„Heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. apríl 2019 12:47 Mjaldurinn vinalegi áður en beislið var tekið af honum. Vísir/EPA Mjaldur, sem fannst í norskri landhelgi í vikunni og er talinn á vegum rússneska sjóhersins, hefur leikið listir sínar fyrir íbúa Tufjord í Noregi undanfarna daga. Rússneskur ofursti gefur lítið fyrir þær fullyrðingar að mjaldurinn sé gerður út til njósna af rússneska hernum. Norskir sjómenn fundu umræddan mjaldur í sjónum úti fyrir Finnmörku í síðustu viku. Mjaldurinn vakti sérstaka athygli sökum þess hversu gæfur hann var og enn fremur vegna beislis sem hann hafði utan um sig. Á beislinu, sem var fjarlægt af mjaldrinum, stendur „búnaður Sankti Pétursborgar. Sérfræðingar töldu hvalinn að öllum líkindum á ábyrgð rússneska sjóhersins en ekki þarlendra vísindamanna. Sjá einnig: Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Leyfir fólki að klappa sér og leikur listir Mjaldurinn heldur nú til í firðinum Tufjord á eyjunni Rolvsøya í Finnmörku. Norska ríkisútvarpið NRK hefur eftir Linn Sæther, íbúa í Tufjord, að mjaldurinn sé afar gæfur og leyfi fólki að klappa sér á trjónuna. Þá leiki hann einnig listir sínar í firðinum, við mikinn fögnuð áhorfenda. Þá sé mjaldurinn greinilega vel þjálfaður en hann sæki til dæmis fisk, sem kastað er til hans, og syndi með hann til baka. Þó éti hann fiskinn einnig með bestu lyst þegar þannig liggi á honum. Mjaldurinn hóf að elta fiskibáta úti fyrir Finnmörku í síðustu viku. Nú heldur hann til við Tufjord.Vísir/EPA Ekkert leyndarmál að Rússar þjálfi höfrunga Viktor Baranets, ofursti hjá rússneska hernum sem skrifað hefur um notkun hersins á sjávardýrum, gaf lítið fyrir áhyggjur Norðmanna af mjaldrinum í gær. Hann neitaði þó ekki í samtali við rússnesku sjónvarpsstöðina Govorit Moskva að mjaldurinn gæti hafa sloppið frá rússneska sjóhernum. „[…] ef við værum að nota þetta dýr til að njósna, heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer með skilaboðunum „vinsamlegast hringið í þetta númer“?“ sagði Baranets, inntur eftir því hvort hvalurinn væri notaður til njósna. Beislið, sem fjarlægt var af mjaldrinum, var mertk Sankti Pétursborg.Vísir/EPA Þá sagði hann að Rússar þjálfuðu vissulega höfrunga til að nota í hernaði og það hefði aldrei verið feimnismál. Þessir höfrungar séu þjálfaðir í herstöðinni við Sevastópol á Krímskaga og notaðir til ýmissa verka. Setur mjaldurinn í samhengi við Keikó NRK ræðir við Audun Rikardsen, hvalasérfræðing við háskólann í Tromsø, sem segir erfitt að segja til um það á þessum tímapunkti hvernig mjaldrinum muni farnast villtum í náttúrunni. Dæmi séu um að hvalir sem sleppt er úr haldi manna spjari sig ágætlega en önnur dæmi sýni fram á annað. Í því samhengi nefnir hann hinn íslenska Keikó, sem verslaðist upp við Noregsstrendur árið 2003 eftir að hafa verið sleppt lausum frá Vestmannaeyjum árið áður. „Eitt í þessu er að hann þarf að læra að finna æti af sjálfsdáðum. Hitt er að þetta er líka félagsvera sem venjulega heldur til í hóp. Hann þarf þess vegna að finna sér hóp og það er ekki alltaf auðvelt ef hann hefur verið lengi í haldi manna og skilur kannski ekki samskiptareglurnar.“ Dýr Noregur Rússland Mjaldurinn Hvaldímír Tengdar fréttir Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Sjá meira
Mjaldur, sem fannst í norskri landhelgi í vikunni og er talinn á vegum rússneska sjóhersins, hefur leikið listir sínar fyrir íbúa Tufjord í Noregi undanfarna daga. Rússneskur ofursti gefur lítið fyrir þær fullyrðingar að mjaldurinn sé gerður út til njósna af rússneska hernum. Norskir sjómenn fundu umræddan mjaldur í sjónum úti fyrir Finnmörku í síðustu viku. Mjaldurinn vakti sérstaka athygli sökum þess hversu gæfur hann var og enn fremur vegna beislis sem hann hafði utan um sig. Á beislinu, sem var fjarlægt af mjaldrinum, stendur „búnaður Sankti Pétursborgar. Sérfræðingar töldu hvalinn að öllum líkindum á ábyrgð rússneska sjóhersins en ekki þarlendra vísindamanna. Sjá einnig: Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Leyfir fólki að klappa sér og leikur listir Mjaldurinn heldur nú til í firðinum Tufjord á eyjunni Rolvsøya í Finnmörku. Norska ríkisútvarpið NRK hefur eftir Linn Sæther, íbúa í Tufjord, að mjaldurinn sé afar gæfur og leyfi fólki að klappa sér á trjónuna. Þá leiki hann einnig listir sínar í firðinum, við mikinn fögnuð áhorfenda. Þá sé mjaldurinn greinilega vel þjálfaður en hann sæki til dæmis fisk, sem kastað er til hans, og syndi með hann til baka. Þó éti hann fiskinn einnig með bestu lyst þegar þannig liggi á honum. Mjaldurinn hóf að elta fiskibáta úti fyrir Finnmörku í síðustu viku. Nú heldur hann til við Tufjord.Vísir/EPA Ekkert leyndarmál að Rússar þjálfi höfrunga Viktor Baranets, ofursti hjá rússneska hernum sem skrifað hefur um notkun hersins á sjávardýrum, gaf lítið fyrir áhyggjur Norðmanna af mjaldrinum í gær. Hann neitaði þó ekki í samtali við rússnesku sjónvarpsstöðina Govorit Moskva að mjaldurinn gæti hafa sloppið frá rússneska sjóhernum. „[…] ef við værum að nota þetta dýr til að njósna, heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer með skilaboðunum „vinsamlegast hringið í þetta númer“?“ sagði Baranets, inntur eftir því hvort hvalurinn væri notaður til njósna. Beislið, sem fjarlægt var af mjaldrinum, var mertk Sankti Pétursborg.Vísir/EPA Þá sagði hann að Rússar þjálfuðu vissulega höfrunga til að nota í hernaði og það hefði aldrei verið feimnismál. Þessir höfrungar séu þjálfaðir í herstöðinni við Sevastópol á Krímskaga og notaðir til ýmissa verka. Setur mjaldurinn í samhengi við Keikó NRK ræðir við Audun Rikardsen, hvalasérfræðing við háskólann í Tromsø, sem segir erfitt að segja til um það á þessum tímapunkti hvernig mjaldrinum muni farnast villtum í náttúrunni. Dæmi séu um að hvalir sem sleppt er úr haldi manna spjari sig ágætlega en önnur dæmi sýni fram á annað. Í því samhengi nefnir hann hinn íslenska Keikó, sem verslaðist upp við Noregsstrendur árið 2003 eftir að hafa verið sleppt lausum frá Vestmannaeyjum árið áður. „Eitt í þessu er að hann þarf að læra að finna æti af sjálfsdáðum. Hitt er að þetta er líka félagsvera sem venjulega heldur til í hóp. Hann þarf þess vegna að finna sér hóp og það er ekki alltaf auðvelt ef hann hefur verið lengi í haldi manna og skilur kannski ekki samskiptareglurnar.“
Dýr Noregur Rússland Mjaldurinn Hvaldímír Tengdar fréttir Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Sjá meira
Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23