vísis í gær að ekki væri tímabært að flytja fleiri hvali í athvarfið eins og staðan er núna. Dýr Mjaldrar í Eyjum Noregur Mjaldurinn Hvaldimír Tengdar fréttir Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23 „Heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer?“ Mjaldur, sem fannst í norskri landhelgi í vikunni og er talinn á vegum rússneska sjóhersins, hefur leikið listir sínar fyrir íbúa Tufjord í Noregi undanfarna daga. Rússneskur ofursti gefur lítið fyrir þær fullyrðingar að mjaldurinn sé gerður út til njósna af rússneska hernum. 30. apríl 2019 12:47 Rússneski „njósnamjaldurinn“ verði mögulega fluttur til Íslands Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun Noregs segir að hinn meinti rússneski njósnamjaldur, sem komst í heimsfréttirnar í vikunni, verði mögulega fluttur í hvalaathvarf á Íslandi. Það myndi auka lífslíkur mjaldursins. 2. maí 2019 18:00 Njósnamjaldurinn gæti stofnað velferð systranna í hættu í Vestmannaeyjum Þetta kemur fram í svari samtakanna Sea life trust sem standa að flutningi mjaldrasystranna hingað til lands. 6. maí 2019 11:30 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Mjaldurinn sem fannst úti fyrir Finnmörk í Noregi í lok apríl virðist ekki vera njósnari á vegum rússneska sjóhersins, líkt og talið var í fyrstu, heldur hafi hann verið notaður við meðferð á andlega veikum börnum í Rússlandi. Þessu greina norskir fjölmiðlar frá í dag. Í grein Fiskveiðiblaðsins (Fiskeribladet) er rifjuð upp umfjöllun um rússneskan mjaldur, sem sagður er sá sami og ratað hefur í heimsfréttirnar að undanförnu, frá árinu 2008. Þar kemur fram að mjaldurinn, sem hefur verið nefndur Hvaldimir í Noregi, heiti Semjon og hafi verið þjálfaður til meðferðar á rússneskum börnum sem átt hafa í andlegum erfiðleikum. Þá er saga Semjons rakin en hann á að hafa orðið fyrir árás sæljóna fyrir sextán árum og var í kjölfarið tekinn í fóstur manna. Hann hafi svo líklega sloppið úr rússnesku meðferðarstöðinni í grennd við norsku landamærin, þar sem börn úr skólum víðsvegar um Rússland höfðu heimsótt hann í gegnum árin. Morten Vikeby, fyrrverandi blaðamaður Fiskveiðiblaðsins sem fjallaði um meðferðarstöðina árið 2008, útilokar ekki í samtali við blaðið að nú um sé að ræða sama hvalinn og hann skrifaði um á sínum tíma. Þeir séu afar áþekkir í útliti en mjaldrar geta orðið allt að fimmtíu ára. Þá segir Vikeby að lítill fótur sé fyrir því að flokka mjaldurinn sem rússneskan njósnara. Önnur skýring sé á beislinu sem var utan um hvalinn þegar hann fannst en téð beisli þótti einkum benda til þess að hann væri á vegum rússneska sjóhersins. „Hann var með beisli utan á sér vegna þess að hann var notaður til að draga báta með börn innbyrðis. Það er einnig ástæða þess að hann er svo félagslyndur.“ Áður hefur verið greint frá því að til greina komi að flytja umræddan mjaldur, hvort sem hann er njósnari eða þroskaþjálfi, í hvalaathvarfið í Klettsvík í Vestmannaeyjum. Von er á tveimur mjöldrum í athvarfið í sumar og er vonast til þess að tekið verði við fleiri mjöldrum þegar fram líða stundir. Talsmenn Sea life trust, sem sjá um mjaldraverkefnið hér á landi, sögðu þó í svari við fyrirspurn Vísis í gær að ekki væri tímabært að flytja fleiri hvali í athvarfið eins og staðan er núna.
Dýr Mjaldrar í Eyjum Noregur Mjaldurinn Hvaldimír Tengdar fréttir Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23 „Heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer?“ Mjaldur, sem fannst í norskri landhelgi í vikunni og er talinn á vegum rússneska sjóhersins, hefur leikið listir sínar fyrir íbúa Tufjord í Noregi undanfarna daga. Rússneskur ofursti gefur lítið fyrir þær fullyrðingar að mjaldurinn sé gerður út til njósna af rússneska hernum. 30. apríl 2019 12:47 Rússneski „njósnamjaldurinn“ verði mögulega fluttur til Íslands Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun Noregs segir að hinn meinti rússneski njósnamjaldur, sem komst í heimsfréttirnar í vikunni, verði mögulega fluttur í hvalaathvarf á Íslandi. Það myndi auka lífslíkur mjaldursins. 2. maí 2019 18:00 Njósnamjaldurinn gæti stofnað velferð systranna í hættu í Vestmannaeyjum Þetta kemur fram í svari samtakanna Sea life trust sem standa að flutningi mjaldrasystranna hingað til lands. 6. maí 2019 11:30 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23
„Heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer?“ Mjaldur, sem fannst í norskri landhelgi í vikunni og er talinn á vegum rússneska sjóhersins, hefur leikið listir sínar fyrir íbúa Tufjord í Noregi undanfarna daga. Rússneskur ofursti gefur lítið fyrir þær fullyrðingar að mjaldurinn sé gerður út til njósna af rússneska hernum. 30. apríl 2019 12:47
Rússneski „njósnamjaldurinn“ verði mögulega fluttur til Íslands Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun Noregs segir að hinn meinti rússneski njósnamjaldur, sem komst í heimsfréttirnar í vikunni, verði mögulega fluttur í hvalaathvarf á Íslandi. Það myndi auka lífslíkur mjaldursins. 2. maí 2019 18:00
Njósnamjaldurinn gæti stofnað velferð systranna í hættu í Vestmannaeyjum Þetta kemur fram í svari samtakanna Sea life trust sem standa að flutningi mjaldrasystranna hingað til lands. 6. maí 2019 11:30