Leiðtogar á ferð og flugi á síðasta degi kosningabaráttunnar Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2019 08:53 Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins. EPA/PETER POWELL Breskir stjórnmálamenn vinna nú hörðum höndum að því að safna fylgi á síðasta degi kosningabaráttunnar. Þingkosningar verða haldnar á morgun og útlit er fyrir sigur Íhaldsflokksins og Boris Johnson, þó sá sigur gæti verið naumur. Það er, sé mið tekið af skoðanakönnunum. Miðað við þær þá hefur forskot Íhaldsflokksins dregist saman á síðustu dögum og sérfræðingar segja ekki hægt að útiloka að erfitt verði að mynda meirihluta.Sunday Times segir að miðað við sama spálíkan sem spáði réttum niðurstöðum í kosningunum fyrir tveimur árum síðan fær Íhaldsflokkurinn 339 sæti á þingi, Verkamannaflokkurinn 231, Frjálslyndir Demókratar 15 og Skoski þjóðarflokkurinn 41.Það myndi veita Johnson 28 manna meirihluta en skekkjumörk þess líkans eru frá 367 sætum í 311. Fyrir tveimur vikum sýndi sama líkan fram á að Íhaldsflokkurinn stefndi á 68 manna meirihluta. Fyrr í vikunni var upptaka opinberuð þar sem hátt settur meðlimur Verkamannaflokksins heyrðist segja vini sínum að kjósendur þyldu ekki Jeremy Corbyn, leiðtoga flokksins, og þess vegna gætu þeir ekki unnið kosningarnar. Þar var um að ræða Jonathan Ashworth sem var tekinn upp af íhaldssömum vini sínum án vitneskju hans.Corbyn sagði þetta þó hafa verið grín á milli góðra vina og Ashworth nyti fulls stuðnings hans. Ashworth sjálfur segir þetta sömuleiðis hafa verið grín. Bæði Corbyn og Boris Johnson munu verja deginum í dag á miklu flakki um Bretland en báðir flokkar hafa lýst kosningunum á morgun sem þeim mikilvægustu á undanförnum árum. Skilaboð þeirra fyrir kosningarnar eru á þá leið að Johnson segir Íhaldsmenn þá einu sem geti gengið frá úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, sem hefur valdið mikilli óreiðu í breskum stjórnmálum á undanförnum árum. Ómögulegt yrði að hafa ástandið svipað áfram. Nú í morgun sagði Johnson, samkvæmt BBC, við kjósendur að Bretland gæti ekki beðið lengur. Koma yrði í veg fyrir frekari lömun samfélagsins.Corbyn mun byrja daginn í Skotlandi og mun hann heita því að auka fjárveitingar til heilbrigðiskerfis Bretlands og standa vörð um hag almennings. Sömuleiðis muni Verkamannaflokkurinn klára Brexit með góðu samkomulagi í hag verkamanna. Þá hefur hann gefið í skyn að kjósendur muni fá að kjósa um það samkomulag. Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins samkvæmt könnun YouGov Samkvæmt könnuninni myndi Íhaldsflokkur Boris Johnsons forsætisráðherra ná 359 þingsætum. Tvær vikur eru nú til kosninga. 28. nóvember 2019 08:53 Segir Boris Johnson ljúga um Brexit Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, fellst ekki á að það verði ekki tollgæsla á milli Norður-Írlands og Bretlands þegar Brexit samningur Boris Johnson tekur gildi eins og Johnson hefur haldið fram. 11. desember 2019 00:26 Boris og félagar á siglingu Íhaldsflokkur Boris Johnson í Bretlandi hefur aukið forystu sína í kosningabaráttunni í Bretlandi, ef marka má nýjustu könnun Survation. 9. desember 2019 08:24 Sökuðu hvor annan um að hafa ekki tekið á fordómum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, var sakaður um kynþáttaníð í orðræðu sinni af leiðtoga Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn í kappræðum BBC sem haldnar voru í gær en þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. 7. desember 2019 11:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Breskir stjórnmálamenn vinna nú hörðum höndum að því að safna fylgi á síðasta degi kosningabaráttunnar. Þingkosningar verða haldnar á morgun og útlit er fyrir sigur Íhaldsflokksins og Boris Johnson, þó sá sigur gæti verið naumur. Það er, sé mið tekið af skoðanakönnunum. Miðað við þær þá hefur forskot Íhaldsflokksins dregist saman á síðustu dögum og sérfræðingar segja ekki hægt að útiloka að erfitt verði að mynda meirihluta.Sunday Times segir að miðað við sama spálíkan sem spáði réttum niðurstöðum í kosningunum fyrir tveimur árum síðan fær Íhaldsflokkurinn 339 sæti á þingi, Verkamannaflokkurinn 231, Frjálslyndir Demókratar 15 og Skoski þjóðarflokkurinn 41.Það myndi veita Johnson 28 manna meirihluta en skekkjumörk þess líkans eru frá 367 sætum í 311. Fyrir tveimur vikum sýndi sama líkan fram á að Íhaldsflokkurinn stefndi á 68 manna meirihluta. Fyrr í vikunni var upptaka opinberuð þar sem hátt settur meðlimur Verkamannaflokksins heyrðist segja vini sínum að kjósendur þyldu ekki Jeremy Corbyn, leiðtoga flokksins, og þess vegna gætu þeir ekki unnið kosningarnar. Þar var um að ræða Jonathan Ashworth sem var tekinn upp af íhaldssömum vini sínum án vitneskju hans.Corbyn sagði þetta þó hafa verið grín á milli góðra vina og Ashworth nyti fulls stuðnings hans. Ashworth sjálfur segir þetta sömuleiðis hafa verið grín. Bæði Corbyn og Boris Johnson munu verja deginum í dag á miklu flakki um Bretland en báðir flokkar hafa lýst kosningunum á morgun sem þeim mikilvægustu á undanförnum árum. Skilaboð þeirra fyrir kosningarnar eru á þá leið að Johnson segir Íhaldsmenn þá einu sem geti gengið frá úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, sem hefur valdið mikilli óreiðu í breskum stjórnmálum á undanförnum árum. Ómögulegt yrði að hafa ástandið svipað áfram. Nú í morgun sagði Johnson, samkvæmt BBC, við kjósendur að Bretland gæti ekki beðið lengur. Koma yrði í veg fyrir frekari lömun samfélagsins.Corbyn mun byrja daginn í Skotlandi og mun hann heita því að auka fjárveitingar til heilbrigðiskerfis Bretlands og standa vörð um hag almennings. Sömuleiðis muni Verkamannaflokkurinn klára Brexit með góðu samkomulagi í hag verkamanna. Þá hefur hann gefið í skyn að kjósendur muni fá að kjósa um það samkomulag.
Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins samkvæmt könnun YouGov Samkvæmt könnuninni myndi Íhaldsflokkur Boris Johnsons forsætisráðherra ná 359 þingsætum. Tvær vikur eru nú til kosninga. 28. nóvember 2019 08:53 Segir Boris Johnson ljúga um Brexit Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, fellst ekki á að það verði ekki tollgæsla á milli Norður-Írlands og Bretlands þegar Brexit samningur Boris Johnson tekur gildi eins og Johnson hefur haldið fram. 11. desember 2019 00:26 Boris og félagar á siglingu Íhaldsflokkur Boris Johnson í Bretlandi hefur aukið forystu sína í kosningabaráttunni í Bretlandi, ef marka má nýjustu könnun Survation. 9. desember 2019 08:24 Sökuðu hvor annan um að hafa ekki tekið á fordómum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, var sakaður um kynþáttaníð í orðræðu sinni af leiðtoga Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn í kappræðum BBC sem haldnar voru í gær en þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. 7. desember 2019 11:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins samkvæmt könnun YouGov Samkvæmt könnuninni myndi Íhaldsflokkur Boris Johnsons forsætisráðherra ná 359 þingsætum. Tvær vikur eru nú til kosninga. 28. nóvember 2019 08:53
Segir Boris Johnson ljúga um Brexit Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, fellst ekki á að það verði ekki tollgæsla á milli Norður-Írlands og Bretlands þegar Brexit samningur Boris Johnson tekur gildi eins og Johnson hefur haldið fram. 11. desember 2019 00:26
Boris og félagar á siglingu Íhaldsflokkur Boris Johnson í Bretlandi hefur aukið forystu sína í kosningabaráttunni í Bretlandi, ef marka má nýjustu könnun Survation. 9. desember 2019 08:24
Sökuðu hvor annan um að hafa ekki tekið á fordómum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, var sakaður um kynþáttaníð í orðræðu sinni af leiðtoga Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn í kappræðum BBC sem haldnar voru í gær en þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi. 7. desember 2019 11:30
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“