Færeyskir fjárbændur sporna gegn átroðningi ferðamanna Kristján Már Unnarsson skrifar 10. apríl 2019 20:45 Jóhannus Nattestad, sauðfjárbóndi og landeigandi á Nípunni, í viðtali við Símun Christian Olsen, fréttamann Kringvarps Færeyja. Mynd/Kringvarp Færeyja. Bændur á einu vinsælasta göngusvæði Færeyja eru búnir að fá sig fullsadda af gróðurskemmdum sem fylgja átroðningi ferðamanna, sem tugþúsundum saman flykkjast til að ganga á bjargið Þrælanípu. Þeir hafa ákveðið að innheimta áttaþúsund króna gjald af þeim sem ganga þessa þriggja kílómetra gönguleið. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Gönguleiðin er skammt frá flugvellinum í Vogum, liggur meðfram Leitisvatni og upp á Þrælanípu. Bændur hafa horft upp á landið þar breytast í moldarflag og hafa nú ákveðið að sporna við fæti með hárri gjaldtöku. „Við höfum beðið allt of lengi. Við höfum verið þolinmóðir og reynt allt og kannski hefðum við átt að byrja á þessu fyrir mörgum árum. Nú er skaðinn löngu skeður,“ segir Jóhannus Nattestad, sauðfjárbóndi og landeigandi á Nípunni.Moldarflögin eftir göngufólkið eru áberandi á bjargbrún Þrælanípunnar.Mynd/Kringvarp Færeyja.Um þrjátíu þúsund manns gengu þessa leið í fyrra en helsta aðdráttaraflið er foss sem fellur úr vatninu fram af bjargbrún og beint út í Atlantshafið. „Það koma allt upp í 400-500 manns á dag, bæði Færeyingar og útlendingar. Það segir sig sjálft að svo mikill fjöldi á litlu svæði hefur afleiðingar.“ En það er ekki bara að landið traðkist niður. Bóndinn segir að mófugli hafi fækkað, sauðfé þrífist verr í haganum og fallþungi lamba hafi minnkað. „Fólkið gengur um allan hagann. Þó að skiltin segi að það eigi ekki að gera slíkt. Það les ekki skiltin, gengur bara beint undir,“ segir Jóhannus.Horft af Þrælanípu.Mynd/Kringvarp Færeyja.Athygli vekur hve gjaldið verður hátt, eða 450 danskar krónur, jafnvirði 8.000 íslenskra. Landeigendur segjast þó eingöngu ætla að rukka útlendinga og ferðamenn í skipulögðum gönguferðum í atvinnuskyni. Færeyingum sem og skólahópum verði áfram leyft að ganga ókeypis um svæðið. Í viðtali Kringvarps Færeyja við lögfræðing kom fram að hann taldi færeysk lög ekki hindra slíka gjaldtöku, enda væri þetta eignarland bændanna, né að þeir gerðu greinarmun á útlendingum og Færeyingum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Færeyjar Landbúnaður Tengdar fréttir Færeyjum lokað vegna viðhalds Ferðamönnum meinaður aðgangur að eyjunum á meðan aðgengi að náttúruperlum verður tryggt. 21. febrúar 2019 08:21 Kostar 8.000 krónur að ganga á Þrælanípuna Landeigendur einnar vinsælustu gönguleiðar Færeyja hafa ákveðið að hefja gjaldtöku af göngufólki í sumar. Athygli vekur hve gjaldið verður hátt, eða 450 danskar krónur. 9. apríl 2019 12:30 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Bændur á einu vinsælasta göngusvæði Færeyja eru búnir að fá sig fullsadda af gróðurskemmdum sem fylgja átroðningi ferðamanna, sem tugþúsundum saman flykkjast til að ganga á bjargið Þrælanípu. Þeir hafa ákveðið að innheimta áttaþúsund króna gjald af þeim sem ganga þessa þriggja kílómetra gönguleið. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Gönguleiðin er skammt frá flugvellinum í Vogum, liggur meðfram Leitisvatni og upp á Þrælanípu. Bændur hafa horft upp á landið þar breytast í moldarflag og hafa nú ákveðið að sporna við fæti með hárri gjaldtöku. „Við höfum beðið allt of lengi. Við höfum verið þolinmóðir og reynt allt og kannski hefðum við átt að byrja á þessu fyrir mörgum árum. Nú er skaðinn löngu skeður,“ segir Jóhannus Nattestad, sauðfjárbóndi og landeigandi á Nípunni.Moldarflögin eftir göngufólkið eru áberandi á bjargbrún Þrælanípunnar.Mynd/Kringvarp Færeyja.Um þrjátíu þúsund manns gengu þessa leið í fyrra en helsta aðdráttaraflið er foss sem fellur úr vatninu fram af bjargbrún og beint út í Atlantshafið. „Það koma allt upp í 400-500 manns á dag, bæði Færeyingar og útlendingar. Það segir sig sjálft að svo mikill fjöldi á litlu svæði hefur afleiðingar.“ En það er ekki bara að landið traðkist niður. Bóndinn segir að mófugli hafi fækkað, sauðfé þrífist verr í haganum og fallþungi lamba hafi minnkað. „Fólkið gengur um allan hagann. Þó að skiltin segi að það eigi ekki að gera slíkt. Það les ekki skiltin, gengur bara beint undir,“ segir Jóhannus.Horft af Þrælanípu.Mynd/Kringvarp Færeyja.Athygli vekur hve gjaldið verður hátt, eða 450 danskar krónur, jafnvirði 8.000 íslenskra. Landeigendur segjast þó eingöngu ætla að rukka útlendinga og ferðamenn í skipulögðum gönguferðum í atvinnuskyni. Færeyingum sem og skólahópum verði áfram leyft að ganga ókeypis um svæðið. Í viðtali Kringvarps Færeyja við lögfræðing kom fram að hann taldi færeysk lög ekki hindra slíka gjaldtöku, enda væri þetta eignarland bændanna, né að þeir gerðu greinarmun á útlendingum og Færeyingum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Færeyjar Landbúnaður Tengdar fréttir Færeyjum lokað vegna viðhalds Ferðamönnum meinaður aðgangur að eyjunum á meðan aðgengi að náttúruperlum verður tryggt. 21. febrúar 2019 08:21 Kostar 8.000 krónur að ganga á Þrælanípuna Landeigendur einnar vinsælustu gönguleiðar Færeyja hafa ákveðið að hefja gjaldtöku af göngufólki í sumar. Athygli vekur hve gjaldið verður hátt, eða 450 danskar krónur. 9. apríl 2019 12:30 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Færeyjum lokað vegna viðhalds Ferðamönnum meinaður aðgangur að eyjunum á meðan aðgengi að náttúruperlum verður tryggt. 21. febrúar 2019 08:21
Kostar 8.000 krónur að ganga á Þrælanípuna Landeigendur einnar vinsælustu gönguleiðar Færeyja hafa ákveðið að hefja gjaldtöku af göngufólki í sumar. Athygli vekur hve gjaldið verður hátt, eða 450 danskar krónur. 9. apríl 2019 12:30